Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 42
42 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
v i ð t A l
en skuldaendurheimtu bankans,“ segir
Ásmundur.
Þarna bendir hann á Húsasmiðjuna sem
dæmi. Gjaldþrot hennar hefði leitt til þess að
atvinna 600 manns hefði komist í uppnám
og birgjar hefðu tapað kröfum upp á tvo
milljarða, sem aftur hefði haft keðjuverkandi
áhrif um allt þjóðfélagið.
svartur listi
En hvað með samstarf við fyrri stjórnendur
og eigendur – menn sem jafnvel keyrðu
félögin í þrot?
„Það verður að meta hverju sinni hvaða
máli reynsla og þekking fyrri stjórnenda
skiptir. Þetta á sérstaklega við ef eigendur
voru stjórnendur líka,“ segir Ásmundur. „Í
stærri fyrirtækjum ræður eigandinn sjaldan
öllu um framgang fyrirtækisins. Þar sjá
atvinnustjórnendur almennt um reksturinn.
Í minni fyrirtækjum eru eigendurnir oft
hjarta fyrirtækisins vegna sérþekkingar,
reynslu og tengsla.“
Og það jafnvel þótt almenningur gruni
þessa menn um misferli og jafnvel lögbrot?
„Ég man ekki eftir slíku máli á mínu
borði en við ákvarðanatöku horfir bankinn
bæði til viðskipta- og samskiptasögu eigenda
og stjórnenda,“ segir Ásmundur. „Bankinn
getur hins vegar ekki látið stjórnast af
orðrómi eða gróusögum og við höfum ekki
tíma til að bíða eftir niðurstöðu hugsanlegra
dómsmála.“
Ásmundur segir að þá yrði að búa til
svartan lista og setja á hann menn sem
bankar mega ekki skipta við.
„Það er ekki mitt að gera það og í
reynd hefur enginn umboð til þess. En við
afskrifum ekki kröfur nema að fullreynt sé
um innheimtu þeirra,“ segir Ásmundur.
Bankamenn fyrir bilun
Ásmundur er einn úr hópi þriggja manna
sem tóku við formennsku í bankaráðum
nýju bankanna eftir Hrun. Hinir eru Valur
Valsson og Magnús Gunnarsson. Það var
áhugi á að fá til starfa menn sem höfðu
reynslu af bankarekstri en „fyrir bilun“ eins
og Ásmundur orðar það.
Núna liggur fyrir að finna endurreistum
Landsbankanum nýjan bankastjóra og einnig
Arion banka. Verður það einhver með reynslu
frá því fyrir bilun, einhver reyndur sem var
með í biluninni eða einhver reynslulaus og
saklaus af allri bilun?
„Ég ætla ekki að búa til lista yfir hugsanlega
umsækjendur. Það er ekki mitt mál en nýtt
bankaráð fær sjálfsagt svona álitamál að fást
við,“ segir Ásmundur.
Átök sjaldan leiðinleg
„Vinnudagarnir hafa verið langir og
vinnuvikurnar þéttbókaðar þann tíma sem
ég hef verið í bankanum,“ segir Ásmundur,
sem verður 65 ára í vor. „Átök finnast mér
sjaldan leiðinleg þótt þau geti verið lýjandi.
En ég mæti alltaf jafn áhugasamur á hverjum
degi og vonast eftir að gera betur í dag en í
gær.“
Hvað tekur við í vor veit Ásmundur
ekkert um. „Ég ætla að hætta að vinna til að
hætta að vinna,“ segir hann og minnir á að
best sé að búa sig undir starfslok á meðan
menn búa enn yfir óskertri starfsorku.
„Það þarf framtak, úthald og dugnað til
að geta sest í helgan stein,“ segir Ásmundur.
„Ég tel að ég ráði enn við það verkefni.“
„Ég hef aldrei unnið til
þess eins að safna efni
í eftirmæli og hef engin
áform um að skrifa
endurminningar mínar.“
Samskiptabún
aður
Polycom fjarfu
ndarbúnaður
og
fundarsímar ·
Cisco og AVAY
A IP lausnir ·
Plantronics sím
a- og tölvubú
naður
Rekstrarvörur
Blek og tóner ·
Pappír ·
Ýmsar nauðsynj
avörur fyrir
tölvuumhverfið
Tölvubúnaður
ThinkPad fartö
lvur · IdeaPad
fartölvur ·
Lenovo borðtö
lvur · Lenovo s
kjáir ·
IBM kassalausn
ir
Hugbúnaður
IBM hugbúna
ður · Microso
ft hugbúnaðu
r ·
Symantec og
Trend Micro ö
ryggislausnir
·
VMware lausn
ir fyrir sýndar
vélar
Prentbúnaður
Canon prents
miðju- og skri
fstofulausnir ·
Lexmark pren
tarar · Heidelb
erg
prentsmiðjula
usnir
Netþjóna- og
tæknibúnaðu
r
IBM System X
, Z, P, i · IBM
BladeCenter
·
IBM System S
torage · Vara
aflgjafar,
kælibúnaður
og rekkar fr
á APC
Nýherji hf. Sími 569 7700 www.netverslun.is
betri lausnir
Nýherji er eitt öflugasta fyrirtæki landsins á sviði upplýsingatækni. Félagið býður tæknibúnað og
lausnir frá heimsþekktum framleiðendum og sérfræðiþekkingu sem byggð er á áralangri reynslu.
Markmið Nýherja er að veita trausta og örugga þjónustu.