Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 31

Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 31
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 31 Siðferðið: Fyrrum eigendur – hafa þeir meiri rétt? Í umræðunni um málefni Haga hefur ýmsum fundist sem verið væri að leggja Jóhannes Jónsson í Bónus og fjölskyldu hans í einelti. Hann hafi stofnað fyrirtækið, byggt það upp og vissulega tekið áhættu á öðrum sviðum viðskipta en spurning sé hvort það eigi að vera eitthvert keppikefli að taka Haga af honum eftir tuttugu ára starf. Arion banki tók Haga af Bónusfjölskyldunni á haustmán- uðum. Það var stóri þröskuldurinn. Eftir það þurfti að hafa ferlið opið og allir höfðu sama rétt á að bjóða í fyrirtækið. En hafa fyrrum eigendur meiri rétt en aðrir þegar búið er að afskrifa hjá þeim tugi milljarða? Spurningin snýst auðvitað ekki bara um Haga þótt það félag sé birtingarmynd þessarar umræðu um siðferðilegan rétt fyrrum hluthafa. Hún snýst um það hvort eitthvað óeðlilegt og ósiðlegt sé við það að bankar vinni alveg fram að yfirtöku fyrst og fremst með eigendum að lausn skuldavandans. Hvort annað sé ekki ósiðlegt? En um leið og fyrirtækið hefur verið tekið af eigendum verði söluferlið að vera gegnsætt og öllum opið – líka fyrri eig- endum hafi þeir aðgang að fjármagni. Siðferðisspurningarnar eru margar og Gylfi Magnússon við- skiptaráðherra segir t.d. að fara verði varlega í að dæma allt og alla sem glæpamenn og það sé dómskerfisins en ekki bankakerf- isins að refsa mönnum. Þess má geta að Jón Ásgeir Jóhannesson hlut dóm í Baugs- málinu og má ekki sitja í stjórnum fyrirtækja hér á landi í ákveð- inn tíma. Hann kemur því ekki til álita sem stjórnarmaður í Högum í sumar þegar félagið verður skráð á markað. Eiga fyrrum eigendur meiri rétt en aðrir? Úr pistli Jóns G. Haukssonar á heimur.is verður settur kvóti á Walker? Þessi aðferð bankans gefur fordæmi. Núna krefjast allir eigendur fyrirtækja sem eru í vandræðum í Arion banka að skuldir þeirra verði afskrifaðar og þeim gefinn kostur á að kaupa sig inn í fyr- irtækin aftur með einum eða öðrum hætti og halda fyrirtækjunum. Að jafnt skuli yfir alla ganga, svo framarlega sem eitthvert vit er í rekstrinum og hann skilar framlegð. Bónusfjölskyldan stýrir Högum áfram þótt félagið verði almenn- ingshlutafélag. Hagar eru stór auglýsandi hjá 365 miðlum og þaðan berast fréttir um að Jón Ásgeir muni áfram hafa þar tögl og hagldir og skyndilega segir Ari Edwald, forstjóri 365, að reksturinn gangi vel og fjárfestar keppist um að fá að kaupa í miðlinum. Öðruvísi mér áður brá. Takist að persónugera Jóhannes nægilega mikið í þessu máli telst það styrkleikamerki; karlinn nýtur vinsælda. Bónus nýtur vinsælda. Það er mikið að gera í Bónus þrátt fyrir alla umræðuna og reiðina í kringum Jón Ásgeir í samfélaginu. Þannig er það bara. Almenningur kýs með buddunni og það eru viðskiptavinir sem gera fyrirtæki stór. Í tilkynningu frá Arion banka segir að með skráningu félagsins fari það í gagnsætt og opið söluferli þar sem dreift eignarhald verður tryggt og félagið muni lúta lögboðnum kröfum um upplýsingagjöf. En takið eftir því að yfirleitt nást yfirráð í fyrirtækjum skráðum á markaði í kringum 30 til 35% eignarhlut þegar annað hlutafé er í dreifðri eignaraðild. Það er þetta með dreift eignarhald. Það hljóta allir að bíða spenntir eftir því hvort einhverjir vina Jóns Ásgeirs í Bretlandi, eins og Malcolm Walker, kaupi stóra hluti í sumar. Það kemur bara í ljós. Það sagði ekkert í tilkynningunni frá Arion banka um það hversu stóra hluti einstaka hluthafar mættu eiga. Verður settur kvóti á Malcolm Walker og hvað hver megi kaupa í Högum? Finnur þarf að svara því. Malcolm Walker, vinur Jóns Ásgeirs og fyrrum for- stjóri Iceland.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.