Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 87

Frjáls verslun - 01.01.2010, Blaðsíða 87
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 87 Fundir og ráðsteFnur unum og skapa tengsl. „Í tengslum við ráðstefnuna verður keppni í kynningum á viðskiptahugmyndum og haldnar margvíslegar mál- stofur þar sem fjallað verður um frumkvöðlastarfsemi og sjálfbærni frá efnahagslegum, félagslegum og umhverfislegum vinkli.“ Hrifust af krafti og jákvæðni Aðalsteinn segir að forsvarsmenn MIT hafi kynnt sér vel HR og starfsemi hans áður en þeir völdu hann til samtarfs. Þeir hafi hrifist af þeim krafti og jákvæðni sem einkennir skólann. „MIT fannst spennandi að vinna með HR sem er frumkvöðlaskóli.“ Auk Robins Chase halda m.a. erindi á ráðstefnunni þau Alf Bjør- seth, stofnandi Renewable Energy Corporation, Nader Darehshori, fyrrverandi forstjóri Houghton Mifflin útgáfurisans og stofnandi Cambian Learning og Ken Morse, stofnandi MIT Entrepreneurship Center, en hann hefur komið hundruðum sprotafyrirtækja á legg. Opnað hefur verið fyrir skráningu á ráðstefnuna á slóðinni: http:// www.mitgsw.org. Þátttökugjald fyrir íslensk fyrirtæki er 48.000 krónur. Inni í ráðstefnugjaldinu er matur, hátíðarkvöldverður og atburðir sem eru skipulagðir til þess að þátttakendur kynnist og myndi tengslanet. Aðalsteinn Leifsson, lektor og forstöðumaður MBA-námsins í Háskólanum í Reykjavík. ,,Meginþemað í ár er hvernig yfirvinna megi efnahags- kreppuna með nýsköpun, frumkvöðlastarfi og endurnýtanlegri orku.“ mBa-námið í hr tíu ára Áhersla lögð á persónulega færni nemenda mBa-námið í háskólanum í reykjavík fagnar tíu ára afmæli sínu í ár en hr var fyrsti skólinn hér á landi sem setti slíkt nám á laggirnar. um fjögur hundruð nemendur hafa brautskráðst með mBa-gráðu á þessum tíma. aðalsteinn leifsson, lektor og forstöðumaður mBa-námsins, segir að námið sé alþjóðlegt, kennslan fari fram á ensku og að fjölmargir kennarar séu erlendir prófessorar frá viðskiptaháskólum sem raði sér í efstu sætin í alþjóðlegum samanburðarkönnunum. má þar nefna skóla á borð við london Business school, iEsE, insead, richard ivey, Boston university og Babson college. aðalsteinn segir að í náminu sé áhersla lögð á þrjú atriði. í fyrsta lagi framúrskarandi fagþekkingu, í öðru lagi færni til að stunda viðskipti í alþjóðlegu umhverfi og í þriðja lagi sé markviss rækt lögð við persónulega eiginleika sem hafi úrslitaáhrif á gengi stjórnenda. kannanir hafi sýnt að þeir sem ráði til sín einstaklinga með mBa-gráðu leggi mikla áherslu á samskiptahæfni þeirra, leikni til að ná árangri í teymisvinnu, persónuleg gildi, heiðarleika og getu til að greina vandamál. til að þroska þá eiginleika meðal mBa-nema hafi verið ákveðið að taka upp svokallað pd-prógram (personal development) við námið. kjarninn í því prógrammi felist í meðvitaðri og persónulegri vinnu nemenda þar sem stefnt er að auknum sjálfsskilningi. „við erum með sérstaka kennara sem halda utan um þennan þátt mBa-námsins,“ segir aðalsteinn. markmiðið er að nemandinn hafi skýrari sýn en áður á það að hverju skuli stefnt í starfi og einkalífi, hvaða styrk viðkomandi búi yfir til að komast í þá átt og hvaða hindranir þurfi að yfirstíga svo skrefin séu tekin með farsælum hætti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.