Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 41

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 41
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 41 v i ð t A l Eiginlega var hann um það bil að setjast í helgan stein þegar Hrunið varð. Hafði sagt upp stöðu sinni sem ríkissáttasemjari og átti að hætta 1. nóvember 2008 og hugðist snúa sér að lífi pensjónistans eftir nærri 40 ár í sviðsljósinu. Óttast hann ekki að umdeildar ákvarðanir í bankanum varpi skugga á annars farsælan feril? „Því fer víðs fjarri að ég hafi verið óumdeildur á mínum ferli. Það væri trúlega nær sanni að segja að ferill minn samanstandi af umdeildum ákvörðunum,“ svarar Ásmundur. „Ég hef aldrei unnið til þess eins að safna efni í eftirmæli og hef engin áform um að skrifa endurminningar mínar. Ég hugsa nú eins og alltaf um að leysa verkefnin sem mér eru falin, en ekki hvað gæti staðið í einhverri minningargrein,“ segir Ásmundur en viðurkennir að stundum finnist honum gagnrýnin óréttlát og ekki alltaf á þekkingu og traustum rökum reist. tökum helst ekki fyrirtæki „Við vinnum eftir föstum reglum um með- ferð skuldugra félaga,“ segir Ásmundur. „Meginreglan er að komast hjá því að taka yfir fyrirtæki. Bankinn hefur alla jafna ekki áhuga á að standa í atvinnurekstri. Öll vinna miðar að því að halda fyrirtækjunum í rekstri án yfirtöku. Hitt er neyðarúrræði.“ Niðurfellingu á kröfum segir Ásmundur koma til greina ef nýtt fé kemur inn í fyr- irtækið. Og þarna er umdeilt matsatriði hvort fyrri eigendur geti haldið fyrirtækjum og fengið felldar niður skuldir gegn því að leggja fram nýtt eigið fé. „Ef við neyðumst engu að síður til að taka fyrirtækið yfir verður að meta hvort er betra að halda því og sjá hvort hægt er að selja það síðar eða óska eftir gjaldþrotaskiptum,“ heldur Ásmundur áfram. „Ef við finnum kaupendur þá seljum við,“ segir hann. „En bankinn getur líka setið uppi með fyrirtæki og ekki náð að selja það. Markaðurinn er mjög þungur núna og við vitum vel hvað efnahagslífið er viðkvæmt. Enn sem komið er hefur bankinn ekki tekið yfir mörg fyrirtæki og stefnir eins og áður sagði að því að þau verði sem fæst.“ óréttmæt gagnrýni Bankastjórinn Ásmundur telur líka að gagnrýnin á bankana og meinta hörku þeirra sé óréttmæt. „Það kemur mörgum á óvart að þrátt fyrir hrunið á Íslandi er atvinnuleysi hér umtalsvert lægra en í Evrópusambandinu og Bandaríkjunum,“ segir Ásmundur. „Þar skiptir gengisskráningin miklu en ég fullyrði að skynsamlegt verklag bankanna skiptir einnig miklu. Vegna hófsamrar framgöngu bankanna er atvinnuleysi að mínu mati minnst 2-3% lægra en ella væri.“ Ásmundur segir að bankarnir hafi gefið fyrirtækjum svigrúm til endurskipulagningar þar sem það er unnt án þess að breyta eignarhaldi eða afskrifa lán. Bankarnir hafi afskrifað lán gegn því að eigendur eða einhverjir á þeirra vegum komi með nýtt fé inn í fyrirtækin til að treysta fjárhag þeirra og fyrirtæki hafa líka farið beint í söluferli. „Örfá dæmi eru um að bankarnir taki yfir fyrirtæki og það er alltaf neyðarúrræði og aldrei gert nema að vel yfirveguðu ráði. Þá þarf alltaf að taka tillit til fleiri atriða Ásmundur Stefánsson, bankastjóri Landsbankans – NBI hf. „Bankinn getur ekki látið stjórnast af orðrómi eða gróusögum og við höfum ekki tíma til að bíða eftir niðurstöðu hugsanlegra dómsmála.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.