Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 69
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 69
Fundir og ráðsteFnur
Lónsins enn frekar. Starfsfólk okkar býr yfir mikilli
reynslu og þekkingu og það er leitun að fundarstað sem
býr yfir eins mikilli fjölbreytni og Bláa lónið. Fund-
argestir hafa möguleika á því að fá máltíðir framreiddar
í fundarsalnum eða á hinum glæsilega veitingastað,
Lava. Flestir hópar vilja brjóta upp fundadaginn og þá
er slökun í lóninu í lok dags afar vinsæll kostur. Betri
stofan, þar sem boðið er upp á einkaklefa og léttar veit-
ingar í arinstofu, hentar vel fyrir smærri hópa.
Fjölbreyttir möguleikar til útivistar eru einnig í
nágrenninu, stutt ganga upp á fjallið Þorbjörn, sem er
nálægt Bláa lóninu, er hressandi kostur fyrir fundahópa.
Í Bláa lóninu – Lækningalind er boðið upp á gistingu
sem hentar vel fyrir smærri hópa. Fimmtán vel búin
tveggja manna herbergi eru í Lækningalind,“ segir
Magnús að lokum.
Magnús Héðinsson, rekstrarstjóri veitingasviðs Bláa Lónsins.
„Útsýni er út á lónið og upplýstir klettaveggir,
sem umlykja staðinn, veita viðburðum sem
þar fara fram sérstætt yfirbragð.“
www.bluelagoon.is