Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 18
18 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
Fyrst þetta ...
Thomas Möller hagverkfræðingur hefur
keypt Rými – Ofnasmiðjuna. Fyrirtækið
hefur í um 50 ár flutt inn og selt lag-
erkerfi, skjalakerfi, starfsmannaskápa,
verslunarbúnað auk sérhæfðra
ofnakerfa. Fyrirtækið er umboðsaðili
fyrir leiðandi fyrirtæki á ofangreindum
sviðum, eins og Constructor í Noregi,
HL Display í Svíþjóð, Planova í
Danmörku og Zehnder í Þýskalandi.
Thomas segir að Rými leggi höf-
uðáherslu á ráðgjöf og lausnir fyrir
verslanir, skrifstofur, söfn og heildsölur.
„Lausnir Rýmis hafa það að mark-
miði að nýta pláss betur, efla sölu á
vörum og tryggja hagkvæma og örugga
geymslu á vörum, skjölum og munum.“
Að sögn Thomasar hefur orðið
nokkur aukning á sölu á vörum
framleiddum á Íslandi með vélum
Ofnasmiðjunnar sem var stofnuð
árið 1936. Um er að ræða starfs-
mannaskápa, munaskápa, brettahillur,
verslunarinnréttingar, bókasafnahillur
og hillukerfi í geymslur.
Thomas hefur um langt skeið verið
mörgum stærstu fyrirtækjum landsins
til ráðgjafar varðandi vöruhúsarekstur,
flutninga- og lagerskipulag. Rými er við
Skemmuveg 6 í Kópavogi.
Thomas kaupir Rými
Thomas Möller, nýr eigandi og framkvæmdastjóri
Rýmis Ofnasmiðjunnar.
Magnús Geir Þórðarsons viðskiptafræð-
ingur ársins og Fjarðarkaup fá Íslensku
þekkingarverðlaunin.
Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri
Borgarleikhússins, var á dögunum valinn
viðskiptafræðingur ársins 2009 og við
sama tækifæri hlutu Fjarðarkaup Íslensku
þekkingarverðlaun hjá FVH, Félag við-
skipta- og hagfræðinga. Það var forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson sem
afhenti verðlaunin.
Þetta eru önnur verðlaunin í viðskipta-
lífinu sem Fjarðarkaup fá á skömmum
tíma. Feðgarnir í Fjarðarkaupum voru um
áramótin valdir menn ársins í atvinnulífinu
af Frjálsri verslun. Þau fyrirtæki sem voru
tilnefnd með Fjarðarkaupum að þessu
sinni voru voru CCP, Icelandair Group og
Össur.
Magnús Geir
og Fjarðarkaup
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með verðlaunahöfum og fulltrúum Össurar, Icelandair
og CCP, en þessi fyrirtæki voru tilnefnd til verðlauna ásamt Fjarðarkaupum.
Verðlaunahafar hjá FVH:
Í rökstuðningi dómnefndarinnar sagði
m.a. að Fjarðarkaup væru mikil fyrirmynd
þegar kæmi að því að haldast á fólki í vinnu,
sýna ráðdeild og fyrirhyggju í rekstri og sníða
sér stakk eftir vexti. Viðskipti við verslunina
hafa aukist eftir efnahagshrunið 2008.
Magnús Geir tók við Borgarleikhúsinu það
ár eftir að hafa stýrt Leikfélagi Akureyrar.
Á báðum stöðum jókst aðsóknin verulega
á valdatíma hans. Í Borgarleikhúsinu hefur
kortasala til dæmis átjánfaldast.
Magnús hefur tengt vel saman viðskipti,
menningu og listir. Hann hefur náð bæði fag-
legum og rekstrarlegum árangri með leik-
húsin. Hann er frumkvöðull á sínu sviði og
mjög óumdeildur hæfileikamaður í rekstri
leikhúsa.