Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Side 30

Fréttatíminn - 17.04.2015, Side 30
ErlEndar skyndibitakEðjur á Íslandi Þær sEm Eru horfnar á braut Þ að leggst auðvitað mjög vel í mig að amerísk keðja ætli að opna hér á landi enda hafa þær frekar verið að fara en koma síðustu árin. Það er mikill söknuður að öllum þessum banda- rísku keðjum sem hafa ekki séð sér vært á íslenskum markaði og kvatt okkur hinnar hinstu kveðju á undanförnum árum,“ segir Kjartan Guðmundsson, útvarpsmaður og fagurkeri. Kjartan er mikill áhugamaður um skyndibitafæði og vel að sér í þeim fræðum. Hann fagnar tíðindum vik- unnar um að Dunkin Donuts ætli sér að opna 16 staði á Íslandi. „Auðvitað fagna ég þessu þó ég hefði fremur kosið aðrar keðjur, svo sem Fatburger eða In’n’Out. En það er kannski bara í villtustu draumum mínum. Ég smakkaði Dunkin Do- nuts í Barcelona og varð fyrir dá- litlum vonbrigðum. Þetta er náttúr- lega þekkt vörumerki, stofnun eins og Alþingi eða Legoland, því þegar maður heyrir um kleinuhringi í bíó- myndunum heyrir maður um Dunk- in Donuts. En þessi fyrsta upplifun mín, að þetta væru bara venjulegir kleinuhringir, varð til þess að þegar ég fór fyrst til Bandaríkjanna fór ég frekar á Krispy Kreme sem er tölu- vert betri,“ segir Kjartan. Saga erlendra skyndibitakeðja á Íslandi er ekki samfelld sigursaga. Best hefur gengið hjá KFC, Dom- inos og Subway en stór nöfn á borð við McDonalds og Burger King hafa þurft frá að hverfa. „KFC er konungur amer- íska skyndibitans á Íslandi. Hann kom fyrstur og er enn stór. KFC er orðinn eins og annarar kynslóðar Íslending- ur. Dominos byggði veldið væntanlega upp á hálftíma- reglunni, þegar þú fékkst pítsuna fría ef hún kom ekki innan hálftíma heim til þín. Ætli það megi ekki segja að Dominos sé svona Toyota skyndibitans, tákn um gæði; fínir bílar sem bila sjaldan,“ segir Kjartan. Þessi kraftmikla innkoma Dunkin Donuts, 16 staðir á fimm árum, er að mati Kjart- ans athyglisverð. „Það sýnir hvers- lags veldi þetta er. En ég hef smá vara á mér. Ef þetta á að vera í versl- unum 10/11 þá grunar mig að þetta verði meira eins og sjálfsali. Manni getur varla liðið eins og amerískri löggu ef maður þarf að fara í sjálf- sala og velja sér kleinuhring. Ég hefði frekar viljað sjá meiri sjarma, eins og maður væri í NYPD Blue eða Hillstreet Blues.“ Hvaðan kemur þessi ógur- legi áhugi þinn á skyndibita? „Mér fannst langt fram eftir aldri hreinlega ekki gott að borða, ég bara greip eitthvað til að halda mér gangandi. Upp úr tvítugu f lutti ég til Danmerkur í nám og þar kynntist ég ke- bab-menningu þeirra Dana sem er ein sú besta í heimi, vil ég meina. Í kjölfarið fór ég að njóta skyndibita á borð við McDonalds og Burger King. Það sem gerði held ég útslagið var mæjónesið frá Kraft sem er besta mæjónes í heimi. Það að hella 2-3 bréfum af því á Whopperinn leiddi mig inn í undraheim skyndibitans og ég heill- aðist fyrir lífstíð.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Kentucky Fried Chicken Fyrsta alþjóðlega skyndibita- keðjan á Íslandi. Hefur náð góðri stöðu og nú eru reknir átta KFC- staðir hér á landi. Domino’s Langvinsælasti pítsastaður á Íslandi. Meðal annars í eigu líf- eyrissjóðanna. Subway Ein stærsta keðjan hér á landi sem selur sívinsælar samlokur. Pizza Hut Nýlega kominn í eigu sömu aðila og eiga KFC. Var áður rekinn á nokkrum stöðum en er nú bara í Smáralind. Stefnt er því að opna fleiri í framtíðinni. Quiznos Samlokustaður sem var opnaður upp úr aldamótum. Er enn rekinn á Olís-stöðvum. Taco Bell Systurstaður KFC hér á landi. TGI Friday’s Fjölskylduveitingastaður í Smáralind. Ruby Tuesday Bandarískur fjölskylduveitinga- staður sem virðist alltaf eiga fastan kúnnahóp. McDonalds Kom inn með miklum látum árið 1993 og forsætisráðherra gúff- aði í sig fyrsta Big Mac-inum. Var lokað árið 2009. Burger King Kóngurinn kom og kóngurinn fór. Náði aldrei því flugi sem búast hefði mátt við og var lokað í árslok 2008. Little Caesar’s Fínar pítsur sem nutu vinsælda um skeið. Popeyes Kjúklingastaður sem var bæði í Kringlunni og við Smáratorg. Suðurríkja-meðlætið féll ekki að smekk Íslendinga. Wendy’s Var rekinn um árabil á her- stöðinni á Keflavíkurflugvelli. Papa John’s Var opnaður árið 2000 og seldi amerískar pítsur. Jacket Potatoes Var opnaður árið 1994 í Skeifunni en varð ekki langlífur. Seldi bakaðar kartöflur með átta tegundum af fyllingum. Dairy Queen Vinsælar ísbúðir sem reknar voru um áratugaskeið í Reykja- vík. Bandaríska skyndibitakeðjan Dunkin Donuts hyggst opna 16 staði hér á landi á næstu fimm árum. Þetta er gert í samstarfi við 10/11-verslanirnar. Fjölmargar erlendar skyndibitakeðjur hafa reynt fyrir sér á íslenskum markaði en engin hefur komið inn með sömu látum og kleinuhringjakeðjan. Sérfræðingur á þessu sviði fagnar komu Dunkin Donuts hingað en hefði heldur kosið aðrar keðjur. Sorgir og sigrar erlendra skyndibitakeðja á Íslandi Kjartan Guð- mundsson útvarpsmaður kynntist undra- heimi skyndi- bitans í gegnum danskt mæjónes. 30 skyndibiti Helgin 17.-19. apríl 2015 www.sgs.is SAMEINUÐ BERJUMST VIÐ! KJÓSTU JÁ

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.