Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Qupperneq 14

Frjáls verslun - 01.07.2007, Qupperneq 14
14 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 Fyrst þetta ... Tímaritið Þjóðmál kemur út ársfjórðungslega og er ætlað að vera vettvangur fyrir skrif á hægri væng stjórnmálanna. Þótt pólitísk þjóðfélagsrýni sé megin- uppistaða tímaritisins læðast með ljóð og greinar um allt á milli himins og jarðar í hverju tölublaði. Þjóðmál, sem eru tveggja ára um þessar mundir, eru gefin út af Bókafélaginu Uglu en eigandi þess er Jakob F. Ásgeirsson. „Ég hef alltaf haft gaman af tímaritum og mér fannst vanta eitthvað af þessu tagi,“ segir Jakob, aðspurður um tildrög útgáfunnar. „Eftir að Morgunblaðið breyttist og varð að hálfgerðu vinstriblaði fannst mér rík þörf á nýjum vettvangi fyrir hægri sjónarmið. Þjóðmál kenna sig við frelsi og hæfilegt íhald. Í þeim er skýr frjálshyggju- tónn en jafnframt varðstaða um góð og gild íhaldssjónarmið. Auðvitað er svo markmiðið líka að gefa út fjölbreytt og skemmti- legt tímarit sem fólk hefur ánægju af því að lesa.“ Frá upphafi hafa komið út átta tölublöð af Þjóðmálum og Jakob segir áskriftahópinn stækka ört með hverju nýju hefti. „Reksturinn er auðvitað í járnum en hefur þó hald- ist réttum megin við strikið. Tímaritið er til sölu í flestum bókaverslunum og á mörgum bensínstöðvum Olís. Því miður hefur Hagkaup ekki viljað hafa það í hillunum. Í tímaritarekk- anum í Hagkaup eru örugglega á annað hundrað tímarit en Þjóðmál vilja þeir ekki selja. Ég vona að það tengist ekki því að stundum hafa birst greinar í Þjóðmálum sem hafa verið gagnrýnar á Baugsveldið.“ Hægri pennar Þegar Jakob er spurður hvað ræður efnisvali tímarits- ins, svarar hann: „Það á að vera klár hægri slagsíða á blaðinu og ef mér bærist grein sem boðaði þjóðnýtingu fyrirtækja myndi ég ekki birta hana. Hinsvegar er talsvert af ýmiskonar menningartengdu efni í blaðinu sem er skrifað af fólki úr öllum áttum. Einn helsti tilgangur útgáfunnar er að fjalla um mál sem ekki er mikið fjallað um á öðrum fjölmiðum. Ekki síst á það við um ýmislegt þar sem pólitískur rétttrúnaður hefur skotið rótum.“ Vinstri menn halda því stundum fram að í gegnum tíðina hafi þeir átt miklu ritfærari menn í sínum röðum en þeir hægri. Hver er þín skoðun á því? „Já, þess vegna er maður nú að garfa í þessu. Til að spyrna aðeins við fótum. Það er alveg rétt, það hefur stundum virst svo að allir ritfæru mennirnir væru á vinstri vængnum. En ekki er það nú alveg einhlítt. Það hafa verið margir mjög fínir pólitískir blaða- pennar á hægri vængnum. Til dæmis á 20. öld- inni Kristján Albertsson, Árni Jónsson frá Múla og Magnús Stormur — og seinna Indriði G. Þorsteinsson og faðir minn, Ásgeir Jakobsson. Skáldin og skáldsöguhöfundarnir hafa mörg sannarlega verið til vinstri en ekki endilega beitt sér í pólitík. Sjálfum finnst mér að það eigi ekki að draga skáld og rithöf- unda í pólitíska dilka, en það Þjóðmál frá hægri er því miður enn þá gert, sam- anber hina nýju bókmenntasögu Máls og menningar.“ Bókaútgáfa Samhliða útgáfu Þjóðmála hefur fyrirtæki Jakobs, Bókafélagið Ugla, sent frá sér 5-10 bókatitla á ári. „Þetta eru bækur af ýmsu tagi, reyfarar og klassískar skáldsögur, en ekki síst bækur um pólitísk efni og sögu. Ég gaf t.d. út merka bók um komm- „Eftir að Morgunblaðið breyttist og varð að hálfgerðu vinstriblaði fannst mér rík þörf á nýjum vettvangi fyrir hægri sjónarmið.“ TEXTI: HULDAR BREIÐFJÖRÐ MYND: GEIR ÓLAFSSON Jakob F. Ásgeirsson, ritstjóri og útgefandi tímritsins Þjóðmála, segir að klár hægri slagsíða eigi að vera á blaðinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.