Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 25

Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 25
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 25 eignaumsýslufélög bankanna Hvað munu bankarnir eiga fyrirtæki lengi? Þannig er spurt. Sumir óttast að þeir séu að festa sig í sessi sem fyrirtækjaeigendur. Bankarnir hafa allir stofnað sérstök umsýslu- félög. Landsbankinn er með Vestia og regin. Íslandsbanki er með Miðengi. Arion banki er með fjögur umsýslufélög. Þessi umsýslufélög halda utan um fyrirtæki og fasteignir sem bank- arnir hafa tekið yfir. Hvernig og hvenær selja þeir þessar eignir? Auglýsa þeir og fá sem flesta til að bjóða í? Með umsýslufélögunum finnst mörgum sem bankarnir séu frekar að festa tökin á yfirteknum fyrirtækjum en selja þau. ríki og sveitarfélög Alþingi afgreiddi sl. sumar frumvarp fjármála- ráðherra um eignaumsýslufélag ríkisins. Í frumvarpinu sagði að það ætti að halda utan um þjóðhagslega mikilvæg fyrirtæki, auk þess sem því var heimilt að semja um kaup á eign- arhlutum eða veðkröfum í mikilvægum atvinnu- fyrirtækjum í eigu ríkisbanka. Þetta umsýslu- félag hefur enn ekki verið stofnað. Þess í stað hefur ríkið lagt áherslu á Bankasýslu ríkisins sem velur fulltrúa ríkisins í stjórn bank- anna. ríki og sveitarfélög voru á árum áður beinir eigendur að fyrirtækjum. Má þar nefna Síldarverksmiðjur ríkisins og Bæjarútgerð reykjavíkur. Vonandi horfa fleiri til einkafram- taksins en hins opinbera þegar kemur að því úr safni bankanna? erlendir eigendur bankanna Endurreisn bankanna er lokið. Sumir óttast að erlendir hrægammar geti reynst á meðal erlendu kröfuhafanna. ríkið á hlut í þremur bönkum, mest í Landsbankanum, 81%. Það á 13% í Arion banka og 5% í Íslandsbanka. Þessir eignarhlutir gefa rík- inu fjögur sæti í stjórn Landsbankans og eitt sæti í hvorum hinna tveggja. Bankasýsla ríkisins mun fara með eignarhlut ríkisins í fjármálafyrirtækjum og annast hún öll samskipti við fjármálafyrirtæki í eigu ríkisins fyrir þess hönd. Skilanefndir Glitnis og Kaupþings eru með stærstu hlutina í Arion banka og Íslandsbanka og flokkast þessir bankar sem einka- bankar. Nokkur ótti er um það hvort erlendir hrægammar og vogurnarsjóðir séu á meðal stærstu kröfuhafa í bönkunum. Margeir Pétursson, stjórnarformaður MP banka, skrifaði grein fyrir áramót í Fréttablaðið þar sem hann sagði að eignarhaldið á Arion banka og Íslandsbanka samræmdist ekki lög um fjármálafyr- irtæki þar sem eigendur þeirra væru þrotabú. Hann sagði: „Mér er ekki kunnugt um nokkurt land þar sem þrotabúum er heimilt að fara með virkan eignarhlut í fjármálafyrirtæki.“ umræðan um eigendur Arion banka og Íslandsbanka snýst um það hvort t.d. vogunarsjóðirnir hafi eingöngu áhuga á að komast yfir fyrirtæki bankanna og gera sér mat úr þeim. ríkisstjórnin virðist hafa mjög lítil afskipti af bönkunum og pirrar það almenning sem segir sem svo að það gangi ekki að ríkið tryggi innstæður og haldi bönkunum gangandi en hafi ekkert með stjórn þeirra að gera vegna þess að þeir eru flokkaðir sem einkabankar. Munu þessir bankar hefja útrás aftur með ríkið sem bakhjarl innstæðna? Eru ekki vítin til að varast þau?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.