Fréttatíminn - 13.03.2015, Qupperneq 64
Í takt við tÍmann kristÍn Lea sigrÍðardóttir
Klæði mig eins
og eskimói
Kristín Lea Sigríðardóttir er 27
ára Suðurnesjamær sem býr
nú í Hafnarfirði með kærasta
og tveimur börnum. Kristín
Lea er útskrifuð leikkona úr
Kvikmyndaskólanum og vakti
mikla eftirtekt fyrir hlutverk
sitt í Vonarstræti í fyrra.
Staðalbúnaður
Ég er með frekar dömuleg-
an smekk en er mikið fyrir
þægindi. Ég spóka mig því
oftast í íþróttafötum og
svo er ég svo mikil kulda-
skræfa að ef það er kalt
úti þá klæði ég mig eins og
eskimói.
Hugbúnaður
Ég hef mikinn áhuga á bíó-
myndum og horfi mikið á
myndir. Lord of the Rings
serían er í uppáhaldi. Ég
Lj
ós
m
yn
d/
H
ar
i
horfi líka á sjónvarpsþætti, til dæmis
Game of Thrones og Breaking Bad.
Ég fer stundum á kaffihús til að
vinna. Þá fer ég oftast hér niður í
bæ í Hafnarfirði, á Pallett
eða Súfistann. Við
vinkonurnar hitt-
umst oftast heima
hjá einhverri og
höfum það kósí.
Ég stunda líkams-
rækt í Hress í
Hafnarfirði og fer
í fjallgöngur þegar
það er gott veður. Ég
elska líka að fara
út að ganga í alls
konar veðri –
það er eiginlega
best í brjáluðu
veðri.
Vélbúnaður
Ég er bara
Apple út í
gegn. Tölvan
er vinnu-
tækið, bæði til að skipuleggja mig og til
að skrifa handrit og klippa. Ég er frekar
„húkkt“ á þessum samfélagsmiðlum,
Facebook, Instagram og Twitter þó ég sé
nokkuð prívat þarna.
Aukabúnaður
Ég hef mjög einfaldan matarsmekk og
hef alltaf haft. Ég get alveg eldað ef ég
legg mig svakalega vel fram og eftir
að ég eignaðist börn fór að ég að vera
aðeins duglegri við það. Uppáhalds
skyndibitinn minn er Serrano með fullt
af ostasósu. Áhugamálin mín snúa aðal-
lega að því að skapa og búa eitthvað til.
Ég get gleymt mér tímunum saman við
að smíða eitthvað eða búa til myndir.
Svo elska ég að fara að veiða. Ég byrjaði
að veiða á flugu fyrir þremur árum og
hef gaman af, þetta er skemmtilegt fjöl-
skyldusport. Mér finnst rosa skemmti-
legt að ferðast um landið og við ætlum
að gera meira af því á næstu árum þegar
strákarnir eru orðnir aðeins eldri. Uppá-
halds staðurinn minn er Vík í Mýrdal.
Tengdafjölskylda mín er þaðan og við
förum oft þangað. Þar er mjög fallegt.
Uppþvottavélar
Helluborð
Ofnar
Háfar
Kæliskápar
Mán. - föst. kl. 10-18 · Laugardaga kl. 11-15
friform.is
Viftur
SANNKALLAÐ
PÁSKAVERÐ
Nú í AÐdRAgANdA PÁSKANNA höfum ViÐ ÁKVEÐiÐ
AÐ bjóÐA oKKAR ALbEStA VERÐ
Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500
AFSLÁTTUR
30%
AF ÖLLUM INNRÉTTINGUMTIL PÁSKA
VÖNDUÐ RAFTÆKI
Á VÆGU VERÐI
Glimrandi dómar í
erlendum blöðum
tónList muck með útgáfutónLeika Í kvöLd
Þungarokkssveitin Muck heldur
útgáfutónleika á Húrra í kvöld,
föstudagskvöld. Muck gáfu
nýverið út plötuna Your Joyous
Future og kom hún út um allan
heim þann 24. febrúar síðastliðinn.
Platan hefur fengið frábæra dóma
í erlendum blöðum að undanförnu,
þar á meðal í tímaritunum Kerrang
og Metal Hammer. Ási Þórðarson,
trommuleikari sveitarinnar, segir
tónleikahald á erlendri grundu
fyrirhugað í haust.
„Það er stefnan að fara til Banda-
ríkjanna og Evrópu í haust og það
er allt í vinnslu,“ segir Ási. „Við
höfum farið nokkrum sinnum út
og það hefur gengið mjög vel, við
erum að fá góð viðbrögð á þessa
plötu. Markmiðið er alltaf að kom-
ast á stærri markað og við stefnum
að því.“ Á tónleikunum á Húrra
koma einnig fram sveitirnar Pink
Street Boys og Oyama. „Þetta eru
svona uppáhaldssveitirnar okkar í
þessari senu og þetta verður bara
gott kvöld,“ segir Ási. Platan Your
Joyous Future fæst í öllum helstu
plötu- og bókabúðum landsins.
Húrra opnar klukkan 21 í kvöld
og er aðgangseyrir 2000 krónur.
-hf
64 dægurmál Helgin 13.-15. mars 2015