Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Side 57

Fréttatíminn - 17.04.2015, Side 57
Ég sogast alltaf inn í sjónvarpsheiminn þegar myndefni frá heimstyrjöldinni seinni, eða númer tvö eins og allir aðrir en Íslendingar kalla þessa klikkuðu tíma, rúllar yfir skjáinn. Á RÚV á miðvikudaginn var sýndur þáttur, Helförin með augum Hitchcock. Þáttur um gerð heimildarmyndar sem setti ljós á stríðsglæpina sem Þjóðverjar frömdu í útrýmingarbúðunum og frelsun eftirlifenda. Þessi heimildarmynd var hins vegar aldrei kláruð. Aðallega vegna þess að stríðinu lauk rétt í þann mund sem leggja átti lokahönd á verkið og þá þóttu Bandamönnum, og þá Bretum sérstaklega, óþægilegt og óþarfi að núa Þjóðverjum upp úr fortíðinni og vildu einbeita sér að uppbyggingu. Því varð úr að öllu sem tengdist þessari mynd var pakkað vandlega niður í kassa og sett í geymslu. Áratugum seinna fundust svo filmurnar og nákvæm handrit um hvernig planið var að klára myndina. Þátturinn var ljómandi enda myndefnið þannig að það var ein- faldlega ekki hægt annað en að sökkva inn í þessa klikkun sem útrýmingarbúðirnar voru. En alltaf þegar ég sé meðferð Þjóðverjanna á gyðingunum get ég ekki annað en hugsað til þeirra í dag. Hvernig taflið hefur snúist við. Því nú eru það gyðing- arnir sem pína Palestínumenn að gaddavírsgirð- ingum og reisa múra á landi sem tekið var ófrjálsri hendi. Það er í raun alveg með ólíkindum að þeir sjái þetta ekki sjálfir, gyðingarnir. Kannski þarf önnur sextíu ár til þess. Því alveg eins og Þjóðverj- arnir sem bjuggu í nágrenni við útrýmingar-og fangabúðirnar – og nýttu jafnvel margir sem ódýrt vinnuafl, sögðu lítið og gerðu minna. Horfum við hin nú þegjandi á ofbeldið. Við getum þó því miður ekki skýlt okkur bak við það að heimildarmyndinni hafi verið pakkað ofan í kassa. Hún er nefnilega í beinni. Haraldur Jónasson 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun STÖÐ 2 07:00 Barnatími Stöðvar 2 12:00 Nágrannar 13:45 Krækiberjablús 14:40 Fókus (9/12) 15:10 Margra barna mæður (7/7) 15:40 Matargleði Evu (5/12) 16:05 ET Weekend (31/53) 16:50 60 mínútur (28/53) 17:35 Eyjan (30/35) 18:30 Fréttir Stöðvar 2 18:55 Sportpakkinn (86/100) 19:10 Sjálfstætt fólk (22/25) 19:45 Hið blómlega bú 3 (1/8) Á 20:15 Britain’s Got Talent (1/18) 21:20 Mad Men (9/14) 22:10 Better Call Saul (5/10) 23:00 60 mínútur (29/53) 23:45 Eyjan (30/35) 00:30 Brestir (3/5) Önnur þáttarröð þessa fréttaskýringa- þáttar sem rýnir í bresti sam- félagsins. Forvitnir þáttastjórn- endur gægjast undir yfirborðið og fylgjast með því sem fram fer fyrir luktum dyrum. 01:00 Game Of Thrones (2/10) 01:55 Vice (5/14) 02:25 Daily Show: Global Edition 02:50 Transparent (10/10) 03:15 Backstrom (5/13) 04:00 One Fine Day 05:45 Fréttir 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:00 Barein 09:25 Barcelona - Valencia 11:10 Real Madrid - Malaga 12:55 Centers of the Universe 13:20 FA Cup - Preview Show 2015 13:50 Aston Villa - Liverpool Beint 16:00 Reading - Arsenal 17:40 Evrópudeildarmörkin 18:30 Meistaradeild Evrópu 19:00 Moto GP - Ástralía Beint 20:00 Formúla 1 2015 - Barein Beint 22:20 Aston Villa - Liverpool 00:00 Haukar - Keflavík 4 5 6 allt fyrir áskrifendur fréttir, fræðsla, sport og skemmtun 08:30 Premier League World 2014/ 09:00 Crystal Palace - WBA 10:40 Leicester - Swansea 12:20 Man. City - West Ham Beint 14:50 Newcastle - Tottenham Beint 17:00 Man. City - West Ham 18:40 Newcastle - Tottenham 20:20 Chelsea - Man. Utd. 22:00 Stoke - Southampton 23:40 Everton - Burnley SkjárSport 09:15 Augsburg - Stuttgart 11:05/21:05 Hoffenheim - B. München 12:55 Bundesliga Preview Show 13:25/17:25 W. Bremen - Hamburger 15:25/19:15 Wolfsburg - Schalke 19. apríl sjónvarp 57Helgin 17.-19. apríl 2015  Í sjónvarpinu Helförin á rÚv Hvað á að gera við gyðingana? Mánudagur 17. ágúst 2015 Eldborgarsal Hörpu Miðasala hefst á morgun kl 10:00 Harpa.is - midi.is og í síma 528 50 50 Patti Smith ásamt hljómsveit flytja Horses Horses 1975-2015 Tónleikur kynnir

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.