Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 99

Frjáls verslun - 01.01.2010, Side 99
F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0 99 ustu verðlaun sem fyrirtæki í ferðaþjón- ustu geta fengið. Þau verðlaun voru fyrir „Hvataferð ársins“ eða Exceptional Motiva- tional Travel Program. Marín segir að Practical hafi fundið fyrir miklum meðbyr í kjölfar verðlaunanna og erlendum fyrirspurnum fjölgað til muna. Marín var alltaf staðráðin í að stofna eigið fyrirtæki. Það var samt ekki fyrr en hún var að ljúka fjögurra ára háskólanámi í Ástralíu sem hún ákvað hvers konar fyr- irtæki hún ætlaði að setja á fót. Henni fannst vanta fyrirtæki á markaðinn sem tæki að sér að skipuleggja markvissa starfs- daga fyrir vinnustaði, þar sem fróðleik og skemmtun væri blandað saman svo úr yrði öflugur dagur sem skilaði sér í bættum afköstum og aukinni starfsánægju. Hún stofnaði því Practical, sem sérhæfir sig í að hanna starfsdaga, hvataferðir og hvers kyns viðburði fyrir innlend og erlend fyrirtæki. Bára Magnúsdóttir fékk Þakkarviðurkenninguna Bára Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Jazz- ballettskóla Báru, JSB, fékk Þakkarviður- kenningu FKA 2010. Bára Magnúsdóttir er óumdeildur brautryðjandi á sviði danslistar og heilsuræktar á Íslandi. Fimm ára hóf hún nám í Ballettskóla Þjóðleikhússins. Fimmtán ára hélt Bára í dansnám til London og útskrifaðist með glæsibrag úr hinum virta listaskóla Art Educational. Þegar heim kom byrjaði hún að kenna ballett hjá Sigríði Ármann. Fljótlega fór hún að kenna í eigin nafni jazzballett á Íslandi. Bára hefur setið í stjórn Danskennara- félags Íslands og í áratug var hún forseti Dansráðs Íslands. Hún hefur rekið eigið fyrirtæki í áratugi og skipta nemendurnir tugþúsundum. Á hverju ári stendur JSB fyrir glæsilegum nemendasýningum í Borg- arleikhúsinu þar sem 600-700 nemendur stíga á svið og dansa af hjartans list. Bára er hvergi nærri hætt. Hún er enn að kenna og er nýbúin að fjárfesta í stóru húsnæði í grennd við höfuðstöðvarnar í Lágmúla. Stiki hlaut Gæfusporið Svana Helen Björnsdóttir, rafmagns- verkfræðingur og framkvæmdastjóri Stika, tók við Gæfusporinu fyrir hönd fyrirtækis síns. Gæfusporið er veitt því fyrirtæki sem skarað hefur fram úr við að virkja kraft kvenna innan sinna raða. Stiki býður upp á heildarlausnir í upplýs- ingaöryggismálum; framleiðir hugbúnað til að meta gæði starfsemi og þjónustu, áhættu í rekstri, greina verkferli og bæta verklag. Viðskiptavinir fyrirtækisins hér heima eru aðallega opinberir aðilar og stærri fyrirtæki. Stiki vinnur líka að alls kyns lausnum fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki; lausnum sem gera þau samkeppnishæfari, skilvirkari og öruggari. Stiki er í eigu þriggja aðila; Svönu Helenar Björnsdóttur, Bjarna Þórs Björnssonar, stærðfræðings og tæknilegs framkvæmdastjóra félagsins, og Nýsköpunarsjóðs. Af fimm framkvæmdastjórum fyrirtækisins eru fjórar konur. Ekki síst er þetta athygli vert þar sem framboð er mun minna af konum en körlum í tæknigeiranum. Að sögn Svönu er það hinsvegar ekki yfirlýst stefna félagsins að ráða konur umfram karla. Þau telji sig einfaldlega hafa ráðið hæfasta fólkið hverju sinni. Svana er formaður Samtaka sprotafyrirtækja. Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra afhenti Vilborgu Einarsdóttur, framkvæmdastjóra Mentors, FKA viðurkenninguna. Fjölmenni var í Perlunni þegar FKA hélt þar sína árlegu veislu og afhenti fernar viðurkenningar; FKA viðurkenninguna, Þakkarverðlaunin, Hvatningarverðlaunin og Gæfusporið. FKA viðurKenninGAr Margrét Kristmannsdóttir, fyrrverandi formaður FKA, Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, og Lilja Mósesdóttir þingmaður. Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Practical, flytur þakkarræðu sína. Nokkrir af starfsmönnum hennar á sviðinu.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.