Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 21

Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 21
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 21 Í Stuttu máli Stjórn Samfylkingarinnar í Þingeyjar sýslu er óglatt yfir því að Ögmundur Jón a sson innanríkisráðherra skuli ekki hafa veitt Kínverjanum Huang Nubo undan þágu til að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Ögmundur fór að lögum en íbúum utan evrópska efnahagssvæðisins er óheimilt að kaupa jarðir á Íslandi þótt hægt sé að veita þeim undanþágu. Í ályktun stjórnarinnar segir: Stjórnin lýsir ógleði sinni yfir því að atvinnuupp bygging í Þingeyjarsýslu skuli vera orðin fórnarpeð í valdatafli Vinstri grænna. Óglatt vegna Höfn- unar ögmundar atHugaSemd frá birni val Björn Valur Gíslason alþingismaður gerir at hugasemdir við frétt Frjálsrar verslunar um að hann og Mörður hafi í umræðum á Alþingi fagnað því að Alcoa hafi hætt við að reisa álver á Bakka. Björn hafnar því að hafa fagnað ákvörðun Alcoa og að ekki sé hægt að finna þeim fögnuði stað í ræðu hans. Ekki vill Frjáls verslun hafa Björn fyrir rangri sök frekar en nokkurn annan og biður hann afsökunar á að hafa rangtúlkað orð hans á Alþingi. Orðrétt sagði Björn í umræðunum á Alþingi: „Hitt er í sjálfu sér áhugavert að Alcoa telur sig ekki vera samkeppnishæft um verð á orkunni sem þegar er til og kann að finnast á orkusvæðum í Þingeyj arsýslum. Það segir okkur að einhverjir aðrir eru tilbúnir að koma að nýtingu orkunnar á svæðinu og greiða fyrir hana viðunandi verð. Það eru góðar frétti r og gefa fyrirheit um atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi byggða á raunhæfum kostum í stað þeirra skýjaborga sem reistar hafa verið á undanförnum árum.“ 24 undanþágur vegna Jarðakaupa 1. Íslandsbanki hf. 21,04% 2. Framtakssjóður Íslands 19,01% 3. Lífeyrissjóður verslunarmanna 14,36% 4. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 7,40% 5. Glitnir banki hf. 3,64% 6. Stefnir – ÍS-5 2,99% 7. Stefnir – ÍS-15 2,75% 8. Stafir lífeyrissjóður 2,27% 9. Úrvalsbréf Landsbankans 2,13% 10. Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,06% 11. SPB hf. 1,87% 12. MP banki hf. 1,40% 13. Akkur SI 1,06% 14. Gildi lífeyrissjóður 1,05% 15. Íslandssjóðir 0,86% 16. GAMMA: EQ1 0,83% 17. Eftirlaunasj. atvinnuflugmanna 0,74% 18. Alnus ehf. 0,66% 19. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 0,65% 20. Stefnir – Samval 0,64% SelJa SJálfum Sér Framtakssjóðurinn, sem er í eigu sextán líf eyris sjóða og Landsbankans, seldi nýlega 10% hlut í Icelandair Group fyrir 2,7 millj arða króna og hagnaðist nokkuð á þess um viðskiptum. Nokkra athygli vakti að nokkrir líf eyr is sjóðir, sem eiga í Fram taks sjóðnum, voru umsvifa mikl ir í kaupunum og keyptu um 7% hlut af 10% hlutn um sem Fram takssjóðurinn seldi. Haft hefur verið á orði að það mætti líkja þessu við að sjóðirnir hefðu byrjað á að selja sjálfum sér með miklum hagnaði og notað síðan peningana sem sjálf stæðir lífeyris sjóðir til að bæta við hlut sinn í Icelandair. Hér má sjá listann yfir 20 stærstu hluthafa Icelandair Group: þOrkell Svarar ariOn banka Valdatafl: Nokkuð merkilegar um­ræður urðu á dögunum um völd Framtakssjóðs í viðskipta lífi nu. Þetta byrjaði á því að grein ingar deild Arion banka sagði í Markaðspunktum að sjóðurinn væri efnahagslegt stórveldi á íslenskan mælikvarðá með 54 milljarða hluta fjárloforð. Greiningardeildin sagði enn ­ frem ur: „Með smá ýkjum (og gírun) mætti segja að fyrir svona mikið eigið fé mætti kaupa flest öll fyrirtæki landsins og fer Fram ­ taks sjóðurinn því með mikil völd, sem gætu kannski verið vand meðfarin.“ Greiningardeildin spurði sig síð an að því – í ljósi sölu Fram takssjóðsins á 10% hlut í Icelandair – hvort ein staka líf ­ eyrissjóðir hefðu ekki getað keypt milli liðalaust t.d. í Iceland air Group á sínum tíma. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnar ­ for maður Framtakssjóðs Íslands, sendi þegar frá sér yfirlýsingu og gagnrýndi harðlega umfjöllun greiningardeildar Arion banka um sjóðinn og sagði að með því að benda á völd Fram taks sjóðsins væri bankinn að draga athygli frá þeim völdum og ábyrgð sem bankinn og eigendur hans hefðu í atvinnulífinu. „Staðreyndin sé sú að nú þegar hafi sjóðurinn fjárfest fyrir sem nemi um 60% af sinni fjár fest ­ ingargetu, sem sé í heild um 54 milljarðar króna, og muni ekki skuldsetja sig við hluta bréfakaup.“ Með öðrum orðum: Engin gírun þegar kemur að Framtakssjóðnum. Þorkell Sigurlaugsson. Fram kom á Eyjunni á dög un­um að alls hefðu 24 undan ­ þágur verið veittar vegna jarða­ eða fast eignakaupa erlendra aðila utan evrópska efnahags­ svæði sins síð ast liðin fjögur ár, sam kvæmt upp lýs ingum frá innanríkis ráðuneyt inu. Af þeim undanþágum sem gefnar hafa verið frá árinu 2007 er þó í langflestum tilfellum um að ræða kaup á fasteignum en ekki jörðum. Aðeins ein undanþága hefur verið veitt vegna kaupa á fimm tán hektara jörð á þessum tíma auk tveggja undanþága vegna kaupa á sumarhúsalóðum. Eru það Bandaríkjamenn sem oftast hafa fengið slíka undan ­ þágu eða alls tíu sinnum. Helsta dæmið um umsvifa mik ­ il jarðakaup manns utan EES­ svæðisins hér á landi var árið 2003 þegar Sviss lendingurinn Rud olf Lamprecht keypti jörðina Engi garð í Heiðardal.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.