Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 27
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 27
Hvað eiga
vÍkingarnir núna?
Pálmi Haraldsson
Pálmi í Fons fjárfesti mjög náið með
Jóni ásgeiri Jóhannessyni í FL Group
og Big Food Group sem átti meðal
annars matvörukeðjuna Iceland en
í henni var Pálmi stjórnarformaður
eftir kaupin. Þá urðu fræg tengsl
Pálma og Jóns ásgeirs þegar Pálmi
seldi FL Group flugfélagið Sterling á
uppsprengdu verði. Ennfremur lágu
leiðir þeirra saman í Landic Property.
Pálmi á núna í gegnum fjárfesting-
arfélag sitt Feng flugfélagið Iceland
Express og Ferðaskrifstofu Íslands.
Fons er hins vegar farinn á höfuðið.
Ólafur Ólafsson
í Samskipum
Helstu eignir Ólafs Ólafssonar í Samskipum
eru Samskip og Alfesca. Bæði þessi fyr-
irtæki eru fyrst og fremst með umsvif
erlendis, á alþjóðlegum vettvangi. Hollensk-
belgíski bankinn Fortis hefur ráðið ferð-
inni í endurfjármögnun nýs móðurfélags
Samskipa. Arion banki hefur setið þar
í aftursætinu og lítið haft um málið að
segja. Arion banki tók aldrei yfir hlutabréfin
í Samskipum. Ólafur var helsti eigandi
fjárfestingarfélagsins Kjalars sem átti yfir
10% hlut í Kaupþingi og stærstan hluta í
Samskipum. Hlutaféð í Kaupþingi er glatað
og þar með gjörbreyttist staða félagsins
á einni nóttu. Veð fuku. Kjalar hefur hins
vegar gert 146 milljarða kröfu á gamla
Kaupþing vegna gjaldmiðilsskiptasamninga.
Wernersbræður
Þeir eiga Lyf og heilsu. Karl
Wernersson á þar 60% hlut á móti
40% hlut Steingríms bróður síns. Þá
á Karl Hljóðfærahúsið við Síðumúla
og hrossaræktarbú fyrir austan
fjall. umsvif þeirra bræðra voru
mikil um tíma í kringum Milestone
en það félag kom að Glitni, Askar
Capital, Sjóvá, Carnegie og Moderna
í Svíþjóð. Fram hefur komið í fjöl-
miðlum að félag bræðranna, sem
heitir Aurláki ehf., keypti Lyf og heilsu
út úr Milestone-samsteypunni fyrir um
3,4 milljarða króna fyrir um einu ári,
en um 2,5 milljarðar af kaupverðinu
voru greiddir með yfirtöku skulda. Í
úttekt Ernst & young á viðskiptum
Milestone við tengda aðila kemur
hins vegar fram að 896 milljónir
króna hafi verið „viðskiptafærðar og
skulu greiðast við fyrstu hentugleika
samkvæmt samningi“.
Björgólfsfeðgar
Björgólfur Guðmundsson er gjaldþrota.
Björgólfur thor er hins vegar aðaleigandi
Actavis Group. Fyrirtæki hans Novator á um
37% í tölvuleikjafyrirtækinu CCP. Það á einnig
í hlut í Verne Holding gagnaverinu. átti fyrst
tæplega 40% en stjórnmálamenn hafa viljað
útvatna þann hlut og virðist hann ætla að
verða um 20%. Björgólfur thor á einnig síma-
fyrirtækið Nova.