Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 10
10 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
Fyrst þetta ...
Prentsmiðjan Oddi hefur náð
þeim árangri að standast
kröfur Svansins og hefur fengið
Svansvottun. Það merkir að
fyrirtækið er í fremstu röð hvað
varðar lágmörkun neikvæðra
umhverfis- og heilsuáhrifa.
Umhverfisstofnun veitir vottunina.
Stóraukinn áhugi er hjá
fyrirtækjum á vistvænni stefnu.
Jón Ómar Erlingsson,
framkvæmdastjóri Odda,
sagði þegar hann tók við
Svansvottuninni að þeir hjá
Odda legðu mikið upp úr því að
framleiðslan og prentunin væri í
sátt við umhverfið.
„Svansvottunin er einn áfangi
af mörgum,“ sagði Jón Ómar.
„Umhverfisvottun Svansins er
stór þáttur í að tryggja það að
Oddi verði áfram í fararbroddi
í íslenskum prentiðnaði hvað
umhverfismál varðar.“
Umhverfismál hafa ávallt
skipað mikilvægan sess í
starfsemi Odda og var hann m.a.
fyrsta íslenska fyrirtækið til að
hljóta umhverfisviðurkenningu
Reykjavíkurborgar 1997, auk þess
sem prentsmiðjan hlaut umhverfis-
viðurkenningu umhverfisráðu-
neytisins árið 2004. Jón Ómar Erlingsson, forstjóri Odda, flytur þakkarræðu sína.
Oddi fær
Svaninn
Hafdís Gísladóttir, aðstoðar-
maður umhverfisráðherra,
afhenti Jóni Ómari Erlingssyni,
forstjóra Odda, vottorð
Svansins.
Anne Maria Sparf, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun, rökstyður vottunina til Odda. Fjölmargir gestir komu í Odda og samglöddust með
fyrirtækinu í tilefni vottunarinnar.
Stærsta prentsmiðja
landsins, Oddi,
fékk í byrjun árs
vottun norræna
umhverfismerkisins
Svansins.