Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 29

Frjáls verslun - 01.10.2011, Side 29
FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 29 KoníaK frá Martell Martell VSOP: rafgullið. Þurrt, mjúkt, þurrkaðir ávextir, eik, vanilla, púðursykur. Martell Cordon Bleu: rafbrúnt. sætuvottur, mjúk fylling. vanilla, kara mella, mandarínur. Milt, langt eftirbragð. Martell XO: Þurrkaðir ávextir og hunang, smáleður í nefi. rúnnað og ávaxtaríkt á tungu, mjög fínlegt og mjúkt. (Flaskan er ekki til í vínbúðunum um þessar mundir en hægt er að sérpanta, tekur þrjá til fjóra daga.) Blandað visKí frá Ballantines Ballantines Finest: Gullið. Þurrt, meðalfylling. Mór, malt, korn. Heitt eftirbragð. Ballantines 12 ára: Gullið. Þurrt, meðalfylling, malt, korn, leður, kryddaður mókeimur og ávaxtatónar. Ballantines 17 ára: rafgullið. Meðalfylling, ósætt. leður, reykur, korn, ristaðir tónar. Bragðað var á þessum tegundum klúbburinn t.d. eigin vínsmökkunarglös sem eru sérmerkt. Á síðasta ári var ákveðið að útvíkka starfsemi Eaux de Vie með því að taka jafnframt fyrir aðrar gerðir víns á fundum klúbbsins. Í tengslum við það var ákveðið að breyta nafninu yfir í Eaux de Vie –vínklúbbur, en áður nefndi klúbburinn sig alltaf koníaksklúbb. Vínkynningar Starfsemi Eaux de Vie – vínklúbbs er með því sniði að haldnar eru reglulega vínkynningar fyrir klúbbmeðlimi, þar sem gjarnan mæta full­ trúar innflytjenda og kynna vörur sínar, líkt og Mekka gerir hér á Holtinu í kvöld. Á þess um kynningum er farið yfir ákveðið ferli við smökk ­ un á viðkomandi tegundum og hverri gerð gefin einkunn. Þessir fundir eru að meðaltali þrír til fimm á ári. Auk þess hittast félagsmenn mánaðarlega á hádegisfundum. Við höldum einnig árlega árs ­ hátíð og við það tækifæri er mökum boðið með. Félagsmenn fóru í heimsókn til Cognac í Frakklandi árið 2000 og í ferðinni voru tólf góðir menn. Við heimsóttum nokkra af stærri framleiðendum koníaks. Klúbburinn stefnir á að fara aftur í sambærilega ferð haustið 2012.“ Martell VSOP hafði vinninginn Klúbbfélagar voru ánægðir með vínsmökkunar­ kvöldið á Holti í boði Mekka og sögðu glaðir í bragði að þeir væru sammála um að Martell VSOP væri besta koníakið í þessari smökkun, sérstaklega miðað við verð. Ýmsan fróðleik bar á góma á kynningar­kvöld inu, m.a. að Ballantines Finest hefur verið kjörið besta óaldurstilgreinda skoska viskíið hjá Jim Murry í ritinu Whisky Bible. Fram kom einnig að Ballantines 17 ára er mest verðlaunaða viskí ársins 2011 og var það auk þess valið besta viskí í heimi af Jim Murry í fyrrgreindri Whisky Bible. Til gamans má geta þess að þar á bæ voru smakk aðar 4.500 tegundir á árinu! Í keppninni IWSC (International Wine & Spirit Competiton) trónaði einnig Ballantines 17 ára á toppnum sem besta viskí heims. „Starfsemi Eaux de Vie – vínklúbbs er með því sniði að haldnar eru reglu lega vínkynningar fyrir klúbb ­ meðlimi.“

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.