Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 34

Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 Vinsælustu fyrirtækin Össur er kominn í efsta sæti og mælist vinsælasta fyrirtæki landsins. Sigurvegari síðustu sjö ára, Bónus, er í öðru sæti. Fylgið hefur ekki minnkað heldur hefur Össur bætt við sig á milli ára. Bónus tók skell neikvæðrar umræðu um eigendur sína í fyrra. össur upp Fyrir Bónus þ að er kominn nýr sigurvegari. Össur hefur tekið við af Bónusi í könnun Frjálsrar verslunar yfir vinsælustu fyrirtæki landsins. Össur var í öðru sæti í fyrra. Það er ekki að Bónus hafi hrapað í vinsældum vegna neikvæðrar umræðu um Haga heldur hefur Össur einfaldlega bætt við sig og siglt fram úr. Össur bætir við sig næstum 6 prósentustigum í vinsældum frá í fyrra. Össur og Fjarðarkaup eru hástökkvararnir. Þetta er glæsilegur árangur hjá Össuri sem er eitt örfárra útrásarfyrirtækja á Íslandi sem hefur haldið haus í krepp- unni. Fyrirtækið er með sterkan leiðtoga, Jón Sigurðsson forstjóra. Á síðasta ári var Össur skráður í kauphöll Nasdac í Kaupmannahöfn og var fyrirtækinu mjög vel tekið á þeim hlutabréfamarkaði. Jón Sigurðsson er óumdeildur for- ingi og hugsuður í þaulskipulögðu neti Össurar um allan heim. Erlendu fjárfestarnir í Össuri treysta honum sem leiðtoga. Móttökurnar í kauphöl- linni í Danmörku voru glæsilegar fyrir hann prívat og persónulega. Það eru engir fjárfestar sem hafa áhuga á fyrirtækjum nema þar séu góðir forstjórar. Bónus tók skellinn í fyrra Bónus tók skellinn í janúar í fyrra þegar fylgið fór úr 33,3% niður í 13,2%. Verslunin mælist með nákvæmlega sama fylgi aftur þrátt fyrir neikvæða umræðu um Haga mánuð eftir mánuð – og verður það að teljast býsna góður árangur hjá Bónusi og aðstandendum fyrirtækisins; Bónusfjöl- skyldunni. Andlit Bónuss er Jóhannes Jónsson, kaupmaður í Bónus og starfandi stjórnarformaður Haga. Hann nýtur vinsælda á meðan talsverð neikvæðni er í garð Jóns Ásgeirs Jóhannessonar eftir hrun bankanna. Bónus er mikill sigurvegari í þessari könnun frá upphafi. Hún hefur verið gerð samfellt í 22 ár. Bónus hefur verið í fyrsta sæti í 11 skipti og í öðru sæti í 5 skipti. Glæsilegur árangur. Mestar voru vinsældir Bónuss í ársbyrjun 2008 þegar 33,3% landsmanna nefndu fyrirtækið sem eitt af sínum uppáhaldsfyrirtækjum. Árin 2004 og 2005 var fylgið bæði árin yfir 27%. Um 11% nefndu að þeir hefðu neikvætt viðhorf til Bónuss. Það er heldur minni neikvæðni en var í fyrra. Mjög neikvæð umræða var um eignarhald á Bónusi og öðrum Hagaverslunum dagana sem könnunin var tekin. Baugur, Hagkaup og Hagar komast öll á lista yfir óvinsæl fyrirtæki. Efnahagshrunið hefur greinilega sín áhrif. Skoðanakönnunin var gerð dagana 6.-10. febrúar. Alls svöruðu 576 spurningunum: „Vildir þú nefna 1 til 3 íslensk fyrirtæki sem þú hefur jákvætt viðhorf til?“ og „Vildir þá nefna 1 til 2 íslensk fyrirtæki sem þú hefur neikvætt viðhorf til?“ tExtI: JÓN G. HAUKSSoN KÖNNuN FrJáLSrAr VErSLuNAr:
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.