Fréttatíminn


Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 77

Fréttatíminn - 13.03.2015, Page 77
tískaHelgin 13.-15 mars 2015 9 Lipurtá býður upp á alla almenna snyrtistofuþjónustu ásamt fótaaðgerðum, nuddi og tattoo. Stofan var stofnuð 1987 og við höfum sérhæft okkur í varanlegri förðun - tattoo í 17 ár. Microblading tattoo er aðferð sem er nýjasta tæknin í varanlegri förðun á augabrúnir og felst í því að gera örfínar hárlínur á milli ekta háranna í augabrúnum til að móta og gera augabrúnirnar þykkari eða í stað hára sem ekki eru til staðar. Hægt er að velja um marga liti og mismunandi lag á brúnum. Einnig er hægt að fá Microblading tattoo yr eldra tattoo sem er orðið upplitað. Hrund og Þórhalla snyrtifræðimeistarar á Lipurtá sjá um þessa nýju tækni og hefur Þórhalla einnig kennsluréttindi frá Kennaraháskóla Íslands. Lipurtá fótaaðgerða • nudd og snyrtistofa • Staðarbergi 2-4, Hafnarrði sími 565-3331 • www.lipurta.is www.lipurta.is V ið höfum unnið við varan-lega förðun í 17 ár en nú hefur sérstök nýjung bæst við í þeirri grein,“ segja þær Hrund Rafnsdóttir og Þórhalla Ágústsdótt- ir snyrtifræðimeistarar hjá Lipurtá snyrtistofu í Hafnarfirði. Aðferðin kallast Microblading Tattoo og hef- ur hún í för með sér algjöra byltingu þegar kemur að augabrúnum. „Í gegnum árin höfum við alltaf notað rafmagnstæki eins venjan er með tattú, en þetta er órafmögnuð aðferð þar sem notast er við lítið handstykki sem sett er í nál með 14 örfínum nál- aroddum. Aðferðin felst í því að gera örfínar hárlínur á milli ekta háranna í augabrúnum til að móta og gera augabrúnirnar þykkari eða í stað hára sem ekki eru til staðar. „Með Microblading aðferðinni erum við að ná fram miklu nákvæmari hárlínum og þar af leiðandi eðlilegri útkomu. Við höfum betra vald á því sem verið er að gera og munurinn er mjög sýni- legur,“ bætir Hrund við. Tækni upprunin í Serbíu Maðurinn á bak við þessa sérstöku aðferð er Branko Babic frá Serbíu og er hann talinn einn af fremstu sérfræðingum á sviði Microblading í heiminum í dag. „Við ákváðum í kjölfarið að drífa okkur til Belgrad í Serbíu og læra þetta sérstaka hand- verk sem hann er að kenna. Við fór- um fyrst í október 2014 og sátum einkanámskeið hjá Babic í Micro- blading Academy og svo fórum við aftur núna í janúar og kláruðum þá Masterclass námskeið hjá honum í sömu aðferð,“ segir Þórhalla. Nám- ið er mjög faglegt en skírteini fæst ekki fyrr en viðkomandi hefur sýnt fram færni sína með myndum sem sýna að fullri kunnáttu hafi verið náð. Þórhalla og Hrund hafa báðar hlotið slíkt skírteini. Sérhannað mælitæki og app „Það sem gerir þessa aðferð sér- staka er að Branko Babic hefur hannað mælitæki sem gerir okkur kleift að mæla upp brúnirnar ná- kvæmlega út frá augum, munni og nefi hjá hverjum einstaklingi og vinnum við með allar mælingar fyrir augabrúnirnar og andlitsfall í gegnum myndavél með sérstöku appi sem er eingöngu til notkunar hjá þeim sem hafa útskrifast hjá Branko Babic Microblading Aka- demy,“ segir Þórhalla. Einstök meðferð Þessa sérstöku meðferð er ein- göngu hægt að fá hjá þeim Þórhöllu og Hrund á Lipurtá snyrtistofu í Staðarberginu í Hafnarfirði. Þær starfa þó reglulega á Snyrtistof- unni Öldu á Egilsstöðum og Abaco heilsulind á Akureyri með þessa aðferð. Lipurtá er einnig viður- kenndur meðferðaraðili hjá Sjúkra- tryggingum Íslands en stofnunin tekur þátt í að niðurgreiða þessa meðferð fyrir krabbameinssjúk- linga. „Rétt er að geta þess að hægt er að fá Microblading tattoo á nokkrum stofum hérlendis en við erum þær einu sem höfum þessa sérstöku aðferð og erum lærðar frá Branko Babic Microblading Aca- demy,“ bæta þær við. Þórhalla og Hrund hafa nú stofnað sitt eigið HH Microblading Academy og deila nú þekkingu sinni með þeim snyrtifræðingum sem áhuga hafa á að læra þessa einstöku aðferð og hefur Þórhalla einnig fagkennslu- réttindi frá Kennaraháskóla Ís- lands. Unnið í samstarfi við Lipurtá Tattú á augabrúnir með nýrri tækni Snyrtistofan Lipurtá býður upp á tattú á augabrúnir með svokallaðri Microblading tækni Hrund Rafnsdóttir, snyrtifræðimeistari og Þórhalla Ágústsdóttir, snyrtifræðimeistari og eigandi Lipurtá hafa báðar sérhæft sig í Micro- blading tattú tækni á augabrúnum, en aðferðina lærðu þær í Serbíu. Mynd / Hari.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.