Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 40

Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 40
40 crossfit Helgin 13.-15. mars 2015 Ný kynslóð af liðvernd www.regenovex.isFæst í apótekum Regenovex inniheldur samsetningu tveggja náttúrulegra efna sem draga úr sársauka og byggja upp liði Systurnar Birna Dís, Kristín Erla og Íris Ósk Ólafsdætur stunda allar Crossfit af kappi. Móðir þeirra, Sigríður Einarsdóttir, er einnig byrjuð að æfa í Crossfit Hafnar- firði, auk þess sem Sara Mist, dóttir Írisar, mætir á sérstakar krakkaæfingar. Mynd/ Hari. Þrír ættliðir stunda Crossfit af kappi V ið byrjuðum allar á sitt hverjum tíma og erum með mismunandi bakgrunn af íþróttaiðkun. Við systurnar próf- uðum hinar ýmsu íþróttir á okkar yngri árum en við vorum allar í fimleikum sem hefur reynst okkur mjög vel í Crossfit,“ segir Birna Dís. Íris kynntist Crossfit fyrst en það var vinkona hennar sem dró hana á grunnámskeið svo hún ákvað að slá til. „Ég byrjaði nokkrum mán- uðum síðar þar sem ég var komin með leið á að fara alltaf í ræktina og gera bara eitthvað,“ segir Birna Dís. Kristín varð svo fyrir smá pressu frá systrunum og lét undan og ákvað að byrja. En þar var ekki staðar numið. „Í byrjun árs náðum við systurnar að plata mömmu okkar til að byrja í Crossfit eftir margra mánaða tuð í okkur þar sem hún hélt að Cross- fit væri ekki fyrir sinn aldursflokk. Hún breytti þó fljótt um skoðun þegar hún byrjaði,“ segir Birna Dís. Þær mæðgur vissu ekki alveg út á hvað Crossfit gekk áður en þær byrjuðu en fannst greinin spenn- andi og ákváðu því að prófa. „Við sjáum sko ekki eftir því.“ Crossfit Kids fyrir 6-9 ára Crossfit æðið hefur einnig náð til yngstu fjölskyldumeðlimanna en Sara Mist, dóttir Írisar, byrjaði að æfa Crossfit fyrir tveimur árum, þá einungis 7 ára gömul. „Hún æfir reyndar ekki með okkur. Það eru sér- stakar æfingar fyrir börn og unglinga og æfir Sara Mist með Crossfit Kids tvisvar í viku og byrjaði hún árið 2013. Henni finnst æfingarnar skemmtileg- ar og þjálfarinn frábær,“ segir Íris. Félagsskapurinn og bætingar skipta máli Systurnar segja að félagsskapur- inn skipti miklu máli í Crossfit. „Æfingarnar eru einnig fjölbreytt- ar og skemmtilegar og það er fátt skemmtilegara en að bæta sig í æf- ingum og maður sér árangur mjög fljótt og getur fylgst marktækt með árangrinum,“ segir Birna Dís. En er Crossfit lífsstíll? „Já, það mætti segja það. Crossfit er svo miklu meira en bara að mæta á æfingu. Félagsskapurinn spilar mjög stór- an þátt í þessu öllu saman,“ segir Birna Dís. Bara pabbinn eftir Aðspurðar um ástæðu þess hvers vegna bara kvenleggur fjölskyld- unnar sé að æfa Crossfit segir Birna: „Það vill þannig til að það eru ekki margir karlmenn í fjölskyld- unni. Við erum að reyna að draga pabba með okkur í Crossfit en það gengur erfiðlega. Við vonumst til að það takist að lokum. Hann er nú samt duglegur að fara í fjallgöngur með mömmu.“ Yngri karlmeðlimir fjölskyldunnar hafa þó sýnt mikinn áhuga. „Sonur minn, sem er 5 ára og æfir fótbolta, getur ekki beðið eftir að byrja í Crossfit en Crossfit Kids er fyrir krakka á aldrinum 6-12 ára svo það styttist í að hann geti byrjað,“ segir Íris. Crossfit er fyrir alla Systurnar vilja að lokum benda á að það skiptir engu máli hvort fólk sé í góðu formi eða ekki, hversu gam- alt það er eða hvort það hafi verið í íþróttum áður. „Það geta allir byrjað í Crossfit og haft gaman af. Þess má geta að hver og einn aðlagar æfing- arnar eftir sinni getu. Fyrsta skref- ið er bara að þora að prófa og það mun koma þér á óvart hversu fljótt þú sérð árangur,“ segir Birna Dís. Allar frekari upplýsingar um Cross- fit Hafnarfirði má nálgast á heima- síðunni www.cfh.is og fyrirspurnir má senda á netfangið cfh@cfh.is. Næstu grunnnámskeið hefjast strax eftir páska. Unnið í samstarfi við Crossfit Hafnarfirði Systurnar Birna Dís, Kristín Erla og Íris Ósk Ólafsdætur stunda allar Crossfit hjá Crossfit Hafnar- firði. Nýlega tókst þeim að smita móður sína, Sigríði Einarsdóttur, af Crossfit bakteríunni, auk þess sem Sara Mist, dóttir Írisar, mætir á æfingar hjá Crossfit Kids á sömu stöð.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.