Frjáls verslun - 01.01.2010, Page 103
The Ghost Writer,
nýjasta kvikmynd Romans Polanski
fyrrum forsætisrÁð-
herra Breta Á hÁlum ís
tíma og hann var forsætisráðherra Bretlands.
Fleiri leyndarmál líta dagsins ljós þegar grafið
er dýpra, leyndarmál sem ekki eru Lang í hag
og gera það að verkum að rithöfundurinn fer að
óttast um líf sitt.
Í hlutverki rithöfundarins er Ewan McGregor
og í hlutverki Adam Langs er Pierce Brosnan.
Olivia Williams leikur eiginkonuna Ruth og
Kim Cattrall er í hlutverki einkaritarans, Ameliu.
Aðrir leikarar eru meðal annars Timothy Hutton,
Eli Wallach, James Belushi og Tom Wilkinson.
Glæsilegur ferill
Margir vilja meina að fyrirmyndin að Adam Lang
sé Tony Blair. Robert Harris, sem er fyrrverandi
pólitískur ritstjóri The Observer og síðar
pólitískur pislahöfundur hjá The Times, þekkir
vel feril Blairs og ekki ólíklegt að hann notfæri
sér kynni sín af honum í persónusköpuninni þó
að sjálf atburðarásin sé hreinn skáldskapur. Þess
má geta að Robert Harris skrifaði ritdóm í The
Sunday Times um bókina Meltdown Iceland,
How the Global Financial Crisis Bankrupted an
Entire Country og var ekki mjög vinsamlegur í
okkar garð.
Roman Polanski á glæsilegan feril að baki
sem kvikmyndaleikstjóri og hefur varla stigið
feilspor þó svo að ekki hafi allar kvikmyndir
hans náð vinsældum. Polanski var afkastamikill
meðan hann bjó í Póllandi en hægði á sér eftir
að hann flutti frá austri til vesturs og hefur
leikstýrt 17 kvikmyndum frá árinu 1965. Ekki
eru margir þrillerar á afrekaskrá hans og ef það
eru einhverjar myndir Polanskis sem helst má
líkja The Ghost Writer við þá eru það Chinatown
(1974) og Frantic (1988).
Þess má svo að lokum geta að þar sem
handtökuskipun á Polanski hefur verið í gildi í
Bandaríkjunum frá því hann flúði undan dómi
1978, þá var ekki hægt að kvikmynda á
söguslóðum og var eyjan Sylt staðgengill Martha’s
Vineyard, en hún er í Norðursjónum, nálægt
landamærum Danmerkur og Þýskalands.
KVIKMYNDAFRÉTTIR
F R J Á L S V E R S L U N • 1 1 . T B L . 2 0 0 9 103
Árekstur risanna
Sam Worthington, aðalleikarinn í
risamynd James Camerons, Avatar, ætti
ekki að þurfa að kvíða framtíðinni og
hefur úr mörgum tilboðum að velja þessa
dagana. Áður en Avatar var frumsýnd var
hann búinn að leika annað aðalhlutverk
í enn einni risamyndinni, Clash of the
Titans, sem frumsýnd verður í lok mars
og er endurgerð kvikmyndar með sama
nafni frá árinu 1981. Myndin er byggð
á grískri þjóðsögu og fetar Worthington
í fótspor Harry Hamlins í hlutverki
Perseusar, sem er fæddur guð en alinn
upp sem maður. Hann fær það verkefni
að stöðva Hades (Ralph Fiennes) sem vill
öðlast styrk Seifs (Liams Neesons) svo
hann geti skapað helvíti á jörð. Leikstjóri
endurgerðarinnar, sem er víst mikið
breytt sögulega séð frá fyrri myndinni, er
Louis Leterrier, franskur leikstjóri sem
getið hefur sér gott orð í Hollywood og
leikstýrði síðast The Incredible Hulk.
Sam Worthington í hlutverki sínu í Clash
of the Titans.
Járnmaður 2
Robert Downey jr. stendur sig vel sem
nútíma Sherlock Holmes í samnefndri
kvikmynd. Hann stóð sig einnig vel í
hlutverki milljarðamæringsins Tony Stark
sem breytist í ofurhetjuna Járnmanninn
og er búinn að leika í Iron Man 2, sem
frumsýnd verður í lok apríl um allan
heim. Framundan er síðan framhald af
Sherlock Holmes þannig að Downey
jr., sem aldrei hefur notið jafnmikilla
vinsælda og nú, má passa sig á að
festast ekki í framhaldsmyndum. Eins
og við er að búast berst Járnmaðurinn
gegn valdamiklum óvinum en þarf einnig
að koma í veg fyrir þann orðróm sem
farinn er að breiðast út að Tony Stark
sé Járnmaðurinn. Mótleikarar Downeys
jr. í Iron Man 2 eru Scarlett Johansson,
Paul Bettany, Samuel L. Jackson,
Mickey Rourke, Gwyneth Paltrow og
Sam Rockwell. Á milli Iron Man 2 og
Sherlock Holmes 2 slakar Downey jr. á í
gamanmyndinni Due Date þar sem hann
leikur verðandi föður sem á í vandræðum
með að komast heim áður en eiginkona
fæðir.
Slepptu mér aldrei
Hin unga breska leikkona Carey Mulligan
hefur heldur betur slegið í gegn síðustu
misserin. Hún hefur sankað að sér
verðlaunum og tilnefningum fyrir leik sinn
í An Education auk þess sem hún var
tilnefnd í fyrra sem besta sviðsleikkonan
(Drama Desk Award) fyrir leik sinn í
Mávinum eftir Tsjekov á Broadway. Síðar
á þessu ári eru væntanlegar þrjár
spennandi kvikmyndir sem hún leikur eitt
aðalhlutverkanna í, Wall Street: Money
Never Sleeps, framhaldsmynd sem lengi
hefur verið beðið eftir, Brighton Rock,
sem gerð er eftir skáldsögu Grahams
Greene og Never Let Me Go, sem gerð er
eftir margverðlaunaðri skáldsögu Kazuos
Izhiguro, sem hefur komið út í íslenskri
þýðingu (Slepptu mér aldrei). Í þeirri
mynd er hún í hlutverki Kathy sem rifjar
upp atburði sem gerðust þegar hún var í
heimavistarskóla. Mótleikarar hennar eru
Keira Knightley og Andrew Garfield.
Carey Mulligan og Keira Knightley í
hlutverkum sínum í Never Let Me Go.
Pierce Brosnan í hlutverki fyrrum forsætis-
ráðherra Bretlands og Ewan McGregor í
hlutverki ævisöguritarans.