Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 8

Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 8
8 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 PricewaterhouseCoopers er alþjóðlegt þjónustufyrirtæki sem er stærst sinnar teg- undar í heiminum. Í krafti stærðar sinnar getur PwC boðið viðskiptavinum sínum þjónustu hæfustu sérfræðinga á sviði end- urskoðunar, skattaréttar og ráðgjafarþjónustu víðsvegar um heiminn. Skatta- og lögfræðisvið PwC býður viðskiptavinum sínum margvíslega þjónustu á sviði skattaréttar og almennrar lögfræði. Starfsmenn sviðs- ins búa yfir mikilli reynslu og hafa yfirgripsmikla þekk- ingu á þessu sviði. Skatta- og lögfræðisvið stendur einnig fyrir útgáfu á efni um skattarétt og tengd mál. Skattavaktin er mán- aðarlegt fréttabréf þar sem sérfræðingar PwC skrifa um skattaleg málefni og það sem efst er á baugi þá stundina. Einnig er gefinn út Skattabæklingur á hverju ári, bæði á rafrænu formi og prentuðu, þar sem dregnar eru saman ýmsar skattaupplýsingar og tölur á aðgengilegu formi. Starfsemi skatta- og lögfræðisviðs fyrirtækisins hefur farið vaxandi á und- anförnum árum. Að mestu hefur þjónustan falist í aðstoð við fyrirtæki og einstaklinga í alþjóðlegum skattamálum. Á sviðinu starfa átta lögfræðingar, einn endurskoðandi og einn verkefnaráðinn lögfræðingur, samtals tíu manns, auk þess sem viðskiptafræðingar og endurskoðendur fyrirtækisins vinna einnig að þessum málum. Sviðsstjóri skatta- og lögfræðisviðs er Elín Árnadóttir. Skattavaktin Í desemberútgáfu Skatta- vaktarinnar er ítarleg umfjöllun um þær breyt- ingar sem voru gerðar á skattalögum á síðasta ári og í byrjun árs 2010, en veigamiklar breytingar hafa verið gerðar sem hafa bæði áhrif á einstaklinga og lög- aðila, innlenda sem erlenda. Þessar breytingar og fyr- irhugaðar breytingar á þessu ári gera það að verkum að erfitt getur verið fyrir fyrirtæki og einstaklinga að vinna í sínum málum nema með aðstoð sérfræðinga sem hafa kynnt sér málið í öllum atriðum. Að sögn sérfræðinga á skatta- og lögfræðisviði PwC hefðu þeir viljað að farið hefði verið aðeins hægar í breytingarnar og að pakkinn hefði verið heilsteyptari þegar hann var settur fram. Ljóst er að mikil vinna er framundan hjá sérfræðingum PwC í skattamálum. Fyrir þá sem vilja kynna sér breytingarnar á skattalögunum er bent á Skattavaktina á vefsíðu PwC. Skiptir sköpum að huga vel að skattamálum Stór hluti viðskiptavina PwC eru alþjóðleg fyrirtæki með starfsemi í ólíkum löndum. Þá getur skipt sköpum að huga vel að skattamálum við skipulagningu starfsem- innar þar sem skattskipulagning einstakra viðskipta getur haft mikil áhrif á hagnað fyrirtækja. Þau atriði sem horft er til lúta að fjármögnun, félagsformi, eignarhaldi, verðlagningu og gjaldfærslum, svo dæmi séu tekin. Þar sem skattkerfið er eitt mikilvægasta tæki réttarríkisins er meðferð skattamála mjög vandmeðfarið verkefni. Afar brýnt er að réttlætis sé gætt og fólki ekki mismunað því reynslan virðist sýna að undanskot og skattsvik aukist ef fólki finnst kerfið ósanngjarnt. Síðast en ekki síst verður að hafa í huga að nýta má skattareglur til að ýta undir nýsköpun og ýmiss konar frum- kvöðla- og þróunarstarf. Skatta- og lögfræðisvið Reynsla og þekking á skattamálum Hluti af starfsfólki á skatta- og lögfræðisviði PwC, talið frá vinstri Friðgeir Sigurðsson, Elín Árnadóttir, Elísabet Guðbjörnsdóttir, Jón Ingi Ingibergsson, Halla Ýr Albertsdóttir, Ásta Kristjánsdóttir og Bryndís Gunnlaugs- dóttir. Skattavaktin er mánaðarrit sem PwC gefur út á Netinu Hægt er að sækja um áskrift á www.pwc.is.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.