Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 32
32 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 Forsíðu grein Styrmir Gunnars skrifaði athyglisverða grein í Morgunblaðið um nýtt bankafrumvarp Gylfa Magnússonar efnahags- og viðskiptaráðherra. Hann undrast litla umræðu um endurreisn bankanna og hvernig standa ætti að henni í ljósi þess að hrun bankanna var kjarninn í því efnahagshruni sem varð á Íslandi haustið 2008. Styrmir segist hafa vakið athygli á því í blaðagrein 12. desember sl. að ríkisstjórn Samfylkingar og Vinstri grænna hefði nánast þegjandi og hljóðalaust einkavætt tvo af þremur ríkisbönkum á ný án þess að setja nýja löggjöf til þess að koma í veg fyrir að leikurinn yrði end- urtekinn. Hann segir að frumvarp Gylfa Magnússonar um fjármálafyr- irtæki sem lagt var fram á Alþingi í endaðan janúar sé gott innlegg í umræður um endurreisn bankanna. „Styrkleiki þess er sá að þar er tekið á ýmiss konar innri vandamálum í rekstri bankanna sem hrun þeirra afhjúpaði. Rík viðleitni er til þess að efla lagaheimildir Fjár- málaeftirlitsins og er það af hinu góða.“ „Veikleiki frumvarps Gylfa Magnússonar er hins vegar sá að þar er ekki tekið á grundvall- aratriði þessa máls. Þar er ekki lagt til að skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjárfesting- arbanka.“ Þá segir Styrmir: „Um allan hinn vestræna heim a.m.k. hafa geisað miklar umræður frá haustinu 2008 um starfsemi banka og nauðsyn þess að koma upp nýju regluverki í kringum þá. Lykilatriði í þeim umræðum hefur verið hvort setja eigi á ný löggjöf um aðskilnað á þessum tveimur tegundum banka- starfsemi. Hvers vegna? Vegna þess að mönnum er orðið ljóst að sú starfsemi að taka við sparifé almennings og ávaxta það með sem minnstri áhættu fer ekki saman við þá gífurlegu áhættu sem er sam- fara svonefndri fjárfestingarbankastarfsemi. Engum ætti að vera þetta betur ljóst en okkur Íslendingum vegna þess að hrun hefðbundinnar bankastarfsemi á Íslandi byggðist á því að bankarnir voru fyrst og fremst orðnir fjárfestingarbankar. Þrátt fyrir það hafa engar umræður orðið um þetta grundvall- aratriði á Alþingi frá bankahruni sem er umhugsunarvert í ljósi þess að Alþingi ræddi nánast ekkert stöðu íslenzku bankanna veturinn 2006, haustið 2007 eða árið 2008.“ Styrmir segir að áður en ráðherra í ríkisstjórn leggi fram frumvarp í hennar nafni er frumvarpið kynnt í þingflokkum stjórnarflokkanna. „Þar hljóta að hafa farið fram umræður um þetta grundvallaratriði málsins. Það er sjálfsögð krafa að báðir stjórnarflokkarnir geri grein fyrir því með hvaða rökum þeir hafa komizt að þessari niðurstöðu.“ „Efnahagsmálaráðherra hefur lagt fram annað frumvarp á Alþingi um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta. Í athuga- semdum við það segir: „Rétt er að nefna að ekki er gerð sérstök tillaga um að lántökur tryggingasjóðs njóti ríkisábyrgðar eða að rík- issjóði sé skylt að veita sjóðnum lán þótt gera megi ráð fyrir því að lántaka sjóðsins verði erfiðleikum bundin án bakábyrgðar ríkissjóðs eða annarar aðkomu hans að lántöku.“ Hvað eru ríkisstjórnin og stjórnarflokk- arnir að gefa í skyn? Að hefji Arionbanki og Íslandsbanki, sem báðir eru í eigu erlendra banka og vogunarsjóða, nýja útþenslu í krafti EES-samninganna í öðrum löndum verði til staðar bakábyrgð íslenzka ríkisins á slíku nýju ævintýri?! Þetta frumvarp hlýtur líka að hafa verið kynnt í þingflokkum stjórnarflokkanna. Þessi stefnumörkun snýst um grundvallaratriði. Þar hljóta að hafa farið fram umræður um þetta mál og þingflokkarnir hljóta að hafa lagt blessun sína yfir þessa stefnumörkun. Er þingmönnum stjórnarflokk- anna ekki sjálfrátt?“ Styrmir með athyglisverða grein í Morgunblaðinu: skilja verður að starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka „veikleiki frumvarps gylfa magnússonar er hins vegar sá að þar er ekki tekið á grundvallaratriði þessa máls. þar er ekki lagt til að skilja að starfsemi viðskiptabanka og fjárfestingarbanka.“ Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.