Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 76

Frjáls verslun - 01.10.2011, Page 76
76 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 S pjaldtölvur, sem einnig eru oft kallaðar töflutölvur, eru síður en svo nýjar af nálinni. Fyrir réttum tíu árum hélt Bill Gates, þá verandi yfirmaður þróunar mála hjá Micro­ soft, ræðu á Comdex­tækniráðstefnunni í Las Vegas. Þar talaði hann fjálglega um bjarta framtíð spjaldtölva, sem Microsoft hugðist leggja mikið púður í næstu árin. „Ég vona að á ráðstefnunni á næsta ári muni stór hluti áhorfenda taka niður punkta á slíkar tölvur og ég spái því að innan fimm ára verði spjaldtölvur orðnar mest seldu tölvur í Bandaríkjunum,“ sagði Gates. réttur maður á rönGum tíma Árum saman var gert grín að þessum spádómum Gates, enda voru spjald­ tölvur langt frá því að ná einhverri sölu að ráði. Árið 2007 var markaðshlutdeild spjald tölva til að mynda einungis 1,2% af tölvumarkaðnum á heimsvísu. En síðasta eina og hálfa árið hefur komið í ljós að Gates hafði verið á réttri braut í spádómum um innreið spjaldtölvanna – þeir komu bara fram á röngum tíma. Og reyndar í vitlausu húsi því það var ekki Microsoft sem áttaði sig á því hvernig ætti að hanna spjald tölvur sem almenningur hefði áhuga á. Það var Apple sem fann lykilinn að hjörtum tölvunotenda og ekki í fyrsta skiptið sem menn þar á bæ skjóta keppinautunum ref fyrir rass við hönnun tölvubúnaðar. Frá því Apple gaf út fyrstu iPad­spjald­ tölvuna í apríl 2010 hefur hún rokselst. Í sumar höfðu frá upphafi selst 25 millj­ ónir iPad­tölva á heimsvísu og þótt aðrir tölvuframleiðendur hafi rokið upp til handa og fóta í von um að ná að elta velgengni Apple á þessu sviði eru engir alvöru keppinautar komnir fram á sjónarsviðið. Markaðshlutdeild iPad er enn í kringum 80% og mun án efa haldast mjög há næstu árin. nýtist á dollunni En hvað er þetta fyrirbæri, spjaldtölva, og hvernig breytir hún því hvernig við notum tölvur á heimilum og í vinnu? Þetta eru í raun fartölvur án lyklaborðs, sem stjórn­ að er gegnum snertiskjá. Þær eru því afar léttar og meðfærilegar. Segja má að grundvallarhugsunin að baki velgengni iPad frá Apple sé sú að spjaldtölva eigi að leggja áherslu á neyslu fjölmiðlaefnis í stað sköpunar efnis. Á meðan Bill Gates og félagar töldu alltaf að aðalstyrkleiki spjaldtölvanna lægi í að hægt væri að skrifa og teikna á þær GaTes sá InnrásIna FyrIr Það eru tíu ár síðan Bill Gates sá innrás spjaldtölvanna fyrir. Síðasta eina og hálfa árið hefur komið í ljós að Gates hafði verið á réttri braut í spádómum sínum sem komu bara fram á röngum tíma. Nú er því spáð að spjaldtölvur verði jólagjöfin í ár. TexTi: krisTinn JÓn arnarson Innrás spjaldtölvanna: Bill Gates.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.