Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 22

Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 Forsíðu grein Hverjir eignast Ísland? Fyrrum eigendur fyrirtækjanna Flestum finnst það siðferðilega rangt að eigendur fyrirtækja fái skuldir sínar afskrifaðar hjá bönkum en haldi engu að síður fyrirtækjunum. Svo ekki sé talað um ef þeir eru orðnir fyrrverandi eig- endur fyrirtækjanna, þ.e. bankarnir hafa tekið fyrirtækin yfir. Ekki er nokkur vafi á því að eftir að Arion banki ákvað að setja Haga í skráning- arferli í Kauphöllinni og gefa Bónusfjölskyldunni kost á að stýra fyrirtækinu áfram og kaupa sig inn í það aftur má búast við að fleiri vilji fá sömu úrræði. Að jafnt skuli yfir alla ganga. Að bankinn afskrifi skuldir og gefi fyrrverandi eigendum og frumkvöðlum, sem settu fyrirtækin á laggirnar, kost á að kaupa þau aftur eftir að skuldavandi þeirra hefur verið leystur og skuldir afskrifaðar. Almenningur er að vísu ekki hlynntur þessu. gömlu viðskiptablokkirnar Gömlu viðskiptablokkirnar eru verulega lask- aðar en þær eru ekki alveg dauðar úr öllum æðum þótt þær hafi tapað bönkunum og stóru eignarhaldsfélögum sínum. Þær koma ennþá að nokkrum stórfélögum í íslensku viðskiptalífi eins og Actavis Group, CCP, Novator, Nova, Verne Holding, Alfesca, Samskip, Iceland Express, 365, Lyf og heilsa, Bakkavör Group og þá mun Bónusfjölskyldan stýra áfram Högum og öllum þeim fjölda verslana sem þar heyra undir. Spurningin er þessi: Mun gömlu viðskiptablokk- unum vaxa fiskur um hrygg á næstu tveimur árum og þær hefja fjárfestingar í íslensku atvinnulífi að nýju og kaupa fyrirtæki sem núna eru í eigu banka og kröfuhafa. Það er hægur vandi fyrir gömlu viðskiptablokkirnar að braggast þegar hjólin taka aftur að snúast. lífeyrissjóðirnir Það hefur verið mikið rætt um að íslenskir lífeyrissjóðir láti að sér kveða við kaup á fyr- irtækjum sem hafa lent hjá bönkunum. Þeir hafa eyrnamerkt 30 milljarða í þetta verkefni. Varla kaupa lífeyrissjóðir í öðrum fyrirtækjum en þeim sem eru skráð í Kauphöllinni. Fyrir áramót stofnuðu sextán lífeyrissjóðir svonefndan Framtakssjóð Íslands sem er fjárfestingarfélag sem er ætlað að taka þátt í og móta fjárhags- lega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnu- lífs í kjölfar falls fjármálakerfisins. Stofnendur sjóðsins ráða yfir um 64% af heildareignum lífeyrissjóða á Íslandi. Þeir hafa skuldbundið sig til að leggja nýja fjárfestingarsjóðnum til um 30 milljarða króna í hlutafé. Enn er opið fyrir skrán- ingu hlutafjár í Framtakssjóðinn. tExtI: JÓN G. HAUKSSoN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.