Frjáls verslun - 01.01.2010, Qupperneq 100
Bílar
Súkkulaðisætur
TEXTI OG LJÓSMYND:
PÁLL STEFÁNSSON
Prins Póló hefur verið vinsælasta súkku-
laðið á Íslandi í áratugi. Nú er komin á
markað fimmta kynslóðin af Volkswagen
Polo – og byrjar vel; var kosinn bíll ársins
í Evrópu 2010 á haustmánuðum. Fyrstur
Volkswagenbíla í langan tíma. Mun þessi
fallegi smábíll ná viðlíka vinsældum og
Prins Póló súkkulaðið?
Það var fyrir 35 árum sem Volkswagen
ákvað að gefa Volkswagen Golf lítinn
bróður, þ.e. minni og sparneytnari bíl.
Poloinn var reyndar ekki alveg nýr, heldur
var þetta Audi 50 í ódýrari útgáfu. Audi
kom á markað ári fyrr eða 1974.
Fimmta kynslóðin af Poloinum er orðin
fullorðin. Rýmið er gott og aksturseig-
inleikarnir til fyrirmyndar. Allur frágangur
er eins og best verður á kosið, og þó það
hljómi undarlega; stjórntæki eru öll á
réttum stað.
Að innan minnir hann óneitanlega á
Golfinn og Passatinn. Ekki leiðum að
líkjast. Það er hugsað fyrir öllu, jafnvel
þegar hurðunum er lokað kemur hárrétt
hljóð.
Farangursrýmið er 280 lítrar sem mjög
gott fyrir ekki stærri bíl. Plássið er tæpir
þúsund lítrar með aftursætin niðurfelld.
Poloinn er smíðaður á fjórum stöðum,
Navarra á Spáni, Chakan á Indlandi,
Port Elizabeth í Suður Afríku, og Puebla í
Mexíkó.
Fimmta kynslóðin verður seld í Norður
Ameríku, fyrst allra Polo bifreiða. Vélarnar
sem í boði eru sex í byrjun, frá 1,3 lítra,
60 hestafla, og upp í 1,6 lítra túrbó dísil,
sem er 90 hestöfl. Síðar á þessu ári
mun síðan koma á markaðinn GTi útgáfa
af bílnum, tæplega tvöhundruð hestar.
Eins kemur spennandi systurbíll sem
notar sömu botnplötu, Audi A1.
Páll Stefánsson reynsluekur nýrri, fimmtu kynslóð af Volkswagen Polo.
Þetta er bíll ársins í flokki smábíla.
100 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0