Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 49
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 49
n æ r M y n d A F ó l A F i r A g n A r i g r Í M s s y n i
Óli Björn er ekki eins viss og Jón Baldvin um að Ólafur Ragnar
hafi látið eigin vinsældir ráða niðurstöðunni um höfnun á Icesave-
lögunum.
„Ég var viss um að hann myndi skrifa undir og hélt að hann
fylgdi þar flokkslínum,“ segir Óli Björn. „Þannig myndi hann halda
í sitt gamla fylgi. Hann virðist hins vegar hafa ákveðið að taka mikla
áhættu hvað varðar hann sjálfan og embættið. Svo er að sjá hverju
það skilar.“
vandinn hjá þjóðinni
Jón Baldvin segir að undirrót alls vandans sé hjá þjóðinni. Hún búi
við mjög veikan pólitískan kúltúr og stjórnmálaforystan hefur komið
málum í óleysanlegan hnút og til dæmis ekki tekið af öll tvímæli um
valdsvið forseta.
„Það er mjög erfitt að stjórna þjóð í kreppu þegar óvissa er um hvar
valdið liggur,“ segir Jón Baldvin. „Lýðskrumarar eru búnir að telja
fólki trú um að óvinur sé í hverju horni og að allt sé öðrum að kenna.
Við skellum skuldinni á aðra og þeir sem eru að reyna að greiða úr
málum sitja undir brigslyrðum um landráð og föðurlandssvik. Þetta
sýnir hvað hinn pólitíski kúltúr er veikur.“
verður að breyta
Óli Björn er á því að stjórnarská verði fyrr eða síðar breytt og skýrt
kveðið á um völd forseta og málskotsrétt.
„Það er auðvitað ekki hægt að búa til lengdar við óvissu um
forsetavaldið,“ segir Óli Björn. „Hvergi í þingræðisríki hefur forseti
tekið sér völd eins og Ólafur Ragnar. Fyrr eða síðar verðum við
að skera úr um hvort hér gildi þingræðisreglan en þá má hugsa
sér að einhver málskotsréttur verði annaðhvort hjá þjóðinni eða
hjá þinginu. Hitt gengur ekki að mál séu sett í þjóðaratkvæði eftir
duttlungum eins manns eða í netkosningu. Þessu verður að koma
fyrir með formlegum hætti.“
Óli Björn hefur enga trú á að stjórnarskrá verði breytt þannig að
forseti fái völd og stjórni ríkinu að bandarískri fyrirmynd. Fyrir því
sé enginn vilji.
„Breyting yfir í forsetaræði myndi ganga frá núverandi flokka-
kerfi,“ segir Óli Björn. „Það kæmi upp tveggja flokka kerfi og ég
er ekki viss um að núverandi stjórnmálamenn vilji það. Þess í stað
verður að treysta þingræðið og taka af öll tvímæli um að valdið er
hjá þinginu.“
„Það er ekki hægt að blanda þessum tveimur stjórnkerfum saman.
Það verður að velja annað og hafna hinu,“ segir Óli Björn. „Þetta
held ég að fólk bæði til hægri og vinstri hljóti að sjá þótt síðasta
ákvörðun forsetans njóti vinsælda bæði til hægri og vinstri.“
Aðalutanríkisráðherra
Forsetinn hefur síðustu vikur ekki bara farið inn á valdsvið sem áður
var einungis talið hjá þinginu, hann hefur og tekið sér verkefni sem
áður tilheyrðu ráðherrum. Ólafur Ragnar hefur túlkað sjónarmið
„Íslendinga“ í erlendum fjölmiðlum. Þetta er annars verkefni
ríkisstjórnar og utanríkisþjónustu.
„Mér hefur fundist framganga Ólafs Ragnars í erlendum
fjölmiðlum mögnuð,“ segir Óli Björn. „Hann er vel máli farinn
á enska tungu og skeleggur en þetta er valdsvið forsætisráðherra
og utanríkisráðherra. Össur Skarphéðinsson er bara töskuberinn
sem sagði upp. Ólafur Ragnar hefur sjáanlega ekkert samráð við
ríkisstjórnina um hvað hann segir og gerir í öðrum löndum. Hann
túlkar hagsmuni landsmanna sjálfur.“
Jón Baldvin segir að enginn fyrri forseta hafi farið inn á svið
utanríkismála með þessum hætti. „Ég fór með Vigdísi Finnbogadóttur
á fund Bills Clinton í Hvíta húsinu,“ segir Jón Baldvin. „Þegar Clinton
fór að tala um varnarmál vísaði hún strax á utanríkisráðherrann.“
Betri á ensku
Ólafur Ragnar hefur verið gagnrýndur fyrir að fara frjálslega með
sannleikann í viðtölum við erlenda fjölmiðla. Þar er sérstaklega bent
á að í viðtali við BBC mátti skilja sem þjóðaratkvæðagreiðslur væru
daglegt brauð á Íslandi.
„Lykilatriði fyrir alla vel heppnaða stjórnmálamenn er að sveigja
framhjá veikum punktum,“ segir Óli Björn. „Ég hef hvergi séð hann
fara með rangt mál en hann hefur skautað létt yfir sumt. Mér finnst
hann reyndar betri á ensku en íslensku. Setningarnar verða eins og
markvissari á enskunni.“
Jón Baldvin tekur undir það að Ólafur Ragnar hafi komið fyrir
sem sterkur stjórnmálamaður í erlendum fjölmiðlum.
„Honum hefur hins vegar láðst að segja frá því að eiginlega er
forseti Íslands ekki helsti valdamaður í landinu,“ segir Jón Baldvin.
„Þetta er smámisskilningur, sem hann hefur ekki leiðrétt, og nú
heldur fólk um allan heim að forsetaembættið á Íslandi sé
valdaembætti.“
„Maðurinn er tækifærissinni.
Hann var formaður í
sósíalistaflokki án þess að
vera sósíalisti. Hann er til
alls líklegur.“
Jón Baldvin Hannibalsson.
„Enginn forseti Íslands hefur
fyrr komið fram með þessum
hætti og orðið miðdepill
athygli erlendis sem
stjórnmálaleiðtogi á Íslandi.“
Óli Björn Kárason.
„nú fæ ég ekki betur séð en
að maðurinn sé kominn heim
aftur. Það er vel.“
Ögmundur Jónasson.