Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 89

Frjáls verslun - 01.01.2010, Síða 89
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 89 Fundir og ráðsteFnur Félagarnir Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson hafa í átta ár tekið að sér hlutverk veislustjóra á ýmsum samkomum. „Við höfum tekið að okkur færri og stærri skemmtanir,“ segir Jóhannes en segja má að þeir sérsníði hverja og eina. „Við fundum til að mynda með árshátíðarnefndum og skrifum handrit að hverri árshátíð miðað við fyrirtækjamenningu hvers fyrirtækis. Við leggjum töluvert mikla vinnu í að hanna árshátíðir með fólkinu. Við notum til dæmis upptekið efni, powerpoint og glærur til að hafa þetta lifandi.“ Þegar Jóhannes er spurður hvað góður veislustjóri þurfi að hafa segir hann: „Hæfileikann, viljann og getuna til að ná tengingu við fólkið í salnum. Hann þarf að bera skynbragð á lengd atburða og passa upp á að „drepa“ ekki fólk með dagskránni með því að hafa andrými á milli atriða.“ Sigmar bendir líka á að þeir þurfi að skynja starfsandann í fyrirtækinu og hafa meðal annars í huga meðalaldur starfsmanna. „Segja má að tóntegundin sé mismunandi eftir hópnum sem um ræðir. Húmorinn er líka annar. Við þurfum að meta það í hverju tilfelli.“ Sigmar segir að galdurinn sé að vera við öllu búinn; að geta breytt fyrirfram ákveðinni dagskrá í miðri veislu. „Það þarf að lesa salinn og meta hvort það virki sem við gerum. Ef ekki þá þarf að skipta um gír. Þetta eru heilmikil fræði.“ Jóhannes segir að sökum anna við að undirbúa og opna Hamborgarafabrikkuna á Höfðatorgi hafi þeir drengirnir tekið sér ársfrí frá árshátíðum og skemmtunum en komi svo sterkir inn árið 2011. Jóhannes Ásbjörnsson og Sigmar Vilhjálmsson. „Það þarf að lesa salinn og meta hvort það virki sem við gerum,“ segir Sigmar. „Ef ekki, þá þarf að skipta um gír. Þetta eru heilmikil fræði.“ vEislustjórar: Tenging við fólkið í salnum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.