Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 30

Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 30
30 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 Forsíðu grein Gylfi Magnússon á Alþingi: enginn vill framselja dómsvald til bankamanna Menn saklausir þar til sekt er sönnuð, segir Gylfi. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra sagði nýlega á Alþingi í umræðum um verklagsreglur bankanna að regluverkið yrði að vera skýrt en sú vinna yrði aldrei þannig að öllum líki. Gylfi sagði ennfremur að við vinnu bankanna þyfti að halda í heiðri nokkur sjónarmið, fyrst og fremst reglur réttarríkisins; að menn væru saklausir þar til sekt væri sönnuð. Gylfi sagði ennfremur að það væri dómskerfisins að refsa mönnum en ekki bankakerfisins og enginn vildi framselja það vald til bankamanna. Hann sagði að ekki yrði farið út fyrir ramma réttarríkisins en sagðist skilja það vel að mönnum þætti súrt að sjá menn, sem gengið hefðu freklega gegn þjóðinni, endurreisa sín viðskiptaveldi. Reiðin mikil: Finnur harðlega gagnrýndur Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Arion banka, hefur mátt þola harða gagnrýni í fjölmiðlum vegna Haga og Samskipa. Bónusfjölskyldan mun stýra Högum áfram og bankinn treystir henni best til að reka fyrirtækið og afla því vinsælda sem fjárfestingarkosti í Kaup- höllinni á meðal almennings og fagfjárfesta. Finnur hefur sagt í fjölmiðlum að stjórn bankans taki allar meiriháttar ákvarðanir og hann ætli ekki að gefa út siðgæðislista um hverjir megi kaupa fyrirtæki og hverjir ekki. Það sé ekki hans mál að gera það. Hann segir að stjórn bankans standi frammi fyrir hluthöfum sem séu almenningur á Íslandi og kröfuhafar gamla Kaupþings og þurfi að réttlæta og útskýra ákvarðanir sem gætu kostað bankann milljarða króna. Finnur segir m.a. í athyglisverðu viðtali við Morgunblaðið að bankinn hafi ekki fundið fyrir því að undanförnu að fólk flytti viðskipti sín. Hann segir í viðtalinu að bankinn leiti alltaf lausna með stjórnendum og eigendum, hverra sem eiga í hlut hverju sinni. „Það gildir það sama um Bílaverkstæði Badda, Jón bónda og Haga. Við vorum í þessu ferli með fyrr- verandi eigendum 1998 sl. haust. Jóhannes Jónsson gerði bankanum tilboð um að kaupa félagið í haust og það varð til þess að við urðum bæði að meta það og aðra kosti, sem komu til greina.“ Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra. Hann bætir því við að til greina hafi komið varðandi Haga að brjóta upp félagið og selja einstakar einingar eða selja félagið í gegnum Kauphöllina. „Niðurstaða bankans varð sú að við ættum að selja félagið í opnu útboði og skrá það í Kauphöll Íslands.“ Í viðtalinu í Morgunblaðinu segir Finnur að bankinn hafi ekki verið leiðandi og ráðið ferðinni í máli Samskipa heldur hol- lensk-belgíski bankinn Fortis. Arion banki hafi aldrei ráðið yfir hlutabréfum Samskipa eins og bankinn gerði í tilviki Haga. Finnur segir að ákvarðanir geti ekki verið öllum aðgengilegar vegna trúnaðar við viðskiptavini og hagsmuni viðkomandi fyr- irtæja. „Hins vegar eru allar ákvarðanir rökstuddar, skráðar og skjalaðar og því geta viðeigandi eftirlitsaðilar gengið úr skugga um hvort þær séu réttmætar.“ Finnur Sveinbjörnsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.