Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 34
34 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
Vinsælustu fyrirtækin
Össur er kominn í efsta sæti og mælist vinsælasta fyrirtæki landsins.
Sigurvegari síðustu sjö ára, Bónus, er í öðru sæti. Fylgið hefur ekki minnkað
heldur hefur Össur bætt við sig á milli ára. Bónus tók skell neikvæðrar
umræðu um eigendur sína í fyrra.
össur upp
Fyrir Bónus
þ að er kominn nýr sigurvegari. Össur hefur tekið við af Bónusi í könnun Frjálsrar verslunar yfir vinsælustu fyrirtæki landsins. Össur var í öðru sæti í fyrra. Það er ekki að Bónus hafi hrapað
í vinsældum vegna neikvæðrar umræðu um Haga heldur
hefur Össur einfaldlega bætt við sig og siglt fram úr. Össur
bætir við sig næstum 6 prósentustigum í vinsældum frá í
fyrra. Össur og Fjarðarkaup eru hástökkvararnir.
Þetta er glæsilegur árangur hjá Össuri sem er eitt örfárra
útrásarfyrirtækja á Íslandi sem hefur haldið haus í krepp-
unni. Fyrirtækið er með sterkan leiðtoga, Jón Sigurðsson
forstjóra. Á síðasta ári var Össur skráður í kauphöll Nasdac
í Kaupmannahöfn og var fyrirtækinu mjög vel tekið á
þeim hlutabréfamarkaði.
Jón Sigurðsson er óumdeildur for-
ingi og hugsuður í þaulskipulögðu
neti Össurar um allan heim. Erlendu
fjárfestarnir í Össuri treysta honum
sem leiðtoga. Móttökurnar í kauphöl-
linni í Danmörku voru glæsilegar fyrir
hann prívat og persónulega. Það eru engir
fjárfestar sem hafa áhuga á fyrirtækjum nema þar
séu góðir forstjórar.
Bónus tók skellinn í fyrra
Bónus tók skellinn í janúar í fyrra þegar fylgið
fór úr 33,3% niður í 13,2%. Verslunin mælist
með nákvæmlega sama fylgi aftur þrátt fyrir
neikvæða umræðu um Haga mánuð eftir
mánuð – og verður það að teljast býsna góður árangur
hjá Bónusi og aðstandendum fyrirtækisins; Bónusfjöl-
skyldunni.
Andlit Bónuss er Jóhannes Jónsson, kaupmaður í
Bónus og starfandi stjórnarformaður Haga. Hann nýtur
vinsælda á meðan talsverð neikvæðni er í garð Jóns Ásgeirs
Jóhannessonar eftir hrun bankanna.
Bónus er mikill sigurvegari í þessari könnun frá
upphafi. Hún hefur verið gerð samfellt í 22 ár. Bónus
hefur verið í fyrsta sæti í 11 skipti og í öðru sæti í 5 skipti.
Glæsilegur árangur.
Mestar voru vinsældir Bónuss í ársbyrjun 2008 þegar
33,3% landsmanna nefndu fyrirtækið sem eitt af sínum
uppáhaldsfyrirtækjum. Árin 2004 og 2005
var fylgið bæði árin yfir 27%.
Um 11% nefndu að þeir hefðu neikvætt
viðhorf til Bónuss. Það er heldur minni
neikvæðni en var í fyrra. Mjög neikvæð
umræða var um eignarhald á Bónusi og
öðrum Hagaverslunum dagana sem könnunin
var tekin. Baugur, Hagkaup og Hagar komast öll
á lista yfir óvinsæl fyrirtæki. Efnahagshrunið hefur
greinilega sín áhrif.
Skoðanakönnunin var gerð dagana 6.-10.
febrúar. Alls svöruðu 576 spurningunum:
„Vildir þú nefna 1 til 3 íslensk fyrirtæki sem
þú hefur jákvætt viðhorf til?“ og „Vildir þá
nefna 1 til 2 íslensk fyrirtæki sem þú
hefur neikvætt viðhorf til?“
tExtI: JÓN G. HAUKSSoN
KÖNNuN FrJáLSrAr VErSLuNAr: