Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 66

Fréttatíminn - 13.03.2015, Blaðsíða 66
Valli sport hefur tekið að sér að skóla Maríu Ólafs og StopWaitGo- strákana í Eurovision- fræðunum. Hann verður fjölmiðlafulltrúi hópsins þegar þau fara til Vínar. Lilja Margrét Riedel syngur í óper- unni Sæmundi fróða sem frumsýnd verður í Iðnó á sunnudag. La Scala bíður. Ljósmynd/Hari  TónlisT María ólafs og félagar fruMsýna Myndband við unbroken Valli sport kominn í Eurovision-teymið Myndband við framlag okkar til Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, Unbroken, verður frumsýnt í dag, föstudag, í Laugarásbíói. Myndbandið var fram- leitt af kvikmyndafyrir- tækinu Iris, sem nokkrir ungir drengir í Versl- unarskólanum reka. Hluti myndbandsins við Unbroken var tekinn í Sementsverksmiðjunni á Akranesi og var um 8 gráðu frost inni í verk- smiðjunni. Valgeir Magnússon á Pipar, eða Valli sport eins flestir þekkja hann, hefur tekið að sér starf fjölmiðlafulltrúa hópsins og yfir-reddara. Valli er reynslubolti mikill þegar kemur að Eurovision og hefur undanfarin ár verið viðriðinn sigurat- riðin og fylgt þeim eftir í lokakeppnina. Hann er því hvalreki fyrir hópinn sem býr ekki yfir mikilli reynslu af þessari keppni. Í vikunni bárust þær fréttir að dansararnir sem voru með í undan- keppninni fara ekki með til Vínar og ekki hefur endanleg ákvörðun verið tekin um hvort eða hver muni bætast við hópinn. Leyfilegt er að hafa sex manns á sviðinu svo það eru tvö laus pláss í hópnum. -hf 66 dægurmál Helgin 13.-15. mars 2015  TónlisT upprennandi söngkona í nýrri íslenskri óperu Metropolitan og La Scala bíða Lilja Margrét Riedel er ung og upprenn- andi söngkona og á sunnudaginn tekur hún þátt í uppfærslu á nýrri íslenskri óperu sem frumsýnd verður í Iðnó. Hún er að klára framhalds- próf í söng og var harðákveðin í því að leggja sönginn fyrir sig eftir að hafa lagt stund á nátt- úrufræði í mennta- skóla og prófað myndlistarnám. Hún á þýskan föður og kláraði nýlega BA próf í þýsku frá Há- skóla Íslands. ó peran Sæ-mundur fróði eftir Þórunni Guðmundsdóttur, sem einnig leikstýrir verður frumsýnd á sunnudaginn í Iðnó og er uppfærslan sam- vinnuverkefni leik- félagsins Hugleiks og Tónlistarskólans í Reykjavík. Lilja Mar- grét Riedel fer með eitt aðalhlutverkanna og segir frábært tækifæri að taka þátt í uppfærslu á verki sem ekki hefur verið flutt áður. „Það er búið að ganga alveg rosalega vel og óperan er mjög skemmtileg,“ segir Lilja Margrét. „Hún er mjög aðgengi- leg, mundi ég segja, og býður upp á mörg stílbrot.“ Lilja Margrét lýkur framhaldsprófi í söng í vor en segist ætla að bíða aðeins með að fara út og freista gæfunnar. „Kennarinn minn, hún Alina Dubik, er svo frábær að ég tími ekki að fara frá henni alveg strax,“ segir Lilja Mar- grét sem skellti sér í sönginn eftir að hafa farið í myndlist eftir menntaskóla. „Ég var á náttúrufræðibraut í Fjölbrautaskólanum á Snæfellsnesi og skellti mér í fornám í myndlist eftir stúdentspróf. Það er bara svo mikill lífskraftur sem felst í því að syngja og standa á sviði að ég mig langaði að gera það,“ segir Lilja Margrét sem bjó sín unglingsár í Stykkishólmi. Lilja Margrét ætlar að elta draum- inn til útlanda þegar hún er tilbúin. „Já, já ekki spurning,“ segir hún. „La Scala og Metropolitan bíða. Ef draumarnir hræða mann ekki þá eru þeir ekki nógu stórir.“ Lilja Margrét verður 24 ára þann 20. apríl og ætlar að halda tónleika af því til- efni í Laugarnes- kirkju. Nánari upplýs- ingar um óperuna Sæmund fróða má finna á Miði.is. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Kennarinn minn, hún Al- ina Dubik, er svo frábær að ég tími ekki að fara frá henni alveg strax. – N Ú Á T I L B O Ð I – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR Eins og kom fram í viðtali Fréttatímans við Sölku Sól í síðustu viku, hættir hún sem einn þriggja umsjónarmanna Popplandsins á Rás 2 í apríl. Ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort þátturinn verði bara í umsjá Óla Palla og Matta eins og áður, eða það muni bætast við þriðji umsjónar- maðurinn. RÚV hefur ekki auglýst stöðuna en heyrst hefur að fjöllistakonan Margrét Erla Maack sé áhugasöm um starfið. Mar- grét starfaði á Rás 2 fyrir nokkrum árum og er því öllum hnútum kunnug innan Efstaleitisins. Ný bók frá Villa í vor Bókaútgáfa hefur verið óvenju blómleg þessa fyrstu mánuði ársins. Venju samkvæmt eru spennusögur í kilju fyrirferðarmiklar í útgáfunni en inni á milli eru nýjar íslenskar bækur. Með vorinu er til að mynda von á nýrri bók frá Vilhelm Antoni Jónssyni, eða Vísinda-Villa eins og hann er kallaður eftir að hafa gefið út tvær vinsælar bækur um vísindi fyrir krakka. Nýja bókin er um skutlugerð og er hugsuð fyrir börn og unglinga en mikið æði gengur nú yfir í gerð ýmissa tegunda skutla. Unnur Ösp leikstýrir Mamma Mia Borgarleikhúsið ætlar að halda áfram að setja á svið stykki sem fylla leikhúsið. Næsta vetur er fyrir- hugað að setja upp söngleikinn Mamma Mia sem sýndur hefur verið í mörg ár, bæði í London og New York. Heyrst hefur að leikkonan Unnur Ösp Stefánsdóttir muni leikstýra þessum söngleik sem mun líklega taka við af metsölusýningunni Billy Elliot, en ekki er séð fyrir endann á því hvenær hún fer af stóra sviðinu. Heiða í þætti á BBC Leikkonan Heiða Rún Sigurðardóttir fer með hlutverk í sjónvarpsþáttunum Poldark sem nú eru sýndir á BBC1 í Bretlandi. Mikið hefur verið fjallað um þættina í breskum fjölmiðlum en leikurum hefur meðal annars verið legið á hálsi að tala ekki með réttum hreim. Sagan gerist í Cornwall og hreimurinn þar um slóðir er afar sérstakur. Í breskum miðlum kemur fram að ein- hverjir leikaranna hafi fremur kosið að tala skýrt en að reyna að ná hreimnum. Við Íslendingar þurfum enn að bíða eftir að fá að sjá Heiðu okkar í þáttunum því engin sjónvarpsstöð hefur auglýst sýningar á þeim. Einhver bið verður því á að við getum dæmt um Cornwall-hreim Heiðu. Nýtt andlit í Popplandinu?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.