Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 102
102 F R J Á L S V E R S L U N • 1 . T B L . 2 0 1 0
The Ghost Writer,
nýjasta kvikmynd Romans Polanski
fyrrum forsætisrÁð-
herra Breta Á hÁlum ís
Þegar Roman Polanski var handtekinn í Sviss í fyrra fyrir glæp sem
hann framdi í Bandaríkjunum fyrir rúmum 30 árum, var hann
nánast búinn að leggja síðustu hönd á nýjustu kvikmynd sína, The
Ghost Writer, sem gerð er eftir skáldsögu Roberts Harris, The Ghost.
Harris, sem hefur unnið með Polanski meira og minna síðustu þrjú
árin, fyrst að gerð Pompei eftir sögu hans, kvikmynd sem sett var til
hliðar vegna kostnaðar, og síðan að The Ghost Writer, hefur verið
einn helsti talsmaður þess að Polanski þurfi ekki að svara til saka í
Bandaríkjunum og var samvinna þeirra mikil og góð að sögn Harris
sem hefur heimsótt Polanski þar sem hann dvelur í stofufangelsi á
eigin sveitasetri í Sviss. Harris segir Polanski vera í góðu jafnvægi en
hafi óneitanlega áhyggjur af framtíðinni.
Helsta röksemdin fyrir því að hætta við að ákæra Polanski fyrir
glæpinn, sem er samræði við þrettán ára gamla stúlku, er aldur hans,
en Polanski verður verður 77 ára í ágúst. Á meðan athyglisjúkur
saksóknari í Los Angeles, sem vill vera miðpunktur fjölmiðlafársins
í kringum handtökuna, neitar að verða við beiðnum fjölmargra
þekktra einstaklinga innan og utan kvikmyndageirans er ekkert annað
í stöðunni en að Polanski verði fluttur í járnum til Bandaríkjanna.
Það verður samt ekki gert fyrr en eftir að The Ghost Writer hefur
verið frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Berlín um miðjan febrúar þar
sem hún keppir um Gullbjörninn. Sjálfur verður Polanski fjarverandi
en gera má ráð fyrir því að fjölmargir vinir hans verði á hátíðinni með
enn eitt ákallið honum til handa.
Ævisaga sem þolir ekki dagsins ljós
Í The Ghost Writer segir frá rithöfundi (aldrei nafngreindur), sem hefur
haft það að atvinnu að skrifa ævisögur þekktra einstaklinga sem síðan
senda ævisöguna frá sér undir eigin nafni. Hann fær freistandi tilboð
um að skrifa ævisögu fyrrum forsætisráðherra Bretlands, Adam Langs,
sem hefur fallið í ónáð vegna spillingar og er hann fluttur á eyjuna
Martha’s Vineyard við austurströnd Bandaríkjanna. Rithöfundurinn
flýgur þangað í vetrarkuldann. Daginn eftir komu hans er Lang
ákærður í blaðagrein, af fyrrverandi ráðherra í stjórn hans, um að
hafa ólöglega afhent Bandaríkjastjórn meinta hryðjuverkamenn sem
síðar voru pyntaðir. Blaðagreinin hefur þau áhrif að flokkur blaða- og
fréttamanna þyrpist til eyjarinnar þar sem forsætisráðherrann dvelur
ásamt eiginkonu sinni, Ruth og einkaritaranum Ameliu, sem hefur
verið hjákona hans í mörg ár.
Rithöfundurinn veit að hann er ekki sá fyrsti sem er falið þetta
verkefni og hefur verið sagt að fyrirrennari hans, sem var pólitískur
félagi Langs, hafi látist í slysi. Hann fær samt ekki aðgang að því sem sá
hafði skrifað, kemst þó í glósur hans og eftir lestur þeirra grunar hann
að slysið sé yfirvarp og hann hafi verið drepinn þegar hann komst að
því að Lang hafi verið á mála hjá bandarísku leyniþjónustunni á sama
Kvik myndir
TEXTI:
HILMAR KARLSSON
Glaðbeittur forsætisráðherra (Pierce Brosnan) yfirgefur Downing Street 10
í síðasta sinn. Eiginkonan (Olivia Williams) er ekki jafnbrosmild.
Roman Polanski og Ewan McGregor við tökur á The Ghost Writer.