Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 22
22 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7
boðið á fasanaveiðar hér þar sem Bretarnir mæta í því sem mér finnst
vera algjör trúðsbúningur, ullarjökkum og hnébuxum. Ég mætti bara
í íslenskum skíðabuxum og það var í lagi í það skiptið en mér var
gefið til kynna að næst yrði ég að mæta eins og þeir. Mér var þetta
til mesta ama en ég ákvað að láta undan. Þetta er í eina skiptið sem
fötin hafa skipt máli!“
Útrásin hefur ekki náð hámarki
Nú hefur alþjóðlegt viðskiptalíf tekið dýfu nýlega – fer ekki að
sneiðast um tækifærin hér í Bretlandi þar sem bankarnir eru
orðnir varfærnari, vextir hafa hækkað og væntanlega erfiðara að
fá lán til að yfirtaka fyrirtæki en áður?
„Ég verð ekki var við þetta. Ég held að útrásin haldi áfram, kannski
menn hægi eitthvað á sér sem er allt í lagi. Menn hafa gert mikið
undanfarin ár og auðvitað oft tekið áhættu, til dæmis þegar við
keyptum Big Food Group fyrir rúmum þremur árum. Þá var fyr-
irtækið einskis metið en nú er bara Iceland, sem var hluti af BFG,
metið á 100 milljarða króna. Þar höfum við búið til mikið úr litlu og
erum löngu búnir að fá þá fjárfestingu til baka.
Svona tækifæri fær maður ekki heima heldur
verður að fara til útlanda – þau verður maður
að sækja út. Það sem hefur hjálpað er hins vegar
þekking að heiman – Baugur hefur til dæmis
gríðarlega þekkingu á verslunarrekstri og sú
reynsla nýtist hér.“
Og þú hefur engar áhyggjur af að hlutabréfa-
verð hér sé of hátt og að það rýri fjárfestingartækifærin?
„Þetta er ekki þannig í mínu hagkerfi! Við höfum reiknað með að það
gætu komið dýfur eins og hefur gerst. Við hjá Fons erum íhaldsamir,
höfum ekki spilað mikið á hlutamarkaðnum og óróleikinn kemur
okkur ekki á óvart. Ég álít að krónan sé alltof hátt skráð og það er
bara spurning hvernig og hvenær það snýst við, hvort lendingin verði
hörð eða mjúk. Hagkerfið heima er hins vegar sterkt.
Við Íslendingar erum 300 þúsund, hér eru 60 milljónir. Með
því að spila rétt er enn nóg af tækifærum hér. Við sem stöndum í
útrásinni erum frekar ungir, margir okkar eiga bestu ár ævinnar eftir.
Íslenska útrásin hefur skapað gríðarlega reynslu og þekkingu, mikill
mannauður felst í útrásinni og enn eru miklir möguleikar. Útrásin
hefur alls ekki náð hámarki held ég.“
Þú hefur verið orðaður við kaup á knattspyrnuliði hér, Newcastle,
en vilt ekkert láta hafa eftir þér um það mál. Eru knattspyrnulið
góð fjárfesting?
„Já, já, ég held þau geti vel verið góð fjárfesting. Ég væri alveg til í að
kaupa fótboltalið ef ég gæti. Auðvitað ekki hvaða félag sem er. Ég er
veikur fyrir Þrótti en stefni ekki að því að eiga hann, vildi heldur deila
honum með öðrum. Newcastle er auðvitað æðislegt félag.“
Það er dálítið skrautlegt lið sem hefur laðast að því að kaupa
fótboltafélög hér í Bretlandi. Eru þetta einhverjar sérstakar mann-
gerðir sem fara út í slík viðskipti?
„Geggjaðar manngerðir! Nei, í alvöru – ég held ekki. Það fylgir þessu
spenna, það er gaman að þessu fyrir þá sem hafa áhuga á fótbolta. Ég
er með ársmiða hjá Chelsea og fer eins oft og ég get.“
Eru þetta einhverjir strákadraumar sem koma fram í því að vilja
kaupa fótboltalið?
„Það væri auðvitað frábært ef einhver íslensk viðskiptakona keypti fót-
boltalið! Strákadraumar: athyglisverður punktur. Kannski að svo sé.“
Nú eiga Íslendingar þegar fótboltafélag hér. Horfið þið íslensku
fjárfestarnir á hvað hinir eru að gera, er einhver metingur í gangi?
„Nei, það held ég ekki. Það hefur engin áhrif á mig hvað aðrir gera.“
Iceland algjört ævintýri
Þú nefndir að þú hefðir átt hlut að kaupunum á Big Food Group
og Iceland fyrir rúmum þremur árum. Hvernig hefur sá rekstur
þróast?
„Iceland hefur verið algjört ævintýri frá fyrsta degi. Við vorum svo
heppnir að fá Malcolm Walker, fyrrum fram-
kvæmdastjóra Iceland, til liðs við okkur. Við
fengum hann til að leggja á ráðin með okkur
og réðum svo hann og hans lið til að taka við
rekstrinum. Þetta var mjög dramatískt því
Walker hafði áður hrökklast frá fyrirtækinu
og mátti ekki koma þar inn fyrir dyr fyrr en á
miðnætti þegar kaupin voru orðin að veruleika
svo það má segja að við höfum gert byltingu
þarna. Í samvinnu við hann hefur fyrirtækinu algjörlega verið snúið
við.
Við höfðum alltaf trú á fyrirtækinu. Núna þurfum við ekki að
sjá eftir kaupunum eins og þeir sem þorðu ekki að vera með okkur í
þessu. Eftir tólf mánuði gátum við greitt 100 prósent arð, alla fjárfest-
inguna sem við höfðum lagt í fyrirtækið. Við endurfjármögnuðum
félagið og gátum greitt okkur arð nú í ársbyrjun.
Hér í Bretlandi er þetta meðalstórt fyrirtæki en það er auðvitað
stórt á íslenskan mælikvarða og það rennir stoðum undir íslenskt
athafnalíf.“
Þú hefur nefnt í viðtali að þú vildir láta íslenska framleiðendur
njóta góðs af Iceland – eru einhverjar íslenskar vörur seldar þar?
„Ég hreinlega veit það ekki. Við erum auðvitað alltaf boðnir og búnir
að aðstoða íslenska framleiðendur við að komast á markað hér en
menn þurfa auðvitað að standa sig varðandi verð og gæði. Þessi mál
fara í sinn farveg innan fyrirtækisins, við getum ekki skipað mönnum
þar fyrir hvar og hvað þeir kaupa.“
Þú nefndir líka að það mætti ræða hvort nafninu yrði breytt – það
fer ögn í taugarnar á ýmsum að „Iceland“ skuli vera vörumerki
hér. Hefur eitthvað gerst í því?
„Fyrirtækið átti vörumerkið „Iceland“ í Evrópu. Íslensk stjórnvöld
vildu ræða það og við gáfum það eftir en héldum nafninu hér.“
Jón Ásgeir er eldklár, það
stenst enginn honum snúning.
Ef hann væri skákmaður væri
hann með mörg þúsund fleiri
elo-stig en aðrir.