Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2011, Qupperneq 76

Frjáls verslun - 01.10.2011, Qupperneq 76
76 FRJÁLS VERSLUN 10. TBL. 2011 S pjaldtölvur, sem einnig eru oft kallaðar töflutölvur, eru síður en svo nýjar af nálinni. Fyrir réttum tíu árum hélt Bill Gates, þá verandi yfirmaður þróunar mála hjá Micro­ soft, ræðu á Comdex­tækniráðstefnunni í Las Vegas. Þar talaði hann fjálglega um bjarta framtíð spjaldtölva, sem Microsoft hugðist leggja mikið púður í næstu árin. „Ég vona að á ráðstefnunni á næsta ári muni stór hluti áhorfenda taka niður punkta á slíkar tölvur og ég spái því að innan fimm ára verði spjaldtölvur orðnar mest seldu tölvur í Bandaríkjunum,“ sagði Gates. réttur maður á rönGum tíma Árum saman var gert grín að þessum spádómum Gates, enda voru spjald­ tölvur langt frá því að ná einhverri sölu að ráði. Árið 2007 var markaðshlutdeild spjald tölva til að mynda einungis 1,2% af tölvumarkaðnum á heimsvísu. En síðasta eina og hálfa árið hefur komið í ljós að Gates hafði verið á réttri braut í spádómum um innreið spjaldtölvanna – þeir komu bara fram á röngum tíma. Og reyndar í vitlausu húsi því það var ekki Microsoft sem áttaði sig á því hvernig ætti að hanna spjald tölvur sem almenningur hefði áhuga á. Það var Apple sem fann lykilinn að hjörtum tölvunotenda og ekki í fyrsta skiptið sem menn þar á bæ skjóta keppinautunum ref fyrir rass við hönnun tölvubúnaðar. Frá því Apple gaf út fyrstu iPad­spjald­ tölvuna í apríl 2010 hefur hún rokselst. Í sumar höfðu frá upphafi selst 25 millj­ ónir iPad­tölva á heimsvísu og þótt aðrir tölvuframleiðendur hafi rokið upp til handa og fóta í von um að ná að elta velgengni Apple á þessu sviði eru engir alvöru keppinautar komnir fram á sjónarsviðið. Markaðshlutdeild iPad er enn í kringum 80% og mun án efa haldast mjög há næstu árin. nýtist á dollunni En hvað er þetta fyrirbæri, spjaldtölva, og hvernig breytir hún því hvernig við notum tölvur á heimilum og í vinnu? Þetta eru í raun fartölvur án lyklaborðs, sem stjórn­ að er gegnum snertiskjá. Þær eru því afar léttar og meðfærilegar. Segja má að grundvallarhugsunin að baki velgengni iPad frá Apple sé sú að spjaldtölva eigi að leggja áherslu á neyslu fjölmiðlaefnis í stað sköpunar efnis. Á meðan Bill Gates og félagar töldu alltaf að aðalstyrkleiki spjaldtölvanna lægi í að hægt væri að skrifa og teikna á þær GaTes sá InnrásIna FyrIr Það eru tíu ár síðan Bill Gates sá innrás spjaldtölvanna fyrir. Síðasta eina og hálfa árið hefur komið í ljós að Gates hafði verið á réttri braut í spádómum sínum sem komu bara fram á röngum tíma. Nú er því spáð að spjaldtölvur verði jólagjöfin í ár. TexTi: krisTinn JÓn arnarson Innrás spjaldtölvanna: Bill Gates.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.