Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 54
54 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
b æ k u r
Nýverið var endurútgefin í Bandaríkjunum
bókin How to Win Friends and Influence
People eftir Dale Carnegie (í íslenskri þýð-
ingu Vinsældir og áhrif, útg. JPV). Bókin
kom fyrst út árið 1936 og hefur síðan selst
í milljónum eintaka um allan heim og er að
jafnaði inni á metsölulistum netbókaversl-
ana og viðskiptatímarita.
Þegar þetta er ritað er hún í 36. sæti
yfir mest seldu viðskiptabækurnar (listinn
er uppfærður á klukkustundar fresti) og
telst líklega til aldursforseta á listanum.
Á metsölulista Businessweek er hún sögð
„klassísk, besta bókin um hvernig á að
stækka tengslanetið.“
Viðskipti snúast nær eingöngu um að
byggja upp tengsl og því er það þess vegna
sem margir þekktir aðilar úr viðskiptalífinu
tala um þessa bók sem sína leið til að halda
sér við efnið. Nægir þar að nefna Lee
Iacocca sem lýkur lofsorði á bókina í bók
sinni Where Have All the Leaders Gone og
fjárfestirinn heimsþekkti Warren Buffet.
Sá síðarnefndi sagði nýverið í viðtali við
Fortune að það sé ekki nóg að hugsa um
auð í formi peninga, það verði líka að huga
að mannauðnum. Í viðtalinu
talar hann um hversu mikið
hann leggi sig fram við að eiga
gott samband við þá sem hann
vinnur með og nefnir hve
hjálpleg bók Dale Carnegies
hafi verið og að hann „sé enn
að læra af bókinni og leiti í
henni ráða næstum daglega.“
um bókina
Bókin er sett upp á einfaldan
hátt í kringum 30 reglur í
mannlegum samskiptum sem Dale Carne-
gie setti saman. Í tenglsum við hverja reglu
segir hann sögur af fólki, samtímamönnum
sínum og konum, þekktum sem óþekktum,
sem beittu þessum reglum og náðu þannig
góðum árangri í sínum viðfangsefnum.
Bókin er byggð þannig upp að ekki þarf að
lesa hana spjaldanna á milli heldur er hægt
að grípa niður í hana nánast hvar sem er og
lesa stutta sögu um einhverja af reglunum
30. Hún er því tilvalin á náttborðið.
Reglurnar eru einfaldar, allt frá því að
brosa meira upp í að láta fólk finnast það
vera mikilvægt og gera það
af einlægni. Talað er um að
leyfa fólki að halda virðingu
sinni, byrja vingjarnlega þegar
við mætum fólki, tala um
okkar eigin mistök áður en
við bendum á mistök annarra
o.s.frv. Margir segja þegar
þeir sjá þessar einföldu reglur
saman á einum stað að við
vitum vel að við eigum að
beita þeim en gleymum okkur
kannski í amstri dagsins. Þær
séu því góð áminning um þessa heilbrigðu
skynsemi í samskiptum sem við höfum
tilhneigingu til að gleyma með tilheyrandi
vandkvæðum og árekstrum.
Fyrir hverja?
Þótt þessi bók sé að nálgast áttræðisaldurinn
á hún síst minna við í dag en þegar hún var
skrifuð, einfaldlega vegna þess að tækifærin
sem nútímamaðurinn hefur til samskipta
í dag eru fleiri en um miðbik síðustu
aldar. Örar tækniframfarir gera það að
verkum að við erum stöðugt í sambandi
Bókin er sett upp á einfaldan hátt í kringum 30 reglur í mannlegum samskiptum
sem Dale Carnegie setti saman fyrir áttatíu árum. Þær eiga enn fullt erindi og
Warren Buffett hefur sérstakar mætur á þessari bók.
tExti: unnur valBorg HilMarsDóttir
Dale Carnegie skrifaði
bókina How to Win
Friends and Influence
People árið 1936.
Bókin How to Win Friends and Influence People:
HAFÐU MEIRI ÁHRIF