Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 51
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 51
a t H a F n a m a ð u r
Offiseraklúbbinn var mér tilkynnt af auglýsingasala að nú þyrfti ég
að fyrirframgreiða allar auglýsingar hjá 365 miðlum. Eitthvað sem
ég hafði aldrei þurft að gera áður. Þannig að ég hugsaði með mér að
þarna væru menn með rosalega flott auglýsingaútvarp og þeir ætla að
stilla dæminu upp svona. Ég fór því að skoða málið og áttaði mig á því
að ég þekkti helling af fólki sem er góðir útvarpsmenn en var að vinna
við allt annað. Síðan komst ég að því að kunningi minn á Selfossi var
farinn að reka litla en fantagóða útvarpstöð fyrir Suðurlandið. Ég fór
því að spyrja hann um reksturinn og komst að því að tæknilega var
þetta lítið mál. Í fyrstu var ég tvístígandi yfir hugmyndinni en fannst
vörumerkið Kaninn mjög flott og byrjaði á að tryggja mér einkarétt á
nafninu á meðan ég var að velta þessu fyrir mér. Svo ákvað ég að kýla
á þetta og gera tilraun með reksturinn í sex mánuði.
Fljótlega eftir að við fórum í loftið kom í ljós að húsnæðið sem við
vorum í á Vellinum hentaði engan veginn fyrir útvarpsrekstur og við
fluttum starfsemina niður í bæ að Hafnargötu 89.“
Einar segir að eins og ástandið er í dag sé erfitt að selja auglýsingar
en til þessa hafi markmiðin náðst. ,,Satt best að segja tel ég að út frá
gæðum sé Kaninn alveg jafngott ef ekki betra útvarp en Rás 2 og
Bylgjan og hef engar áhyggjur af þeirri hlið mála. Við höfum keyrt
Kanann áfram af gríðarlegum krafti á mjög litlu fjármagni og ég er
sannfærður um að dæmið gangi upp enda veit ég að ég rek bestu
útvarpsstöð á Íslandi í dag.“
Einar Bárðarson
heilsar að
hermannasið.
tÍu rÁð einars
Velja bara gott fólk í kringum 1.
þig.
Vakna snemma á morgnanna 2.
og vinna eins og skeppna.
Vera heiðarlegur, annað er 3.
mannskemmandi.
Koma fram við aðra eins og 4.
þú vilt að komið sé fram við
þig.
taka bara skemmtilegu verk-5.
efnin, lífið er of stutt fyrir hitt.
taka alltaf alla ábyrgð.6.
treysta alltaf innri röddinni, 7.
ALLtAF.
Vertu bestur, það tekur því 8.
ekki að vera næstbestur.
Ef það er of gott til að vera 9.
satt, þá er það of gott til að
vera satt. Þú getur treyst því
eins og nýju neti.
Brostu, það vinnur helminginn 10.
af öllu og gerir allt léttara.