Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.02.2007, Qupperneq 57
F R J Á L S V E R S L U N • 2 . T B L . 2 0 0 7 57 ljósara að konan er afar áhrifamikil persóna í viðskiptalífi heimilisins. Þótt hjón komist oftast að sameiginlegri niðurstöðu um kaup á ýmsum vörum þá er það konan sem fækkar valkostunum og tekur endanlegu ákvörð- unina um kaupin.“ Grundvallarmistök að kvengera vöruna Kauphegðun karlmanna hefur verið höfð að leiðarljósi í gegnum tíðina í markaðssetningu vörumerkja og verið ríkjandi. En Lisa segir að fjölmörg fyrirtæki séu þó farin að standa sig mun betur en áður fyrr og er mestu breyt- inguna að merkja á síðastliðnum fimm árum eða svo: „Karlmenn og konur hafa áþekkan smekk fyrir vörumerkjum þótt innkaupalistinn hennar sé lengri en hans. Það eru grundvall- armistök að ætla að kvengera vöruna sem verið er að selja. Í fyrsta lagi fælir það karl- kyns kaupendur frá, jafnvel þótt á vörunni standi ekki beinlínis stórum stöfum: Fyrir konur. Konur fara fyrst og fremst eftir því hvort varan, sem þær hyggjast kaupa, stand- ist miklar væntingar sem þær gera um notk- unargildi og gæði. Konur taka sér oft lengri tíma en karlar til að ákveða kaup sín en rannsóknir hafa leitt í ljós að eftir kaupin eru konurnar tryggari vörumerkinu en karlarnir. Þær setja líka í gang fremur öflugt markaðs- form með því að deila kaupreynslu sinni með öðrum konum, sem verður svo til aukinnar afspurnar. Auk þess segja konur helmingi oftar frá vörunni en karlmenn; áætlað er að konur segi 26 aðilum frá kaupum sínum, hvort sem þeim líkar þau eða finnst þau ómöguleg, á meðan karlmenn deila reynslu sinni með 13 manns. Það gefur auga leið að konur eru mjög valdamiklir kúnnar og neyt- endur þjónustu.“ Vöruþróun í samvinnu við neytendur Í fyrirlestri sínum lagði Lisa Johnson höf- uðáherslu á að ungar konur í dag séu mjög tæknivætt nútímafólk og að einmitt sú færni hafi áhrif á öll viðhorf þeirra til vörumerkja. Hún tók sem dæmi blogg-æðið mikla sem tröllríður nú öllu í netheimum: „Á þeim vettvangi myndar fólk þéttriðin „sam- félög“ og skiptist á neytendauplýsingum. Að auki eru mörg fyrirtæki farin að bjóða upp á neytendasíður á heimasíðum sínum sem gera viðskiptavinum mögulegt að miðla upp- lýsingum sem aldrei fyrr. Þegar neytendur eru með þessum hætti með á nótunum og geta tjáð sig markvisst um vörur, vöruþróun og þjónustu, hefur myndast gríðarstór og ómetanlegur gagnagrunnur til rannsókna á kauphegðun.“ Í þessu samhengi nefndi Lisa dæmi um fyrirtæki sem sinnir þessum hluta markaðs- setningarinnar mjög vel: „Amazon-bókabúð- irnar á Netinu eru til fyrirmyndar hvað þetta varðar. Viðskiptavinurinn getur t.d. sett inn svokallaðan topp tíu lista og gefið vörunum (bókum og músík) einkunn og umsögn. Þeir hjá Amazon sköpuðu umhverfi sem gerir neytendum kleift að taka þátt í sköpun og þróun vörunnar.“ Að mati Lisu er bráðnauðsynlegt að eyða tíma með neytandanum í samhengi við kaupupplifun hans/hennar: ,,Ég kalla gjarnan unga fólkið „tengdu kynslóðina“ og er þá að vísa til þess fólks sem er verulega tæknivætt og endurnýjar og bætir stöðugt við þá þekkingu sína. Það hlustar ekki á útvarp og les varla blöðin og því hefur neysluhegðunin breyst. Þetta eru einstakl- ingarnir sem nota meðal annars My space og Facebook og eru í hálfgerðu neðanjarðarum- hverfi þar sem þeir taka á móti auglýsingum gegnum tölvumiðlun og gefa svörun sömu leið. Við eigum að vera opin fyrir að leyfa neytendunum að vinna að sköpun vörunnar með okkur. Fá þeirra mikilvægu svörun. Margar leiðir er hægt að fara í þessum efnum eins og að bjóða upp á neytendahorn á heimasíðu fyrirtækisins þar sem fólk getur tjáð sig um bæði galla og kosti vörunnar. Þar er vettvangur til að koma með hugmyndir, sem hugsanlega eru svo verðlaunaðar. Möguleikar netsins til markaðssetningar eru óendanlegir.“ Lisa Johnson boðar breytta neysluhegðun í kjölfar nýrrar heimsmyndar tækninnar. Áætlað er að konur segi 26 aðilum frá kaupum sínum, hvort sem þeim líkar þau eða finnst þau ómöguleg, á meðan karlmenn deila reynslu sinni með 13 manns. TEXTI: HRUND HAUKSDÓTTIR MYNDIR: GEIR ÓLAFSSON
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.