Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 92

Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 92
92 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 K YN N IN G Símenntun mikilvæg í efnahags- þrengingum Að sögn Huldu Ólafsdóttur, framkvæmda- stjóra Mímis – símenntunar, hefur aldrei verið mikilvægara en nú að efla fullorð- insfræðslu á Íslandi: „Reynsla erlendis frá sýnir að fyrirtæki sem hafa eflt starfsfólk sitt á umbrotatímum eru fyrr að ná sér eftir kreppu en þau fyrirtæki sem skera niður símenntun og starfsþróun og þjóðir sem hafa hátt menntunarstig eru fyrr að ná sér eftir kreppu.“ Stórefld náms- og starfsráðgjöf „Menntunarstig á Íslandi er talið lágt í alþjóðlegum samanburði, jafnvel þótt hlut- fall þeirra sem lokið hafa háskólanámi sé hærra en að meðaltali innan OECD ríkja. Ástæðan er hátt hlutfall starfandi fólks á Íslandi sem ekki hefur lokið form- legu námi umfram grunnskóla en þannig myndast breið gjá á milli þeirra sem eru langaskólagengnir og hinna sem hafa stutta skólagöngu. Mímir símenntun leggur áherslu á að brúa þetta bil og að hvetja fullorðið fólk til náms. Með stórefldri náms- og starfsráðgjöf hefur tekist að ná til fleiri einstaklinga sem fá hlutlausa ráðgjöf um möguleika til náms innan formlega sem óformlega skólakerf- isins. Ráðgjöf hjá Mími er fullorðnum að kostnaðarlausu og er hún mikilvægt upphaf að nýju tækifæri til náms. Hér hvílir því mikil ábyrgð á starfsmannastjórum og öðrum stjórnendum að hvetja fólkið sitt til náms og fá með þeim hætti betri og ánægð- ari starfsmenn. Fjárfesting í menntun skilar arði.“ mímir-símEnntun „Ráðgjöf hjá Mími er fullorðnum að kostnaðarlausu og er hún mikilvægt upphaf að nýju tækifæri til náms.“ Anna Kristín Gunnarsdóttir, verk- efnastjóri hjá Mími-símenntun. Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis-símenntunar. Ungt fólk til athafna Anna Kristín Gunnarsdóttir er verk- efnastjóri hjá Mími símenntun: ,,Mímir símenntun býður ungum atvinnuleit- endum fjölbreytt nám sem meta má til eininga á framhaldsskólastigi: „Sem dæmi um námsleiðir má nefna: Færni í ferðaþjónustu, Fagnámskeið í heilbrigðis- og félagsþjónustu, Aftur í nám (ætlað einstaklingum með lestr- arröskun), Grunnmenntaskólinn og margt fleira. Með námsleiðum Mímis getur einstaklingur slegið tvær flugur í einu höggi, þ.e. bætt stöðu sína á vinnumarkaði með aukinni færni á tilteknu sviði og safnað einingum á framhaldsskólastigi. Mikilvægasta markmið fræðslustarfs er að þroska einstaklinginn, víkka sjóndeildarhring- inn og auka lífsfyllingu hans. Með sínu víðfeðma námsframboði hefur Mímir símenntun afar góða möguleika til að mæta því.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.