Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 30

Frjáls verslun - 01.07.2007, Síða 30
D A G B Ó K I N 30 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 Hér kemur auðvitað eitt af málum sumarsins í íslensku viðskiptalífi; yfirtöku Novators á Actavis sem samþykkt var seinni partinn í júní. Um var að ræða stærstu yfirtöku félags á Íslandi og nam andvirði Actavis um 303 milljörðum króna í yfir- tökunni. Talsverður skjálfti var vegna þessa máls. Novator, félag Björgólfs Thors Björgólfssonar, bauð í allt hlutafé Actavis í maí – en því var hafnað. En Björgólfur Thor var fyrir tilboðið langstærsti hluthafinn í Actavis, með um 38,5% hlut, og hafði gegnt þar stjórnarformennsku í um sjö ár og byggt fyrirtækið upp ásamt fleirum. Eftir að hafa hafnað tilboði Novators í maí ákvað stjórn Actavis hins vegar að mæla með nýju tilboði frá Novator í júní. Samkvæmt því tilboði var markaðsvirði Actavis yfir 303 milljarðar króna. Langflestir spurðu sig að því hvers vegna Björgólfur Thor hefði áhuga á að eign- ast Actavis að fullu og afskrá félagið þar af leiðandi sjálfkrafa úr Kauphöllinni. „Var hann með eitthvert ofurtilboð í fyr- irtækið frá öðru lyfjafyrirtæki uppi í erminni?“ spurðu menn. Þessum pælingum svaraði Björgólfur býsna snyrtilega í nýja tilboði Novators en þar setti hann inn ákvæði um að ef Novator myndi selja 10% eða meira af hlut sínum í Actavis innan 12 mánaða eftir gild- istíma tilboðsins fengju þeir hluthafar sem samþykktu til- boðið aukagreiðslu. Þegar málið kom fyrst upp í maí hafði Björgólfur Thor lýst því yfir að Actavis yrði fram- vegis áhættusæknara og því vildi hann gefa almennum fjár- festum tækifæri til útgöngu áður en að slíkum breytingum kæmi: Í tilkynningu frá Novator um miðjan maí var kveðið nokkuð skýrt á um þetta: „Á síðustu misserum hafa átt sér stað miklar sviptingar í lyfjageiranum. Samþjöppun er hröð, barátta um leiðandi stöðu á lykilmörkuðum afar hörð og verðsamkeppni fer sífellt vax- andi. Í slíku umhverfi telur Novator mikilvægt fyrir árangursríka framtíðaruppbyggingu Actavis að afskrá félagið af markaði svo það búi ekki lengur við þær ríku kröfur og skyldur, sem lagðar eru á skráð félög, þ.m.t. um upplýsingagjöf. Novator mun því óska eftir afskráningu félagsins úr OMX kauphöllinni eins fljótt og auðið er. Novator hefur í hyggju að fjármagna umtalsverðan hluta kaupverðs með lánsfé og því ljóst að Actavis verður á samstæðugrundvelli verulega skuldsett að yfirtökunni lok- inni. Novator mun beita sér fyrir enn aukinni áhættusækni í rekstri félagsins, fækka í stjórn þess og birta aðeins á opin- berum vettvangi þær upplýs- ingar sem almennt er krafist af óskráðum félögum. Það er mat Novators að sú aukna áhætta, sem fylgir slíkri skuldsetningu og stefnu, sé ekki heppileg fyrir almenna fjárfesta og því rétt að gefa öðrum fjárfestum tækifæri til útgöngu áður en að slíkum breytingum kemur.“ 23. júní Markaðsvirði Actavis 303 milljarðar SINDRI Sindrason, stjórnar- maður í Actavis, kynnti þá ákvörðun stjórnarinnar að mæla með því að hluthafar samþykktu nýtt tilboð frá Novator. Tilboð Novators, sem stjórn Actavis ákvað að mæla með, hljóðaði upp á 90,2 krónur á hlut. Fyrra tilboðið hljóðaði upp á 85 krónur á hlut. Stjórnin taldi það tilboð hvorki endurspegla raunveru- Björgólfur Thor Björgólfsson: Hefur gert tugþúsundir Íslendinga ríka með undraverðum árangri Actavis á undanförnum árum. 23. júní – 17. júlí NOVATOR YFIRTEKUR ACTAVIS: STÆRSTA YFIRTAKA Á ÍSLANDI
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.