Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Side 14

Fréttatíminn - 17.04.2015, Side 14
Í Í huga okkar eru Spánn, Ítalía og Frakk- land meðal helstu ferðamannalanda, fjöl- menn lönd sem laða árlega að sér milljónir ferðamanna. Miðað við aukinn áhuga er- lendra ferðamanna síðustu ár á Íslandi er óhætt að setja það í hóp ferðamannalanda. Stöðugt aukinn straumur ferðamanna kemur hingað ár hvert og árið í ár er engin undantekning. Nýjar tölur Hagstofunnar sýna að gistinóttum á hótel- um fjölgaði um 21% í febrúar miðað við metárið í fyrra. Gistinætur erlendra gesta voru 87% af heildarf jölda gistinátta í mánuðinum. Athyglisvert er í þessu sambandi að skoða hlut- fall erlendra ferðamanna af heildar íbúafjölda. Miðað við fjölda ferðamanna og meðal dvalartíma jafngildir það því að hér séu um 26 þúsund er- lendir ferðamenn á hverjum degi allt árið. Þetta hlutfall hefur, að því er fram kemur í nýrri skýrslu Greiningar Íslandsbanka um íslenska ferðaþjónustu, verið notað sem vís- bending um það hversu stór ferðamanna- þjónusta er í hinum ýmsu löndum. Í fjöl- mennu ferðamannalöndunum sem nefnd voru er þetta hlutfall 2,2% á Spáni, 2% í Frakklandi og 1,3% á Ítalíu. Hlutfallið á Ís- landi er 7,2%. Vegna árstíðarsveiflu í fjölda ferðamanna er hlutfallið mun hærra yfir sumarmánuðina en í skýrslunni er áætlað að í sumar verði ferðamenn að meðaltali ríflega 16% þeirra sem eru hér á landi. Ísland er í sjöunda sæti ríkja þegar borið er saman hlutfall heimamanna og erlendra gesta, á milli Mónakó og Möltu. Efst á þeim lista tróna smáríkin Vatíkanið og Andorra. Bahamaeyjar eru í fimmta sæti. Af smærri ríkjum má nefna að hlutfallið er 4% í Eist- landi, 3,8% í Austurríki, 3,7% á Írlandi og 2,5% í Danmörku. Af þessu hlutfalli má ráða hve miklu ferðaþjónustan skiptir okkur. Breyting- arnar hafa verið hraðar. Árið 2009 aflaði ferðaþjónustan 19,8% gjaldeyristekna af út- flutningi vöru og þjónustu. Árið 2012 var þetta hlutfall komið í 23,8% og í ár áætlar Greining Íslandsbanka að hlutfallið verði 28,9%. Sá mikli vöxtur sem verið hefur í ferða- þjónustunni síðustu ár skýrir stóran hluta af þeim hagvexti sem mælst hefur síðan hagkerfið fór að taka við sér árið 2010. Greiningin áætlar að þriðjung hagvaxtar- ins á þessum tíma, að minnsta kosti, megi rekja til ferðaþjónustunnar. Þessi atvinnu- grein hefur því átt drjúgan þátt í endur- reisninni. Í skýrslunni kemur fram að í heild hafi störfum í hagkerfinu fjölgað um 10.300 á tímabilinu en af þeim má rekja um 45% til ferðaþjónustunnar, eða um 4.600 störf. Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur því átt ríkan þátt í að ná niður atvinnuleysi sem jókst mjög í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Því er spáð að fjöldi ferðamanna á yfir- standandi ári, í gegnum Leifsstöð, verði um 1.191 þúsund, sem er aukning um tæplega 23% á milli ára, en að heildarfjöldi ferða- manna á árinu verði um 1.350 þúsund, eða rúmlega fjórfaldur fólksfjöldi. Fátítt er að hlutfall ferðamanna í samanburði við íbúa- fjölda sé svo hátt. Vitaskuld reynir á við svo öra fjölgun ferðamanna. Velgengni á þessu sviði fylgja óhjákvæmilega vaxtarverkir. Okkur veitir ekki af tekjunum sem greinin skapar en um leið verður að gæta að þoli vinsælustu ferðamannastaða. Ólíklegt er að umdeilt frumvarp ferðamálaráðherra um náttúru- passa nái fram að ganga en aðgerðir þola ekki bið. Ráðherrann hefur sagt að þá verði gripið til „plans-B“, sem þýðir væntanlega að fjármunir úr ríkissjóði fari til fram- kvæmda og viðhalds. Ferðamönnum verður að beina á göngustíga svo þeir traðki ekki niður viðkvæm svæði og salernisaðstaða verður að vera boðleg. Þá þarf að benda gestum okkar á að fleira er matur en feitt kjöt, fleiri staði er fýsilegt að heimsækja en Þingvelli, Gullfoss og Geysi, auk Mývatns og nágrennis, svo nefndir séu ásetnustu ferðamannastaðirnir, sem að óbreyttu eru komnir að þolmörkum. Ferðamannalandið Ísland Óhjákvæmilegir vaxtarverkir Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is LóABORATORÍUM LóA hjáLMTýsdóTTiR Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjóri: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Auglýsingastjóri og stjórnarformaður: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Framkvæmdastjóri: Teitur Jónasson teitur@ frettatiminn.is. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Síðumúla 21 S: 537-5101 snuran.is Keramik frá Finnsdottir verð frá 8.200 kr. Cubebot vélmenni - 1.690 kr. og 2.900 kr. Fuss púðar verð frá 12.990 kr. OYOY Living Design - rúmteppi 31.900 kr. 14 viðhorf Helgin 17.-19. apríl 2015

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.