Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
K
YN
N
IN
G
Símenntun mikilvæg
í efnahags-
þrengingum
Að sögn Huldu Ólafsdóttur, framkvæmda-
stjóra Mímis – símenntunar, hefur aldrei
verið mikilvægara en nú að efla fullorð-
insfræðslu á Íslandi: „Reynsla erlendis frá
sýnir að fyrirtæki sem hafa eflt starfsfólk
sitt á umbrotatímum eru fyrr að ná sér eftir
kreppu en þau fyrirtæki sem skera niður
símenntun og starfsþróun og þjóðir sem
hafa hátt menntunarstig eru fyrr að ná sér
eftir kreppu.“
Stórefld náms- og starfsráðgjöf
„Menntunarstig á Íslandi er talið lágt í
alþjóðlegum samanburði, jafnvel þótt hlut-
fall þeirra sem lokið hafa háskólanámi
sé hærra en að meðaltali innan OECD
ríkja. Ástæðan er hátt hlutfall starfandi
fólks á Íslandi sem ekki hefur lokið form-
legu námi umfram grunnskóla en þannig
myndast breið gjá á milli þeirra sem eru
langaskólagengnir og hinna sem hafa stutta
skólagöngu.
Mímir símenntun leggur áherslu á að
brúa þetta bil og að hvetja fullorðið fólk til
náms. Með stórefldri náms- og starfsráðgjöf
hefur tekist að ná til fleiri einstaklinga sem
fá hlutlausa ráðgjöf um möguleika til náms
innan formlega sem óformlega skólakerf-
isins. Ráðgjöf hjá Mími er fullorðnum að
kostnaðarlausu og er hún mikilvægt upphaf
að nýju tækifæri til náms. Hér hvílir því
mikil ábyrgð á starfsmannastjórum og
öðrum stjórnendum að hvetja fólkið sitt til
náms og fá með þeim hætti betri og ánægð-
ari starfsmenn. Fjárfesting í menntun skilar
arði.“
mímir-símEnntun
„Ráðgjöf hjá Mími
er fullorðnum að
kostnaðarlausu og
er hún mikilvægt
upphaf að nýju
tækifæri til náms.“
Anna Kristín Gunnarsdóttir, verk-
efnastjóri hjá Mími-símenntun.
Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar.
Ungt fólk til athafna
Anna Kristín Gunnarsdóttir er verk-
efnastjóri hjá Mími símenntun: ,,Mímir
símenntun býður ungum atvinnuleit-
endum fjölbreytt nám sem meta má
til eininga á framhaldsskólastigi:
„Sem dæmi um námsleiðir má nefna:
Færni í ferðaþjónustu, Fagnámskeið í
heilbrigðis- og félagsþjónustu, Aftur í
nám (ætlað einstaklingum með lestr-
arröskun), Grunnmenntaskólinn og
margt fleira.
Með námsleiðum Mímis getur
einstaklingur slegið tvær flugur í
einu höggi, þ.e. bætt stöðu sína á
vinnumarkaði með aukinni færni á
tilteknu sviði og safnað einingum á
framhaldsskólastigi. Mikilvægasta
markmið fræðslustarfs er að þroska
einstaklinginn, víkka sjóndeildarhring-
inn og auka lífsfyllingu hans. Með sínu
víðfeðma námsframboði hefur Mímir
símenntun afar góða möguleika til að
mæta því.“