Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 52

Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 52
52 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 r e k s t u r Ofvirkur frá fæðingu Einar fæddist á Selfossi 18. mars 1972 og segist hafa verið ofvirkur frá því hann var barn. ,,Ég hef alltaf haft áhuga á tónlist en aldrei verið í hljómsveit en ég hef aftur á móti samið lög fyrir hljómsveitir og söngvara eins og Skítamóral, Á móti sól, Jóhönnu Guðrúnu, Björgvin Halldórsson, Nylon og Garðar Thór Cortes. Svo samdi ég lagið Birta, sem vann forkeppnina á Íslandi fyrir Eurovision árið 2001. Í fram- haldi af því þurfti ég að kljást við útvarpsráð vegna þess að textinn við lagið varð að vera á íslensku. Fyrir þann slag uppskar ég þrjár myndir af mér í Morgunblaðinu eftir Sigmund og enn í dag tel ég það vera toppinn á ferlinum. Ég tók líka þátt í að breyta tónleikageiranum í faglegra umhverfi og var tiltölulega stórtækur í tónleikahaldi á fyrsta áratug þessarar aldar.“ Einar var á sínum tíma kallaður umboðsmaður Íslands og rak umboðsfyrirtækið Consert. Eftir að hann flutti til London seldi Einar Senu fyrirtækið og einbeitti sér að framgangi Nylon og Garðari Cor- tes. Árið 2008 flutti hann svo aftur heim og keypti hús í Reykjanesbæ þar sem hann býr ásamt eiginkonu sinni og tveimur börnum. Lagði bæjarstjórann í einelti ,,Á meðan við vorum að leita að húsinu skall kreppan á, Geir bað Guð að blessa Ísland og allt breyttist. Þrátt fyrir það kom ekki annað til greina en að setjast að í Reykjanesbæ. Það sem réð því vali var að það er vel staðið að málefnum fjölskyldufólks þar. Þegar ég kom heim var ég alveg búinn að fá nóg af músíkumhverfinu, í bili að minnsta kosti, og langaði að fara að gera eitthvað allt annað. Ég kom auga á víkingaskip úti í á Fitjunum og lagði bæjarstjórann í einelti þar til hann leyfði mér að hjálpa til við að klára plönin sem voru í gangi um að reisa Víkingaheima í Reykjanesbæ, sem var mjög skemmtilegt verkefni og lærdómsríkt. Offiseraklúbburinn ,,Eftir það opnaðist tækifæri til að opna Offiseraklúbbinn uppi á Velli og mér þótti hugmyndin um að endurvekja þennan fornfræga stað spennandi. Veitingabransinn sem slíkur heillar mig ekki en akk- úrat þessi klúbbur heillaði mig. Hugmyndin hjá mér var að koma staðnum aftur í rekstur annaðhvort fyrir mig eða einhvern annan enda hafði staðurinn yfir sér einhvern sjarma. Ég kom aldrei þangað sjálfur meðan hann var rekinn af hernum en hafði heyrt sögur um hann og að Rúnar Júlíusson, Björgvin Halldórsson og fleiri hefðu skemmt þar. Þegar ég kom þangað fyrst þótti mér staðurinn mjög sjarmerandi á sinn sérstæða hátt og bjóða upp á marga möguleika. Ég fór því í að gera hann upp í sem upprunalegastri mynd. Í mínum huga á Offiseraklúbburinn ekki að vera fyllirísstaður heldur fremur staður tengdur sögutengdri ferðaþjónustu með áherslu á stríðsárin. Mig langar til að búa til veitingastað ekki ósvipaðan Skíðaskálanum í Hveradölum þar sem tekið er á móti hópum eftir pöntun og hægt er að skoða minjar sem tengjast veru varnarliðsins hér á landi. Reksturinn gengur ágætlega eins og er en er í þróun og ég veit ekki enn hvernig þetta ævintýri endar. Ástandið í landinu er þannig í dag að maður verður að fara gætilega og passa sig á að flana ekki að neinu,“ segir Einar Bárðarson að lokum. Í mínum huga á Offiseraklúbburinn ekki að vera fyllirísstaður heldur staður tengdur sögutengdri ferðaþjónustu með áherslu á stríðsárin. Einar Bárðarson ásamt nokkrum starfsmönnum Kanans.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.