Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 13.03.2015, Qupperneq 10
VR | KRINGLUNNI 7 | 103 REYKJAVÍK | SÍMI 510 1700 | WWW.VR.IS Aðalfundur VR Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf, innborgun í VR varasjóð, lagabreytingar og ný reglugerð Vinnudeilusjóðs VR. Dagskráin og allar nánari upplýsingar á vr.is. Taktu þátt í baráttunni fyrir réttindum þínum! Miðvikudaginn 25. mars kl. 19:30 á Hilton Nordica Drauma- samfélag ef karlar hegðuðu sér eins og konur Konur fremja að jafnaði aðeins um 10-35% af öllum afbrotum en hlutfallið er breytilegt eftir brota- flokkum. Á Íslandi eru um 4-6 konur að jafnaði í fangelsi á móti 160 körlum og hlutföllin eru ekki ósvipuð erlendis. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, segir það fyrst og fremst vera félagsmótun og gamlar hugmyndir um kynjahlutverkin sem skýri þennan mikla mun og hann veltir því fyrir sér hvort kvennasamfélag væri kannski draumasamfélag. Helgi Gunnlaugsson, afbrotafræðingur og prófessor við Háskóla Íslands, spyr sig hvort samfélag þar sem allir hegðuðu sér eins og konur væri ekki draumasamfélag. Ljósmynd/Hari Tilefni fangavisTar árið 2013 Karlar Konur Manndráp/tilraun til manndráps 22 3 Auðgunarbrot/skjalafals 78 4 Umferðarlagabrot/nytjataka 25 2 Fíkniefnabrot 105 9 Kynferðisbrot 52 0 Ofbeldisbrot 48 3 Brenna 4 0 Annað 16 2 Samtals 350 23 Hlutfall 93,8% 6,2% s kýringarnar eru margþætt-ar,“ segir Helgi Gunnlaugs-son, afbrotafræðingur og pró- fessor við HÍ, aðspurður um hinn mikla mun milli kynjanna þegar kemur að afbrotum. „Í raun er ekk- ert því til fyrirstöðu að konur fremji afbrot eins og karlar. Konur geta beitt hnífum og skotvopnum eins og karlar en gera það síður. Konur geta stolið eins og karlar en gera minna af því. Konur geta kitlað bensín- pinnann eins og karlar en eru yfir- leitt varkárari í umferðinni en þeir. Konur geta framið kynferðisbrot en karlar gera meira af því. Jafnrétt- isumræðan mótast yfirleitt af því að það halli á konur en karlar eru svo sannarlega í meiri vanda þegar kemur að afbrotum.“ Eru konur þá hlýðnari en karlar? „Fræðimenn telja almennt að félags- mótun skýri muninn meira en líf- fræðilegir þættir þó enginn útiloki skýringar af því tagi. Félagslegir, sálrænir og menningarlegir þættir varpa skýru ljósi á hvers vegna karl- ar eru ráðandi í afbrotaheiminum. Gamlar hugmyndir um kynhlutverk eru lífseigar og konur læra að halda aftur af sér á meðan karlar fá meira leyfi til að rasa út en konur. Sjálfs- mynd kvenna tengist meira umönn- unar- og móðurhlutverki sem leiðir til þess að siðferðiskennd þeirra verður önnur en karla. Því má segja að konur séu meira yfirfélagsmót- aðar á meðan karlar eru vanfélags- mótaðir og þessi mikli munur birt- ist meðal annars í heimi afbrota. Viðbrögð við afbrotum kynjanna eru líka stundum ólík. Ef kona er dæmd í fangelsi eru áhyggjur stund- um áberandi varðandi tengsl henn- ar við börn sín en minna rætt um föðurskyldur karla sem lenda í fang- elsi. Á móti eru konur stundum for- dæmdar harðar af samfélaginu fyrir brot sín en karlar fyrir sömu brot.“ „Glæpsamlegt athæfi kvenna tengist yfirleitt minni háttar auðg- unarbrotum eins og hnupli og þjófnaði, skjalafalsi eða brotum án þolenda, eins og vændi eða fíkni- efnaneyslu. Karlar fremja alvarlegri brot og ofbeldisfyllri. Karlar eru gerendur í 90% manndrápa á Íslandi og drepa mestmegnis aðra karla. Flóknari efnahagsbrot eru svo yfir- ráðasvæði karla frekar en kvenna og ólíkur aðgangur kynjanna að þeim heimi skýrir muninn líka að talsverðu leyti.“ Konur virðast þá fremja brot sem skaða síður aðra en þær sjálfar? „Já, konur fremja miklu frekar of- beldisbrot gagnvart einhverjum sem þær þekkja vel og þær verða líka meira fyrir ofbeldi af hálfu þeirra sem þær þekkja og eru í til- finningasambandi við. Karlar bæði fremja og verða meira fyrir ofbeldi en konur og tengslin þarna á milli eru oft lítil. Karlar þurfa því að ótt- ast ofbeldi af hálfu ókunnugra mun meira en konur. Karlar kæra líka meira ofbeldi sem þeir verða fyrir meðan konur gera það síður, lík- legast vegna tengsla þar sem konur þekkja gerandann en karlar síður.“ Fræðimenn spáðu því á áttunda áratugnum að staða kynjanna í af- brotum yrði jöfn í kjölfar jafnrar stöðu kynjanna í samfélaginu. „Staða kynjanna í dag er langt frá því að vera jöfn. Hvort jöfnuð- ur milli kynjanna leiði til meiri af- brota kvenna er aftur á móti alls ekki sjálfgefið. Að jöfnuður milli kynjanna leiði til færri afbrota er mun líklegri niðurstaða. Væri það samt ekki draumasamfélag ef karl- ar myndu hegða sér eins og konur þegar kemur að afbrotum? Það yrði allavega lítil þörf fyrir fangelsi. En ef konur færu nú að hegða sér eins og karlar værum við þá ekki komin í villta vestrið? Stefnum við þá á draumasam- félag án fangelsa með auknu jafnrétti kynjanna? „Afbrotum hefur almennt verið að fækka á Vesturlöndum á síðustu árum, líka á Íslandi. Athyglisvert er að þegar við skoðum fækkunina eftir kyni þá er munurinn milli kynjanna að minnka. Yngri karlar fremja færri afbrot en áður meðan tíðni afbrota meðal kvenna hefur ekki minnkað að sama skapi. Hvers vegna? Karlar eru kannski farnir að hegða sér meira eins og konur. Umhverfi ungs fólks hefur líka mikið breyst á síðustu árum. Lífs- stílsbreytingar hafa skapað nýja afþreyingu eins og netið og tölv- ur, eitthvað sem ungmenni hafa ánægju af og heldur þeim upptekn- um. Eins eru foreldrar í miklu nán- ari tengslum við börnin sín en áður og lengur fram eftir aldri. Áður voru börnin eiginlega orðin fullorðin í fyrsta bekk menntó. Í raun eru börn og ungmenni almennt mun meira til fyrirmyndar í dag en þau voru fyrr á tíð. Við getum samt alltaf gert betur og við megum ekki gleyma foreldrum og börnum í vanda. Úr- eltum kynjahugmyndum verður líka að útrýma en skaðleg áhrif þeirra sjáum við til dæmis i hefndarklám- inu, „þær geta bara kennt sjálfum sér um“, og í netáreiti sem stúlkur verða oft fyrir.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is 10 fréttaviðtal Helgin 13.-15. mars 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.