Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 13.02.2015, Blaðsíða 58
HARPA norðurljós Mánudag 16. febrúar kl. 20:00 Miðaverð kr. 3.800 / 2.800 stóRsveit ReykjAvíkuR Styrkt af Miðar á midi.is s harpa.is s í miðasölu Hörpu flytur Ellu og BasiE! Flutt verður öll tónlistin af hinni rómuðu plötu ella and Basie! frá árinu 1963 en á henni syngur Ella Fitzgerald með stórsveit Count Basie útsetningar efitr Quincy Jones. Einsöngvari kristjana stefánsdóttir stjórnandi Daniel Nolgård Árlegir Bergþórutónleika verða haldir á Rósenberg í kvöld, föstu- daginn 13. febrúar. Að þessu sinni verða tónleikarnir í formi vísna- tónleika, þar sem áherslan er á einfaldleika í flutningi lags og ljóðs. Svavar Knútur hefur kallað til nokkra listamenn með sér. Þar má nefna Ragnheiði Gröndal og Guðmund Pétursson, Myrru Rós Þrastardóttur, Skúla mennska, Inga Gunnar Jóhannsson og Gísla Helgason. Að vanda verða flutt mörg af þekktustu lögum Bergþóru, sem ganga þó í endurnýjun lífdaga með ferskum útsetningum. Að þessu sinni verða sett í spilun tvö lög eftir Bergþóru, Þjóðarblómið í flutningi og útsetningu Svavars Knúts og lagið Segðu aftur, sem frumflutt var í útsetningu Ragn- heiðar Gröndal á tónleikunum í fyrra. Minningarsjóður Bergþóru Árnadóttur stendur að tónleikn- unum, en hann var stofnaður vor- ið 2008. Tilgangur sjóðsins er að stuðla að því að tónlist Bergþóru og minning lifi meðal þjóðarinnar. Bergþóra Árnadóttir (1948-2007) var einn af frumkvöðlum vísna- tónlistar á Íslandi og lengi vel at- kvæðamesta konan í hópi söngva- skálda. Hún samdi gjarna lög við ljóð þekktra skálda, þ.á.m. Steins Steinarrs, Tómasar Guðmunds- sonar og Jóhannesar úr Kötlum. Á ferli sínum sendi hún frá sér marg- ar hljómplötur og hélt fjölda tón- leika hérlendis og í Skandinavíu. Hægt er að panta borð og láta taka frá miða í síma 551 2442. Tónleikarnir hefjast klukkan 21. Miðaverð 2.500 kr.  Bergþórutónleikar einfaldleiki í flutningi lags og ljóðs Vísnakvöld á Café Rósenberg Bergþóra Árnadóttir.  friðarhátíð feðgar standa í ströngu Reykjavík verði friðar- höfuðborg heimsins þ eir feðgar, Ýmir Arthúrsson og Arthúr Björgvin Bollason, segja undirbún-ing að Reykjavík Peace festival hafa gengið vonum framar og finna fyrir miklum áhuga hjá öllum sem hyggjast tengjast verk- efninu á næstu árum. „Ég vinn sem leið- sögumaður og fyrir þremur árum var ég með hressan kór frá Lofoten í heimsókn og sem leiðsögumaður vinnur maður við það að gleðja fólk,“ segir Ýmir. „Það var mjög auðvelt með þennan kór því hann brast í söng hvar sem þau voru stödd. Þá fékk ég þá hugmynd að vera með kórahátíð. Ég vildi tengja þá hugmynd við friðinn, því það er umtalað meðal ferðamanna sem hingað koma hvað við séum friðelskandi þjóð. Við erum ekki með byssur og tökum ekki þátt í stríði og ferðamönnum finnst það heillandi,“ segir Ýmir. „Fólk tengir Ísland mjög auðveldlega við frið,“ segir Arthúr Björgvin Bollason. „Jón Gnarr hefur verið einn helsti talsmaður þess. Ýmir hefur séð um framkvæmdahliðina á þessu og ég hef verið honum innan handar með ráðgjöf og ég hef unnið að því að fá fólk erlendis frá, en það er framtíðarsýnin. Fá er- lenda kóra hingað til þess að fagna friðnum með okkur,“ segir Arthúr. „Áhuginn er fyrir hendi, en það þarf tilhlaup. Icelandair og Reykjavíkurborg höfðu trú á þessu og eru því komin á fullt í þetta með okkur, tímasetn- ingin er góð því þann 18. febrúar er afmælis- dagur Yoko Ono, og þá ætlum við að kveikja á friðarsúlunni í einn dag.“ Yoko Ono valdi Love Yoko Ono tók mjög vel í þessa hugmynd og valdi lag hátíðarinnar sem nú er búið að út- setja fyrir kór og verður flutt á opnunarhátíð- inni. „Þetta byrjar á mánudaginn og þá munu yfir hundrað íslenskir kórar koma í Hörpu og flytja nýja útgáfu af laginu Love, eftir John Lennon,“ segir Ýmir. „Yoko var hörð á því að velja þetta lag, því það er í miklu uppáhaldi hjá henni. Það sem er merkilegt við það er að sá sem útsetti lagið er maður sem heitir Ben Parry. Parry þessi er eitt af stóru nöfnunum í kóraheiminum og er stjórnandi London Voi- ces sem er einn besti kór heims um þessar mundir,“ segir Ýmir. „Framtíðarhugmyndin er svo sú að allir kórar heims syngi sama lagið á sama tíma um allan heim. Að hafa Yoko Ono og Ben Parry með okkur í liði segir okkur það að þetta verður að veruleika, ekki í ár, en á næstu árum,“ segir Ýmir. „Þegar erlendir aðilar sjá hvað þetta verður glæsilegt í ár, verður auðveldara að sannfæra þá um að koma að ári,“ segir Arthúr. „Það er slegist um Ben Parry um allan heim, svo það er gríðarlegur fengur fyrir okkur að fá hann hingað,“ segir Ýmir. Mörg hundruð raddir Feðgarnir eru nú þegar byrjaðir að undirbúa hátíðina að ári og segja þetta verða árlegan viðburð í Reykjavík í febrúar. „Þetta verður alltaf á milli Vetrarhátíðar Reykjavíkur- borgar og Food & Fun, sem er mjög hentugt þar sem það hittir á afmælisdaginn hennar Yoko,“ segir Arthúr. „Það eru orð að sönnu að um leið og hátíðinni lýkur í ár, hefst undir- búningur að þeirri næstu.“ „Öll næsta vika verður undirlögð af söng,“ segir Ýmir. „Sem endar svo með mörg hundruð manna söngveislu þann 22. febrúar í Hörpu þar sem Ben Parry mun stýra fjölda- söng. Þetta verður fyrir alla og ætlast er til þess að allir syngi með,“ segir Ýmir Arthúrs- son. Allar nánari upplýsingar um hátíðina ásamt nótum af laginu Love, má finna á www.reykjavikpeacefestival.com Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Reykjavík Peace festival fer fram í fyrsta sinn í næstu viku. Leiðsögumaðurinn Ýmir Arthúrs- son fékk hugmynd að hátíðinni þegar hann ferðaðist með erlendan kór um landið fyrir nokkrum árum. Nú hefur hann ásamt föður sínum, Arthúri Björgvin Bollasyni, unnið að skipulagningu í allnokkurn tíma og segja þeir feðgar undirbúning fyrir næstu hátíð nú þegar hafinn. Icelandair og Reykjavíkurborg stukku á verkefnið og vilja gera Reykjavík að friðarhöf- uðborg heimsins. Ýmir Arthúrs- son og Arthúr Björgvin Bolla- son standa að Reykjavík Peace Festival. Ljós- mynd/Hari 58 menning Helgin 13.-15. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.