Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 60

Fréttatíminn - 13.02.2015, Side 60
 Í takt við tÍmann Ása Berglind HjÁlmarsdóttir Stüssy unglingurinn sem varð kjólakona Ása Berglind Hjálmarsdóttir er þrítug Þorlákshafnarmær sem búsett er í Vesturbæ Reykjavíkur með kærasta sínum og tveimur dætrum. Ása Berglind er markað- og verkefnastjóri hins endurnýjaða Gamla bíós og stjórnar kór eldri borgara í Þorlákshöfn svo fátt eitt sé talið. Staðalbúnaður Ég er algjör kjólakona og hef verið það síðan ég jafnaði mig á því að vera Stüssy-unglingur. Þeir sem þekkja mig yrðu hissa ef þeir sæju mig í buxum. Ég á eitthvað um sextíu kjóla og þá kaupi ég í vintage- og second hand-búðum. Hugbúnaður Mér finnst afskaplega gaman að fara á tónleika og ég fer einstaka sinnum í bíó. Við kærustuparið erum miklir matgæðingar og finnst bæði gaman að elda heima og fara út að borða. Þegar ég fer á bar panta ég mér oftast hvítvín- sglas. Ég spila í Lúðrasveit Þorlákshafnar og með Jónasi Sig og Ritvélum framtíðarinnar. Ég myndi ekki láta grípa mig inni í líkamsræktarstöð, mér finnst betra að fara í sund eða vera úti í fersku lofti og draga í mig andlega orku úr vindinum. Vélbúnaður Ég er með iPhone 5 og svo einhvern tölvugarm. En ég er að „secret-a“ Mac-tölvu. Ég nota tölvupóstinn í símanum mikið í tengslum við vinnuna, myndavélina og svo samfélagsmiðla eins og Facebook og Snapchat. Ég er nokkuð dugleg sjálf á samfélagsmiðl- unum en undanfarið hefur fólk aðeins fengið að finna fyrir því að ég er að kynna Gamla bíó. Mér finnst samt gaman að pósta einstaka myndum og leyfa fólki að fylgjast með því sem ég er að gera. Lj ós m yn d/ H ar i Aukabúnaður Ég fæ æði fyrir veitingastöðum og þessa dagana finnst mér frábært að fara í hádegismat á Noodle Station og á Gló. Þegar við viljum gera vel við okkur förum við til dæmis á Tapas- barinn, Forréttabarinn eða fáum okkur sushi. Heima finnst okkur gaman að elda eitthvað sem við höfum ekki gert áður, að gera tilraunir með framandi og góð hráefni. Skemmtilegast er að gera það í góðum félagsskap. Ég ferðast aðallega um fótgangandi því ég bý í göngufæri frá vinnunni. Ég á samt gamlan Volvo sem nýtist vel þegar ég fer á lúðrasveitaræfingar. Hann hefur staðið fyrir sínu og dró til dæmis tjaldvagn í heilan mánuð síðasta sumar. Þá ferðaðist ég ásamt kærasta mínum og vini okkar um landið og spiluðum á öllum hjúkr- unar- og dvalarheimilum landsins. Þetta voru alls 66 tónleikar á 30 dögum. Það er einstaklega gaman og gefandi að syngja með gamla fólkinu og okkur langar að gera þetta aftur næsta sumar. Þá leggjum við samt ekki af stað án þess að vera búin að fjármagna ferðina. Við eigum svo mikið af fallegum stöðum hér á Íslandi að það er erfitt að velja einn uppáhaldsstað. Mér þykir samt alltaf voða vænt um Selvoginn. Við eigum sumarbústað þar sem er hvorki með rafmagni né rennandi vatni. Það er svona ættaróðalið sem maður fer á til að slappa af. Dansarinn Sigga Soffía hvetur alla, taktfasta sem takt- lausa, að dansa fyrir réttlæti í Hörpunni í dag. Fylgist með á samfélagsmiðlum: #milljardurris og #fokkofbeldi. Ljós- mynd/Hari  dans milljarður rÍs Feminísk flóð- bylgja í Hörpu Bylting fer um heim allan í dag, föstudag, þar sem milljarður fólks kemur saman til að dansa fyrir réttlæti og fyrir heimi þar sem konur og stúlkur þurfa ekki að óttast ofbeldi, heldur heimi þar sem þær njóta sömu tækifæra og karlmenn og strákar. UN Women stendur fyrir viðburðinum hér á landi sem fram fer í Hörpu og er haldinn í samstarfi við tónlistarhá- tíðina Sónar Reykjavík og RVK Lunch Beat. Sigga Soffía Níelsdóttir dansari hefur tekið virkan þátt í skipulagningu bylt- ingarinnar. „Katla Rós Völudóttir, sem sér um herferðina „Fokk ofbeldi“ hafði samband við mig. Hugmyndin var að tengja þessar tvær herferðir með því að nota dansinn.“ Sigga Soffía fékk til liðs við sig tvo aðra dansara og saman mynd- uðu þau mennska stafi, sem voru svo notaðir til að mynda nafn herferðarinnar: Fokk ofbeldi. „Saga Sig sá um að taka myndirnar og úr varð skemmtilegt en á sama tíma mjög krefjandi verk- efni, þetta er auðvitað grafalvarlegt mál sem taka þarf á,“ segir Sigga Soffía, en hún segir jafnframt að það sé magnað að geta notað listina til að veita alvarlegu málefni jákvæða athygli. UN Women hvetur alla til að taka þátt og mæta með Fokk ofbeldi-armband á Milljarður rís og bera það með stolti á meðan dansinn dunar. Sigga Soffía segir að það skipti ekki máli hvort fólk kunni að dansa eða ekki, það eigi allir erindi í Hörpuna í dag. „Þegar maður dansar fyrir heiminn skiptir ekki máli hvernig þú hreyfir þig, þetta snýst um að sýna stuðning.“ Armböndin fást í Lyfju, Heilsuhúsinu og Apótekinu og kosta 2.000 krónur. -emmELDSMIDJAN.IS 562 3838 BRAGAGATA 38 A LAUGAVEGUR 81 SUÐURLANDSBRAUT 12 60 dægurmál Helgin 13.-15. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.