Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 40

Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 40
40 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 v i ð t A l Ýmislegt hefur gengið hægar fyrir sig en talið var í fyrstu og verk-efnið er flóknara en menn héldu,“ segir Ásmundur Stefánsson, hag- fræðingur og fyrrum forseti ASÍ og fyrrum ríkissáttasemjari og nú bankastjóri Lands- bankans – NBI hf. um ástæðu þess að hann er þar enn við stjórnvölinn meira en ári eftir að hann kom fyrst að rekstri bankans, sem formaður nýs bankaráðs og svo bankastjóri. Og Ásmundur er eins og hinir banka- stjórar „nýju“ bankanna umdeildur, sér- staklega vegna þess að bankinn verður stöð- ugt meira áberandi í atvinnulífinu. Umsvif bankans hafa ekki aukist en skuldsetning fyrirtækja hefur aukist og verkefnin eru því önnur og annars konar en þau voru. Vestia, eignarhaldsfélag bankans, á nú að fullu eða stóran hlut í sjö félögum. Að auki er bankinn stór lánardrottinn annarra skuldsettra fyrirtækja. Þetta er staðan nú í upphafi annars ár eftir Hrun. Það eru uppi spurningar um hvernig bankar ráðstafa þeim eignum sem þeir taka upp í skuld – og taka ekki upp í skuld. Einnig er spurt um hvenær þeirri bráða- birgðaráðstöfun ljúki að Ásmundur stýri bankanum. Staðan hefur aldrei verið auglýst. Hann segir sjálfur að nú sé þess ekki langt að bíða að hann láti af störfum. Nýtt bankaráð verði væntanlega skipað á vordögum og þá verði auglýst eftir bankastjóra. Erfitt uppgjör Allt er þetta þó seinna en ráð var fyrir gert og uppgjör Landsbanka erfiðara en hinna bankanna, meðal annars vegna þess að innistæðueigendur eru stórir kröfuhafar og þeirra kröfur eru nú eign ríkissjóða í Bretlandi og Hollandi. „Það hefur legið fyrir að áhugi þessara kröfuhafa á að eignast banka á Íslandi er lítill og raunar enginn. Kröfuhafar hinna bankanna eru að stórum hluta erlendir skuldabréfasjóðir og þeir hafa fallist á að verja hagsmuni sína með því að eignast bankana,“ segir Ásmundur. Ásmundur kom fyrst að eftirmálum bankahrunsins sem ráðgjafi ríkisstjórnarinnar í október árið 2008 – tíu dögum eftir Hrun. Í framhaldi af því varð hann formaður bankaráðs Nýja Landsbanka og bankastjóri þar 1. mars 2009 eftir að Elín Sigfúsdóttir sagði upp. Í upphafi var gert ráð fyrir því að ráðningin væri til 3-6 mánaða en nú er ljóst að hann mun sitja í meira en ár. „Ég vil ekki hlaupast frá verkum mínum, er ekki vanur því,“ segir Ásmundur og vísar til þess að enn sé mikið ógert við end- urreisn bankans og endurskipulag fjármála viðskiptavina hans. ,,Meðal annars að ákveða hver þeirra félaga sem skuldsettust eru verði endurreist með sama eigendahópi, hver verði gjaldþrota seld og hver verði í höndum dótturfélaga bankans í einhvern tíma,“ segir Ásmundur. „Hrollvekjufullyrðingar um krumlur bankanna sem gleypi fyrirtæki af hreinni valdagræðgi eru hins vegar settar fram af fólki sem ekki hefur haft fyrir því að kynna sér málin. Bankinn hefur ekki heldur farið fram af tillitsleysi. Bankarnir hafa ekki vaðið fram eins og fílar í postulínsbúð og brotið allt og bramlað. Þeirra hlutverk er að ná hámarksendurheimtum fyrir kröfuhafa og eigendur, jafnframt því að taka tillit til samkeppnisaðstæðna og samfélagslegra áhrifa ákvarðananna. safnar ekki efni í eftirmæli Það eru ákvarðanir stjórnenda bankana um framtíð einstakra fyrirtækja sem orka tvímælis hverju sinni og valda ádeilum á bankastjóra eins og Ásmund Stefánsson. ÁSmUNdUR StEFÁNSSON, BANKAStJÓRI LANdSBANKANS – NBI HF. FÉKK ErFiðAstA BAnKAnn Í lífi heillar kynslóðar á Íslandi hefur Ásmundur Stefánsson alltaf verið í fréttunum. Og hann er enn í eldlínunni, nú sem bankastjóri Landsbankans. Sjálfskipaður segja sumir, óumdeilanlega áhrifamikill og situr enn, löngu eftir að hann ætlaði að hætta. tExtI: gísli kristjánsson • myNdIR: geir ólafsson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.