Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 38

Frjáls verslun - 01.07.2007, Page 38
D A G B Ó K I N 38 F R J Á L S V E R S L U N • 7 . T B L . 2 0 0 7 Er Símaauglýsingin snilldarbragð eða tómt klúður? 5. september Umtöluð Símaauglýsing Allt stefnir í að umtalaðasta auglýsing ársins sé auglýsing Símans á nýrri kynslóð farsíma þar sem gert er grín að síð- ustu kvöldmáltíðinni. Jón Gnarr er höfundur auglýsingarinnar og hefur Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, gagnrýnt auglýs- inguna og sagt hana smekk- lausa. Biskupsstofa mun þrátt fyrir það ekki kæra auglýsinguna til siðanefndar SÍA fyrir guðlast. Mörgum finnst auglýsingin fyndin – en vera samt sem áður á mörkunum. Mesta athygli hefur vakið á meðal markaðs- manna að Síminn skyldi taka áhættuna á að fara svo krítíska leið í herferð sinni að nota Jesú og postulana við síðustu kvöld- máltíðina. Auglýsingin hefur fengið slíkt umtal í fréttum að hún hefur ekki farið fram hjá neinum, allir hafa skoðun á henni og nýju farsímunum sem verið er að auglýsa. Eftir stendur stóra spurningin. Selur auglýsingin? Hafa ein- hverjir líklegir kaupendur hugs- anlega móðgast? Bandaríkjunum en þar kom á daginn að tekju- og efnalítið fólk hefur fengið húsnæðislán og því er mikil óvissa um það hversu örugg þessi lán eru. Seðlabankinn í Bandaríkjunum varð að grípa inn í og dæla fé út á markaðinn til að bæta stöðu helstu lánafyrirtækja á húsnæðislánamarkaði. En þessi órói og vandi í Bandaríkjunum hafði dómínó- áhrif sem bylgjuðust um allan heim og lét enga hlutabréfa- markaði í friði. Það sem gerist í umróti er að hræðsla grípur um sig hjá eigendum hlutabréfa um að það versta sé ekki að baki og að bréfin haldi áfram að lækka. Allar hlutabréfavísitölur hafa jafnað sig að einhverju leyti og mjakast upp á við aftur. Flestir sérfræðingar telja að atvinnu- líf heimsins sé sterkt og „hafi mikið sjálfstraust“ eins og núna er í tísku að segja. 20. ágúst Stafna á milli kaupir Ris Sagt var frá því að bygg- ingafélagið Ris hefði verið selt. Kaupandi félagsins er Stafna á milli ehf. Nýir eig- endur tóku við félaginu sama dag og tilkynnt var um kaupin. Þorgeir Jósefsson er nýr forstjóri þess og Engilbert Runólfsson nýr stjórnarformaður. Þeir Kristinn Jörundsson og Jóhann Guðni Hlöðversson hafa rekið Ris frá árinu 1993. Ris hefur verið virkt á útboðsmark- aði auk þess að byggja og selja íbúðir í eigin reikning. Þetta er ein umtalaðasta frétt sumarsins – og sitt sýn- ist hverjum. Sögusagnirnar hafa verið magnaðar. Hvað um það; í miðri niðursveiflu hlutabréfa og óróa á markaðnum ákvað stjórn Straums-Burðaráss að selja 5,31% af eigin bréfum til kaupanda, sem er nafnlaus fagfjárfestir, greiðir 10,2 milljarða króna fyrir bréfin, óskar ekki eftir því að vera skráður eigandi bréfanna opinberlega heldur hefur þau í vörslu söfnunarreiknings Landsbankans í Lúxemborg. Umræðan hefur að mestu snúist um gengi bréfanna, hver sé hinn nafnlausi og óþekkti kaupandi, sem sagður er fagfjárfestir og krefst engra áhrifa þótt hann kaupi svo stóran hlut í bank- anum. Um miðjan júlí sl. fór gengi bréfa í Straumi- Burðarási í 23,5 en þegar rússíbanaferðin hófst og snögg lækkun varð á Íslandi sem og hlutabréfamörkuðum um allan heim, ákvað stjórn Straums að selja á genginu 18,6. Í umræðunni hafa menn heldur ekki þreyst á að tala um að gengi bréfanna hafi hækkað verulega sama dag því að í næstu tveimur færslum á undan og á eftir þessum viðskiptum hafi við- skiptagengið verið 19,0 og að þarna muni 2,1% innan dagsins. Bent er á að þar af leiðandi hafi hinn óþekkti kaupandi hagnast ágætlega þegar þennan sama dag. Umræðunni um þessa forvitnilega sölu Straums á eigin bréfum er örugglega ekki lokið. Hún er mörgum fjárfestum enn hulin ráð- gáta. 18. ágúst HVER KEYPTI BRÉFIN AF STRAUMI? Straumur. Umtalaðasta frétt sumarsins snýst um það hver keypti bréfin af Straumi. 31. ágúst Finnur floginn Hún kom talsvert á óvart fréttin um að Finnur Ingólfsson hefði selt hlut sinn í Icelandair Group og hætt í stjórn félagsins en hann hefur verið stjórnarformaður félagsins frá því að þrír kjölfestufjárfestar keyptu félagið af FL Group sl. haust. Finnur hættir sem stjórnar- formaður á næsta hluthafa- fundi. Finnur seldi 15,5% hlut í Icelandair Group á um 4,9 millj- arða króna og er kaupandi m.a. fjárfestingarfélagið Máttur sem er í eigu Karls Wernerssonar og Einars Sveinssonar. Kristinn Jörundsson. Finnur floginn frá Icelandair Group.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.