Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 18

Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 18
18 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 Fyrst þetta ... Thomas Möller hagverkfræðingur hefur keypt Rými – Ofnasmiðjuna. Fyrirtækið hefur í um 50 ár flutt inn og selt lag- erkerfi, skjalakerfi, starfsmannaskápa, verslunarbúnað auk sérhæfðra ofnakerfa. Fyrirtækið er umboðsaðili fyrir leiðandi fyrirtæki á ofangreindum sviðum, eins og Constructor í Noregi, HL Display í Svíþjóð, Planova í Danmörku og Zehnder í Þýskalandi. Thomas segir að Rými leggi höf- uðáherslu á ráðgjöf og lausnir fyrir verslanir, skrifstofur, söfn og heildsölur. „Lausnir Rýmis hafa það að mark- miði að nýta pláss betur, efla sölu á vörum og tryggja hagkvæma og örugga geymslu á vörum, skjölum og munum.“ Að sögn Thomasar hefur orðið nokkur aukning á sölu á vörum framleiddum á Íslandi með vélum Ofnasmiðjunnar sem var stofnuð árið 1936. Um er að ræða starfs- mannaskápa, munaskápa, brettahillur, verslunarinnréttingar, bókasafnahillur og hillukerfi í geymslur. Thomas hefur um langt skeið verið mörgum stærstu fyrirtækjum landsins til ráðgjafar varðandi vöruhúsarekstur, flutninga- og lagerskipulag. Rými er við Skemmuveg 6 í Kópavogi. Thomas kaupir Rými Thomas Möller, nýr eigandi og framkvæmdastjóri Rýmis Ofnasmiðjunnar. Magnús Geir Þórðarsons viðskiptafræð- ingur ársins og Fjarðarkaup fá Íslensku þekkingarverðlaunin. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Borgarleikhússins, var á dögunum valinn viðskiptafræðingur ársins 2009 og við sama tækifæri hlutu Fjarðarkaup Íslensku þekkingarverðlaun hjá FVH, Félag við- skipta- og hagfræðinga. Það var forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson sem afhenti verðlaunin. Þetta eru önnur verðlaunin í viðskipta- lífinu sem Fjarðarkaup fá á skömmum tíma. Feðgarnir í Fjarðarkaupum voru um áramótin valdir menn ársins í atvinnulífinu af Frjálsri verslun. Þau fyrirtæki sem voru tilnefnd með Fjarðarkaupum að þessu sinni voru voru CCP, Icelandair Group og Össur. Magnús Geir og Fjarðarkaup Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson með verðlaunahöfum og fulltrúum Össurar, Icelandair og CCP, en þessi fyrirtæki voru tilnefnd til verðlauna ásamt Fjarðarkaupum. Verðlaunahafar hjá FVH: Í rökstuðningi dómnefndarinnar sagði m.a. að Fjarðarkaup væru mikil fyrirmynd þegar kæmi að því að haldast á fólki í vinnu, sýna ráðdeild og fyrirhyggju í rekstri og sníða sér stakk eftir vexti. Viðskipti við verslunina hafa aukist eftir efnahagshrunið 2008. Magnús Geir tók við Borgarleikhúsinu það ár eftir að hafa stýrt Leikfélagi Akureyrar. Á báðum stöðum jókst aðsóknin verulega á valdatíma hans. Í Borgarleikhúsinu hefur kortasala til dæmis átjánfaldast. Magnús hefur tengt vel saman viðskipti, menningu og listir. Hann hefur náð bæði fag- legum og rekstrarlegum árangri með leik- húsin. Hann er frumkvöðull á sínu sviði og mjög óumdeildur hæfileikamaður í rekstri leikhúsa.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.