Fréttatíminn


Fréttatíminn - 17.04.2015, Page 60

Fréttatíminn - 17.04.2015, Page 60
Hafnfirðingar kveðja veturinn og bjóða fólki heim til sín í tónleika- veislu síðasta vetrardag, næstkom- andi miðvikudag, 22. apríl. Tónlistarhátíðin HEIMA verður haldin í annað sinn, síðasta vetr- ardag, og markar upphaf Bjartra daga í Hafnarfirði. Markmiðið er að kveðja þennan grimma vetur, fagna komandi sumri, hafa gaman af líf- inu, njóta samvista og heimsækja hvert annað. Hugmyndin að tónlistarhátíðinni HEIMA er fengin frá Færeyjum og byggist hún á því að stuttir tónleikar eru haldnir í heimahúsum miðsvæð- is í bæ eins og Hafnarfirði. Miðan- um, sem fólk kaupir á www.midi.is, er skipt út fyrir armband á tónleika- dag og síðan er rölt af stað. Vel er mögulegt að ná allt að þrennum til fernum tónleikum yfir kvöldið. Frábær hópur listamanna hefur staðfest komu sína á HEIMA: Eivör Pálsdóttir ásamt hljómsveit, KK, Lúðrasveit Þorlákshafnar ásamt leynigesti, Berndsen, Jóhanna Guðrún og Davíð Sigurgeirsson, Dimma, Herbert Guðmundsson og Hjörtur Howser, Jens Hansson, Janis Carol, Langi Seli og Skugg- arnir, Jón Jónsson og Friðrik Dór, Margrét Eir og Thin Jim, Emmsjé Gauti & Agent Fresco, Ragga Gísla & Helgi Svavar og Kiriyama Family. Allar nánari upplýsingar um há- tíðina má finna á Facebook síðunni Heima 2015.  TónlisT Heima í Hafnarfirði í annað sinn Tónlist úr hafn- firskum húsum Ragga Gísla kemur fram á Heima 2015. Ljósmynd/Hari s tofufangelsi er sýnt í leikrými leik-félags MH, sem er í skólanum sjálfum, og gekk frumsýningin mjög vel. Jóhanna Rakel Jónasdóttir, oddviti leik- félagsins, segir starfið mjög skemmtilegt. „Það er búið að vera margt í gangi og margt sem þarf að hugsa um,“ segir Jóhanna. „Við sömdum þetta í sameiningu og allir leikararnir eru í rauninni höfundar. Við komum öll með tillögur og unnum svo úr þeim,“ segir Jóhanna. „Það var ekki erfitt að bakka með sínar hugmyndir ef aðrar voru betri. Það var mikil virðing fyrir öllum hugmyndunum og allar voru teknar til greina,“ segir Jóhanna. Félagar leikfélagsins sjá um alla vinnu í kringum sýninguna sjálfir svo þetta er mikið samvinnuverkefni. „Verkið er fyndið, erfitt, spennandi og rómantískt,“ segir Jóhanna. „Það fjallar um hvernig það er að vera unglingur í dag og er á einhvern máta sjálfsskoðun. Allir komu með sína reynslu að verkinu og þetta tengist mjög lífinu í Menntaskólanum við Hamrahlíð,“ segir hún. Leikfélagið fékk grínistann Dóra DNA til þess að vera leikstjóra sýn- ingarinnar. „Hann vann þetta með okkur og lagði ákveðnar línur í ferlinu hjá okkur. Annars er þetta bara okkar verk,“ segir Jóhanna sem er í fyrsta sinn að vinna með leikfélagi skólans, og í það síðasta þar sem hún útskrifast í vor. „Ég hef oft verið með puttana í ýmsu hjá leikfélaginu og fylgst vel með, en þetta er í fyrsta sinn sem ég tek þátt af alvöru,“ segir Jóhanna. „Ég er ekkert búin að ákveða hvað ég geri næsta haust. Ég var að trúlofa mig og ætla til Kúbu í sumar, segir hún. „Kannski verð ég bara áfram þar, hver veit. Ég er ekki með neitt plan, annað en að lifa lífinu.“ Í verkinu Stofufangelsi eru 24 leikarar og er uppselt á allar næstkomandi sýning- ar. „Við erum að vinna að því að bæta við sýningum og mér sýnist við þurfa þess,“ segir Jóhanna Rakel Jónasdóttir. Allar upplýsingar um Stofufangelsi má finna á Facebooksíðu Leikfélags MH. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is  leiklisT leikfélag mH frumsýnir sTofufangelsi Nýtrúlofuð og á leið til Kúbu Leikfélag Menntaskólans við Hamrahlíð frumsýndi í síðustu viku leikritið Stofufangelsi. Leikritið er samið af aðstandendum sýningarinnar og nutu þau leikstjórnar Dóra DNA við uppfærsluna. Oddviti leikfélagsins, Jóhanna Rakel Jónasdóttir, segir verkið fjalla um líf ungs fólks í dag og í MH. Hún leikur einnig lítið hlutverk í sýningunni en segir ekki tíma fyrir mikið annað en að skipuleggja starfið í kringum sýninguna. Jóhanna Rakel Jónasdóttir er oddviti leikfélag MH sem frumsýnd leikritið Stofufangelsi á dögunum. Hún er að útskrifast í haust og segir að eina plan sitt sé að lifa lífinu. Ljósmynd/Hari Það var mikil virðing fyrir öllum hugmynd- unum og allar voru teknar til greina. 60 menning Helgin 17.-19. apríl 2015 KLASSÍSKI LISTDANSSKÓLINN Inntöku próf 30. apr íl Vorhátíð skólans í Borgarleikhúsinu mánudaginn 27. apríl kl. 18:00 WWW.BALLET.IS Grensásvegi 14 & Álfabakka 14a s: 534 9030 mail: info@ballet.is Inntökupróf fer fram á Grensásvegi 14 fimmtudag 30. apríl nemendur 13 ára og eldri mæti kl.18:00 Miðasala hefst 20. apríl á www.borgarleikhus.is Skráning fyrir nýja nemendur fyrir haustönn 2015 er hafin á Opnað verður fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð 18.apríl Myndlistarsjóður Veittir verða Undirbúningsstyrkir og styrkir til minni sýningar verkefna allt að 500.000 kr. Styrkir til stærri sýningar­ verkefna, útgáfu/rannsóknar­ styrkir og aðrir styrkir allt að 2.000.000 kr. Umsóknarfrestur er 1.júní 2015 Upplýsingar um myndlistarsjóð, umsóknareyðublað, úthlutunar­ reglur og leiðbeiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs www.myndlistarsjodur.is Úthlutað verður í júlí

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.