Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Síða 21

Frjáls verslun - 01.10.2011, Síða 21
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 21 Í Stuttu máli Stjórn Samfylkingarinnar í Þingeyjar sýslu er óglatt yfir því að Ögmundur Jón a sson innanríkisráðherra skuli ekki hafa veitt Kínverjanum Huang Nubo undan þágu til að kaupa jörðina Grímsstaði á Fjöllum. Ögmundur fór að lögum en íbúum utan evrópska efnahagssvæðisins er óheimilt að kaupa jarðir á Íslandi þótt hægt sé að veita þeim undanþágu. Í ályktun stjórnarinnar segir: Stjórnin lýsir ógleði sinni yfir því að atvinnuupp bygging í Þingeyjarsýslu skuli vera orðin fórnarpeð í valdatafli Vinstri grænna. Óglatt vegna Höfn- unar ögmundar atHugaSemd frá birni val Björn Valur Gíslason alþingismaður gerir at hugasemdir við frétt Frjálsrar verslunar um að hann og Mörður hafi í umræðum á Alþingi fagnað því að Alcoa hafi hætt við að reisa álver á Bakka. Björn hafnar því að hafa fagnað ákvörðun Alcoa og að ekki sé hægt að finna þeim fögnuði stað í ræðu hans. Ekki vill Frjáls verslun hafa Björn fyrir rangri sök frekar en nokkurn annan og biður hann afsökunar á að hafa rangtúlkað orð hans á Alþingi. Orðrétt sagði Björn í umræðunum á Alþingi: „Hitt er í sjálfu sér áhugavert að Alcoa telur sig ekki vera samkeppnishæft um verð á orkunni sem þegar er til og kann að finnast á orkusvæðum í Þingeyj arsýslum. Það segir okkur að einhverjir aðrir eru tilbúnir að koma að nýtingu orkunnar á svæðinu og greiða fyrir hana viðunandi verð. Það eru góðar frétti r og gefa fyrirheit um atvinnuuppbyggingu á Norðurlandi byggða á raunhæfum kostum í stað þeirra skýjaborga sem reistar hafa verið á undanförnum árum.“ 24 undanþágur vegna Jarðakaupa 1. Íslandsbanki hf. 21,04% 2. Framtakssjóður Íslands 19,01% 3. Lífeyrissjóður verslunarmanna 14,36% 4. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins 7,40% 5. Glitnir banki hf. 3,64% 6. Stefnir – ÍS-5 2,99% 7. Stefnir – ÍS-15 2,75% 8. Stafir lífeyrissjóður 2,27% 9. Úrvalsbréf Landsbankans 2,13% 10. Sameinaði lífeyrissjóðurinn 2,06% 11. SPB hf. 1,87% 12. MP banki hf. 1,40% 13. Akkur SI 1,06% 14. Gildi lífeyrissjóður 1,05% 15. Íslandssjóðir 0,86% 16. GAMMA: EQ1 0,83% 17. Eftirlaunasj. atvinnuflugmanna 0,74% 18. Alnus ehf. 0,66% 19. Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 0,65% 20. Stefnir – Samval 0,64% SelJa SJálfum Sér Framtakssjóðurinn, sem er í eigu sextán líf eyris sjóða og Landsbankans, seldi nýlega 10% hlut í Icelandair Group fyrir 2,7 millj arða króna og hagnaðist nokkuð á þess um viðskiptum. Nokkra athygli vakti að nokkrir líf eyr is sjóðir, sem eiga í Fram taks sjóðnum, voru umsvifa mikl ir í kaupunum og keyptu um 7% hlut af 10% hlutn um sem Fram takssjóðurinn seldi. Haft hefur verið á orði að það mætti líkja þessu við að sjóðirnir hefðu byrjað á að selja sjálfum sér með miklum hagnaði og notað síðan peningana sem sjálf stæðir lífeyris sjóðir til að bæta við hlut sinn í Icelandair. Hér má sjá listann yfir 20 stærstu hluthafa Icelandair Group: þOrkell Svarar ariOn banka Valdatafl: Nokkuð merkilegar um­ræður urðu á dögunum um völd Framtakssjóðs í viðskipta lífi nu. Þetta byrjaði á því að grein ingar deild Arion banka sagði í Markaðspunktum að sjóðurinn væri efnahagslegt stórveldi á íslenskan mælikvarðá með 54 milljarða hluta fjárloforð. Greiningardeildin sagði enn ­ frem ur: „Með smá ýkjum (og gírun) mætti segja að fyrir svona mikið eigið fé mætti kaupa flest öll fyrirtæki landsins og fer Fram ­ taks sjóðurinn því með mikil völd, sem gætu kannski verið vand meðfarin.“ Greiningardeildin spurði sig síð an að því – í ljósi sölu Fram takssjóðsins á 10% hlut í Icelandair – hvort ein staka líf ­ eyrissjóðir hefðu ekki getað keypt milli liðalaust t.d. í Iceland air Group á sínum tíma. Þorkell Sigurlaugsson, stjórnar ­ for maður Framtakssjóðs Íslands, sendi þegar frá sér yfirlýsingu og gagnrýndi harðlega umfjöllun greiningardeildar Arion banka um sjóðinn og sagði að með því að benda á völd Fram taks sjóðsins væri bankinn að draga athygli frá þeim völdum og ábyrgð sem bankinn og eigendur hans hefðu í atvinnulífinu. „Staðreyndin sé sú að nú þegar hafi sjóðurinn fjárfest fyrir sem nemi um 60% af sinni fjár fest ­ ingargetu, sem sé í heild um 54 milljarðar króna, og muni ekki skuldsetja sig við hluta bréfakaup.“ Með öðrum orðum: Engin gírun þegar kemur að Framtakssjóðnum. Þorkell Sigurlaugsson. Fram kom á Eyjunni á dög un­um að alls hefðu 24 undan ­ þágur verið veittar vegna jarða­ eða fast eignakaupa erlendra aðila utan evrópska efnahags­ svæði sins síð ast liðin fjögur ár, sam kvæmt upp lýs ingum frá innanríkis ráðuneyt inu. Af þeim undanþágum sem gefnar hafa verið frá árinu 2007 er þó í langflestum tilfellum um að ræða kaup á fasteignum en ekki jörðum. Aðeins ein undanþága hefur verið veitt vegna kaupa á fimm tán hektara jörð á þessum tíma auk tveggja undanþága vegna kaupa á sumarhúsalóðum. Eru það Bandaríkjamenn sem oftast hafa fengið slíka undan ­ þágu eða alls tíu sinnum. Helsta dæmið um umsvifa mik ­ il jarðakaup manns utan EES­ svæðisins hér á landi var árið 2003 þegar Sviss lendingurinn Rud olf Lamprecht keypti jörðina Engi garð í Heiðardal.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.