Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Qupperneq 30

Fréttatíminn - 17.04.2015, Qupperneq 30
ErlEndar skyndibitakEðjur á Íslandi Þær sEm Eru horfnar á braut Þ að leggst auðvitað mjög vel í mig að amerísk keðja ætli að opna hér á landi enda hafa þær frekar verið að fara en koma síðustu árin. Það er mikill söknuður að öllum þessum banda- rísku keðjum sem hafa ekki séð sér vært á íslenskum markaði og kvatt okkur hinnar hinstu kveðju á undanförnum árum,“ segir Kjartan Guðmundsson, útvarpsmaður og fagurkeri. Kjartan er mikill áhugamaður um skyndibitafæði og vel að sér í þeim fræðum. Hann fagnar tíðindum vik- unnar um að Dunkin Donuts ætli sér að opna 16 staði á Íslandi. „Auðvitað fagna ég þessu þó ég hefði fremur kosið aðrar keðjur, svo sem Fatburger eða In’n’Out. En það er kannski bara í villtustu draumum mínum. Ég smakkaði Dunkin Do- nuts í Barcelona og varð fyrir dá- litlum vonbrigðum. Þetta er náttúr- lega þekkt vörumerki, stofnun eins og Alþingi eða Legoland, því þegar maður heyrir um kleinuhringi í bíó- myndunum heyrir maður um Dunk- in Donuts. En þessi fyrsta upplifun mín, að þetta væru bara venjulegir kleinuhringir, varð til þess að þegar ég fór fyrst til Bandaríkjanna fór ég frekar á Krispy Kreme sem er tölu- vert betri,“ segir Kjartan. Saga erlendra skyndibitakeðja á Íslandi er ekki samfelld sigursaga. Best hefur gengið hjá KFC, Dom- inos og Subway en stór nöfn á borð við McDonalds og Burger King hafa þurft frá að hverfa. „KFC er konungur amer- íska skyndibitans á Íslandi. Hann kom fyrstur og er enn stór. KFC er orðinn eins og annarar kynslóðar Íslending- ur. Dominos byggði veldið væntanlega upp á hálftíma- reglunni, þegar þú fékkst pítsuna fría ef hún kom ekki innan hálftíma heim til þín. Ætli það megi ekki segja að Dominos sé svona Toyota skyndibitans, tákn um gæði; fínir bílar sem bila sjaldan,“ segir Kjartan. Þessi kraftmikla innkoma Dunkin Donuts, 16 staðir á fimm árum, er að mati Kjart- ans athyglisverð. „Það sýnir hvers- lags veldi þetta er. En ég hef smá vara á mér. Ef þetta á að vera í versl- unum 10/11 þá grunar mig að þetta verði meira eins og sjálfsali. Manni getur varla liðið eins og amerískri löggu ef maður þarf að fara í sjálf- sala og velja sér kleinuhring. Ég hefði frekar viljað sjá meiri sjarma, eins og maður væri í NYPD Blue eða Hillstreet Blues.“ Hvaðan kemur þessi ógur- legi áhugi þinn á skyndibita? „Mér fannst langt fram eftir aldri hreinlega ekki gott að borða, ég bara greip eitthvað til að halda mér gangandi. Upp úr tvítugu f lutti ég til Danmerkur í nám og þar kynntist ég ke- bab-menningu þeirra Dana sem er ein sú besta í heimi, vil ég meina. Í kjölfarið fór ég að njóta skyndibita á borð við McDonalds og Burger King. Það sem gerði held ég útslagið var mæjónesið frá Kraft sem er besta mæjónes í heimi. Það að hella 2-3 bréfum af því á Whopperinn leiddi mig inn í undraheim skyndibitans og ég heill- aðist fyrir lífstíð.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Kentucky Fried Chicken Fyrsta alþjóðlega skyndibita- keðjan á Íslandi. Hefur náð góðri stöðu og nú eru reknir átta KFC- staðir hér á landi. Domino’s Langvinsælasti pítsastaður á Íslandi. Meðal annars í eigu líf- eyrissjóðanna. Subway Ein stærsta keðjan hér á landi sem selur sívinsælar samlokur. Pizza Hut Nýlega kominn í eigu sömu aðila og eiga KFC. Var áður rekinn á nokkrum stöðum en er nú bara í Smáralind. Stefnt er því að opna fleiri í framtíðinni. Quiznos Samlokustaður sem var opnaður upp úr aldamótum. Er enn rekinn á Olís-stöðvum. Taco Bell Systurstaður KFC hér á landi. TGI Friday’s Fjölskylduveitingastaður í Smáralind. Ruby Tuesday Bandarískur fjölskylduveitinga- staður sem virðist alltaf eiga fastan kúnnahóp. McDonalds Kom inn með miklum látum árið 1993 og forsætisráðherra gúff- aði í sig fyrsta Big Mac-inum. Var lokað árið 2009. Burger King Kóngurinn kom og kóngurinn fór. Náði aldrei því flugi sem búast hefði mátt við og var lokað í árslok 2008. Little Caesar’s Fínar pítsur sem nutu vinsælda um skeið. Popeyes Kjúklingastaður sem var bæði í Kringlunni og við Smáratorg. Suðurríkja-meðlætið féll ekki að smekk Íslendinga. Wendy’s Var rekinn um árabil á her- stöðinni á Keflavíkurflugvelli. Papa John’s Var opnaður árið 2000 og seldi amerískar pítsur. Jacket Potatoes Var opnaður árið 1994 í Skeifunni en varð ekki langlífur. Seldi bakaðar kartöflur með átta tegundum af fyllingum. Dairy Queen Vinsælar ísbúðir sem reknar voru um áratugaskeið í Reykja- vík. Bandaríska skyndibitakeðjan Dunkin Donuts hyggst opna 16 staði hér á landi á næstu fimm árum. Þetta er gert í samstarfi við 10/11-verslanirnar. Fjölmargar erlendar skyndibitakeðjur hafa reynt fyrir sér á íslenskum markaði en engin hefur komið inn með sömu látum og kleinuhringjakeðjan. Sérfræðingur á þessu sviði fagnar komu Dunkin Donuts hingað en hefði heldur kosið aðrar keðjur. Sorgir og sigrar erlendra skyndibitakeðja á Íslandi Kjartan Guð- mundsson útvarpsmaður kynntist undra- heimi skyndi- bitans í gegnum danskt mæjónes. 30 skyndibiti Helgin 17.-19. apríl 2015 www.sgs.is SAMEINUÐ BERJUMST VIÐ! KJÓSTU JÁ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.